Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 10
10 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR TAKTU ÞÁTT Í AÐ MÓTA NÆSTU KYNSLÓÐ Úrvals kennarar Persónulegt andrúmsloft Samfellt vettvangsnám Spennandi möguleikar á skiptinámi Skólar eru ögrandi og gefandi vinnustaðir. Við Háskólann á Akureyri geta nemendur stundað nám til B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði og leikskólakennara- fræði. Námið er hægt að stunda í staðarnámi eða fjarnámi. Kynntu þér kennaranám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki DREKABANI Í LONDON Þessi maður, klæddur eins og heilagur Georg, þykist ráða niðurlögum græns dreka með volduga regnhlíf að vopni. Þeir eru að mótmæla fjáraustri ríkisins. Í baksýn er þinghúsið í London. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR „Þetta er stór dagur í orkusögu Íslands og sérstaklega í notkun á vistvænu eldsneyti,“ segir Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku. Vetnisljósavél var tekin í notkun í hvalaskoðunarbátnum Eldingu í gær, en það mun vera í fyrsta sinn í sögunni sem bátur ætlaður almenningi er knúinn með vetni. Hingað til hafa vetnistilraunir á sjó eingöngu verið hernaðarlegs eðlis og allar upplýsingar um þær af skornum skammti. Íslendingar brjóta því á ný blað í vetnismálum með þessari tilraun, nákvæmlega fimm árum eftir að fyrsta almenna vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun hér á landi árið 2003. Markmiðið með vetnisverkefn- inu um borð í Eldingu er að öðlast skilning á áhrifum sjávarhreyf- ingar, salts og annarra álagsþátta á vetnisljósavélina. Að sögn Jóns Björns er verkefnið eitt af mörg- um skrefum í þá átt að kanna til hlítar framtíðarmöguleika á nýt- ingu endurnýjanlegra orkulinda í íslensku samfélagi. „Ísland gæti orðið fyrst allra þjóða til að treysta eingöngu á innlendar auðlindir þar sem öll orkuvinnsla yrði sjálf- bær. Sú uppbygging sem hefur átt sér stað á síðustu árum, meðal annars í tilraunum með notkun vetnisbíla og strætisvagna, hefur skilað sér út í samfélagið og menn eru farnir að vinna beint með vetni og tæki tengdum því.“ Eldingarverkefnið er hluti af svokölluðu SMART-H2 verkefni sem hófst formlega í nóvember í fyrra. Ljósavélin í Eldingu mun verða keyrð í eitt og hálft ár og að þeim tíma liðnum verður sest yfir þær niðurstöður sem tilraunin skilar af sér og þær krufnar með áframhaldandi vinnu í huga. „Fyrstu niðurstöðurnar úr verk- efninu eru í raun þegar sjáanleg- ar, en þær voru að fá leyfi til að fara út á sjó með vetni. Það er í raun stærsti sigurinn. Þetta er til- raun og allar tilraunir af þessum toga eru af hinu góða. En við von- umst til að vetni geti nýst sem eldsneyti um borð í skipi í fram- tíðinni enda er ólíkt betra að brenna innlendri, hreinni orku í stað erlendrar, innfluttrar olíu,“ segir Jón Björn. kjartan@frettabladid.is Blað brotið í notkun vetnis Vetnisljósavél var tekin í notkun í hvalaskoðunar- bátnum Eldingu í gær, fimm árum eftir að fyrsta almenna vetnisstöðin var tekin í notkun hérlendis. SIGLT AF STAÐ Fjölmennt var um borð í Eldingu í gær. Meðal farþega voru Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismaður. Sigur Hillary í prófkjörinu í Penn- sylvaníu afhjúpar veikleika í kosn- ingabaráttu Obama sem gætu reynst honum þungir í skauti í haust, nái hann útnefningunni. Í Pennsylvaníu náði Hillary 62 pró- sentum af atkvæðum hvítra, 70 pró- sentum kaþólikka, 57 prósent um gyðinga, 58 prósentum kirkjugesta og 63 prósentum ellilífeyrisþega. Repúblikanar og John McCain gera sér vonir um að geta höfðað sér- staklega til þessara hópa meðal kjósenda demókrata og ætla að sækja á þá. Svokallaðir Reagan- demókratar, það eru kjósendur úr verkalýðsstétt sem eru íhaldssamir í mörgum siðferðismálum, eru gríðarlega mikilvægur kjósenda- hópur í lykilríkjum eins og Ohio og Pennsylvaníu. Þeir styðja Hillary og demókrata nú en það er alls ekki víst að sá stuðning- ur flytjist á Obama. Hann býr jú yfir gríðarlegu fjár- magni og her sjálf- boðaliða, en þegar tæplega þriðjungur kjósenda Hillary seg- ist ekki geta hugsað sér að kjósa Obama í haust eru það váleg tíðindi fyrir hann. Þessir kjós- endur hafa áður yfirgefið demó- krata og búa í ríkjum sem hingað til hafa skipt sköpum í forsetakosningum. Sigur Hillary gaf henni aukinn kraft í fjáröflun sem hafði dalað og tilefni til að halda áfram allt til loka prófkjaranna í júní. Næst fram undan eru Norður-Karólína og Indiana; Obama er öruggur með sigur í fyrrnefnda ríkinu en tvísýnna er með hið síðarnefnda. Vegna sigursins í Penn- sylvaníu má Hillary við því að tapa í Norður-Karólínu, það væri gott fyrir hana að vinna í Indiana en hún heldur áfram hvernig sem fer. Þar á eftir koma Vestur-Virginía, Kent- ucky, Oregon og Púertó Ríkó, þar sem Hillary á að vinna allt nema Oregon. Síðustu tvö ríkin verða svo Suður-Dakota og Montana sem lík- lega falla Obama í skaut. Að prófkjörunum yfirstöðnum verður staðan líklega sú sama og nú, Obama verður með ríflegt for- skot kjörmanna og heildaratkvæða að Florida og Michigan ótöldum. Þar er sóknarfæri Hillary að benda á að Obama hefur ekki unnið þar sem mestu skiptir og hefur ekki stuðning þeirra kjósenda sem hing- að til hafa ráðið niðurstöðum kosn- inganna. Vandræði Obama FRIÐJÓN R. FRIÐJÓNSSON skrifar frá Bandaríkjunum MENNINGARMÁL Hátíð Jóns Sigurðs- sonar var haldin í fyrsta skipti í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær. Við það tilefni voru Guðjóni Frið- rikssyni sagnfræðingi veitt verð- laun Jóns forseta og 500 þúsund krónur. Verðlaunin eru veitt þeim ein- staklingi sem hefur unnið verk sem tengjast hugsjónum og störf- um Jóns, en Guðjón hefur ritað ævisögu hans. Hátíðin verður árlegur viðburð- ur héðan í frá. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, afhenti verðlaun- in og flutti ávarp, en forsætisnefnd úthlutar verðlaununum. - kóp Hátíð Jóns Sigurðssonar haldin í Kaupmannahöfn: Guðjón Friðriksson verðlaunaður VERÐLAUNIN AFHENT Sturla Böðvarsson afhendir Guðjóni Friðrikssyni verðlaun Jóns Sigurðssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.