Fréttablaðið - 25.04.2008, Page 10

Fréttablaðið - 25.04.2008, Page 10
10 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR TAKTU ÞÁTT Í AÐ MÓTA NÆSTU KYNSLÓÐ Úrvals kennarar Persónulegt andrúmsloft Samfellt vettvangsnám Spennandi möguleikar á skiptinámi Skólar eru ögrandi og gefandi vinnustaðir. Við Háskólann á Akureyri geta nemendur stundað nám til B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði og leikskólakennara- fræði. Námið er hægt að stunda í staðarnámi eða fjarnámi. Kynntu þér kennaranám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki DREKABANI Í LONDON Þessi maður, klæddur eins og heilagur Georg, þykist ráða niðurlögum græns dreka með volduga regnhlíf að vopni. Þeir eru að mótmæla fjáraustri ríkisins. Í baksýn er þinghúsið í London. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR „Þetta er stór dagur í orkusögu Íslands og sérstaklega í notkun á vistvænu eldsneyti,“ segir Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku. Vetnisljósavél var tekin í notkun í hvalaskoðunarbátnum Eldingu í gær, en það mun vera í fyrsta sinn í sögunni sem bátur ætlaður almenningi er knúinn með vetni. Hingað til hafa vetnistilraunir á sjó eingöngu verið hernaðarlegs eðlis og allar upplýsingar um þær af skornum skammti. Íslendingar brjóta því á ný blað í vetnismálum með þessari tilraun, nákvæmlega fimm árum eftir að fyrsta almenna vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun hér á landi árið 2003. Markmiðið með vetnisverkefn- inu um borð í Eldingu er að öðlast skilning á áhrifum sjávarhreyf- ingar, salts og annarra álagsþátta á vetnisljósavélina. Að sögn Jóns Björns er verkefnið eitt af mörg- um skrefum í þá átt að kanna til hlítar framtíðarmöguleika á nýt- ingu endurnýjanlegra orkulinda í íslensku samfélagi. „Ísland gæti orðið fyrst allra þjóða til að treysta eingöngu á innlendar auðlindir þar sem öll orkuvinnsla yrði sjálf- bær. Sú uppbygging sem hefur átt sér stað á síðustu árum, meðal annars í tilraunum með notkun vetnisbíla og strætisvagna, hefur skilað sér út í samfélagið og menn eru farnir að vinna beint með vetni og tæki tengdum því.“ Eldingarverkefnið er hluti af svokölluðu SMART-H2 verkefni sem hófst formlega í nóvember í fyrra. Ljósavélin í Eldingu mun verða keyrð í eitt og hálft ár og að þeim tíma liðnum verður sest yfir þær niðurstöður sem tilraunin skilar af sér og þær krufnar með áframhaldandi vinnu í huga. „Fyrstu niðurstöðurnar úr verk- efninu eru í raun þegar sjáanleg- ar, en þær voru að fá leyfi til að fara út á sjó með vetni. Það er í raun stærsti sigurinn. Þetta er til- raun og allar tilraunir af þessum toga eru af hinu góða. En við von- umst til að vetni geti nýst sem eldsneyti um borð í skipi í fram- tíðinni enda er ólíkt betra að brenna innlendri, hreinni orku í stað erlendrar, innfluttrar olíu,“ segir Jón Björn. kjartan@frettabladid.is Blað brotið í notkun vetnis Vetnisljósavél var tekin í notkun í hvalaskoðunar- bátnum Eldingu í gær, fimm árum eftir að fyrsta almenna vetnisstöðin var tekin í notkun hérlendis. SIGLT AF STAÐ Fjölmennt var um borð í Eldingu í gær. Meðal farþega voru Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismaður. Sigur Hillary í prófkjörinu í Penn- sylvaníu afhjúpar veikleika í kosn- ingabaráttu Obama sem gætu reynst honum þungir í skauti í haust, nái hann útnefningunni. Í Pennsylvaníu náði Hillary 62 pró- sentum af atkvæðum hvítra, 70 pró- sentum kaþólikka, 57 prósent um gyðinga, 58 prósentum kirkjugesta og 63 prósentum ellilífeyrisþega. Repúblikanar og John McCain gera sér vonir um að geta höfðað sér- staklega til þessara hópa meðal kjósenda demókrata og ætla að sækja á þá. Svokallaðir Reagan- demókratar, það eru kjósendur úr verkalýðsstétt sem eru íhaldssamir í mörgum siðferðismálum, eru gríðarlega mikilvægur kjósenda- hópur í lykilríkjum eins og Ohio og Pennsylvaníu. Þeir styðja Hillary og demókrata nú en það er alls ekki víst að sá stuðning- ur flytjist á Obama. Hann býr jú yfir gríðarlegu fjár- magni og her sjálf- boðaliða, en þegar tæplega þriðjungur kjósenda Hillary seg- ist ekki geta hugsað sér að kjósa Obama í haust eru það váleg tíðindi fyrir hann. Þessir kjós- endur hafa áður yfirgefið demó- krata og búa í ríkjum sem hingað til hafa skipt sköpum í forsetakosningum. Sigur Hillary gaf henni aukinn kraft í fjáröflun sem hafði dalað og tilefni til að halda áfram allt til loka prófkjaranna í júní. Næst fram undan eru Norður-Karólína og Indiana; Obama er öruggur með sigur í fyrrnefnda ríkinu en tvísýnna er með hið síðarnefnda. Vegna sigursins í Penn- sylvaníu má Hillary við því að tapa í Norður-Karólínu, það væri gott fyrir hana að vinna í Indiana en hún heldur áfram hvernig sem fer. Þar á eftir koma Vestur-Virginía, Kent- ucky, Oregon og Púertó Ríkó, þar sem Hillary á að vinna allt nema Oregon. Síðustu tvö ríkin verða svo Suður-Dakota og Montana sem lík- lega falla Obama í skaut. Að prófkjörunum yfirstöðnum verður staðan líklega sú sama og nú, Obama verður með ríflegt for- skot kjörmanna og heildaratkvæða að Florida og Michigan ótöldum. Þar er sóknarfæri Hillary að benda á að Obama hefur ekki unnið þar sem mestu skiptir og hefur ekki stuðning þeirra kjósenda sem hing- að til hafa ráðið niðurstöðum kosn- inganna. Vandræði Obama FRIÐJÓN R. FRIÐJÓNSSON skrifar frá Bandaríkjunum MENNINGARMÁL Hátíð Jóns Sigurðs- sonar var haldin í fyrsta skipti í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær. Við það tilefni voru Guðjóni Frið- rikssyni sagnfræðingi veitt verð- laun Jóns forseta og 500 þúsund krónur. Verðlaunin eru veitt þeim ein- staklingi sem hefur unnið verk sem tengjast hugsjónum og störf- um Jóns, en Guðjón hefur ritað ævisögu hans. Hátíðin verður árlegur viðburð- ur héðan í frá. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, afhenti verðlaun- in og flutti ávarp, en forsætisnefnd úthlutar verðlaununum. - kóp Hátíð Jóns Sigurðssonar haldin í Kaupmannahöfn: Guðjón Friðriksson verðlaunaður VERÐLAUNIN AFHENT Sturla Böðvarsson afhendir Guðjóni Friðrikssyni verðlaun Jóns Sigurðssonar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.