Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 30
Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Guðný Gunnlaugsdóttir gunnyg@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR fréttir „Elín Arnar ritstjóri Vikunnar hafði samband við mig á dögunum og bað mig um að stílisera blaðið,“ segir Haffi Haff, „make-up artisti“ og stílisti, en sérstakt stílbragð Haffa er ólíkt fyrra útliti Vikunnar. „Ég hef þegar hafið störf og er búinn að stílisera mína fyrstu forsíðu en auk forsíðunnar mun ég sjá um annað sem tengist tísku og fegurð í blaðinu,“ segir Haffi en hann sér einnig um förðunina fyrir forsíðuna. „Ég mun leggja mikla áherslu á að hver forsíða nái að endurspegla persónuleika þess sem prýðir forsíðuna hverju sinni og er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir,“ segir Haffi og hlakkar mikið til að takast á við þetta spennandi verkefni. „Ég hef þó ekki alveg sagt skilið við förðunarverslunina Mac og mun halda áfram að vinna þar meðfram nýja starfinu,“ segir Haffi að lokum. bergthora@frettabladid.is Haffi Haff hlakkar til að setja sitt handbragð á tímaritið Vikuna. „Ég tók helgina út í fyrra fallinu en ég var að koma frá Búðum með manninum mínum og því ætla ég að taka helginni rólega og safna kröftum fyrir vinnuvikuna. Föstudagur- inn fer að mestu í æfinginar hjá mér fyrir söngleikinn Ást er diskó-lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason en hann verð- ur frumsýndur næsta fimmtudag í þjóð- leikhúsinu. Dóttir mannsins míns, Una verður hjá okkur um helgina og við eigum örugglega eftir að gera eitt- hvað skemmtilegt með henni. Síðan ætla ég að slappa af og hvíla mig og hver veit nema ég skelli mér í nudd.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona Ég tók þátt í undankeppni fyrir sjálfa keppn- ina í Iðnskólanum í Reykjavík en þar voru vald- ir þrír nemar til að fara út og keppa fyrir Ís- lands hönd,“ segir Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, fjórða árs nemi í hárgreiðslu, en hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og lenti í öðru sæti í alþjóð- legu hárgreiðslukeppninni IAHS í flokknum fant- asíugreiðslur. IAHS eru alþjóðleg samtök hár- greiðslufólks sem fara sífellt stækkandi en þetta er tíunda sinn sem þessi keppni er haldin. „Þar sem ég fékk svona kjörið tækifæri langaði mig til að vekja fólk til umhugsunar um hvað túlk- un trúarbragða hefur oft verið konum fjandsam- leg í gegnum tíðina og ákvað ég því að mitt þema skyldi tileinkað þeim málstað og vann ég þemað mitt út frá því,“ segir Katrín en hún samdi einn- ig ljóð sem dúkkan bar um hálsinn og vakti mikla athygli viðstaddra. „Ég var mjög ánægð með að fá silfrið fyrir greiðsluna vegna þess að þessi umræða sem þemað mitt vannst út frá hefur oft á tíðum verið við mjög viðkvæm og eitthvað sem er ekki leyfilegt að ræða,“ bætir Katrín við. „Keppnin er haldin árlega en að þessu sinni fór hún fram í borginni Bury St. Edmunds á Eng- landi. Í ár voru þar fjörutíu keppendur alls stað- ar að úr heiminum, frá Norðurlöndunum, Ástral- íu, Englandi og Írlandi og Kóreu, sem tóku þátt en keppt var í nokkrum flokkum,“ segir Katrín alsæl með keppnina sem hún segir að hafi verið mikill skóli. „Að ári liðnu verður keppnin haldin hér á Íslandi í annað skipti en ég fann fyrir mikl- um áhuga þar ytra fyrir Íslandi og verður örugg- lega metþátttaka í keppninni,“ segir Katrín að lokum. bergthora@365.is HÁRGREIÐSLUNEMINN KATRÍN ÓSK GUÐLAUGSDÓTTIR GERIR ÞAÐ GOTT Hreppti annað sætið Fantasíugreiðsla Katrínar lenti í öðru sæti keppn- innar en hún vann verkefnið út frá andlegu ofbeldi á konum. Katrín Ósk hárgreiðslunemi hefur verið á samningi hjá Toni&Guy í tæp fjögur ár. Stílisera kvennablað F atahönnunarfélag Íslands stendur fyrir sýningu í port- inu í Hafnarhúsinu dagana 25. og 26. apríl undir nafninu „Showroom Reykjavík“. Fyrirmyndin að sýningunni eru erlendar sölusýningar sem fata- framleiðslufyrirtæki taka þátt í til að koma vöru sinni á markað. „Það hefur verið lengi í deiglunni að halda sýningu sem þessa en mikil samstaða hefur ríkt hjá íslensk- um fatahönnuðum til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Sýn- ingin er vonandi fyrsti vísirinn að Íslenskri tískuviku sem okkur dreymir um að halda,“ segir Gunnar Hilmarsson, formað- ur Fatahönnunarfélags Ís- lands. Markmið sýningarinn- ar er að tengja íslenska fata- hönnuði við almenning, fjölmiðla og innkaupa- fólk verslana. „Það er nauðsynlegt fyrir fé- lagið að sýna hversu fjölbreytt flóra er í gangi og hversu góð íslensk fatahönnun er. Þetta er líka tæki- færi fyrir almenning til að sjá stóran hluta starf- andi hönnuða á Íslandi á einum stað,“ segir Gunn- ar en greinin sem slík hefur vaxið mjög hratt hér á Íslandi síðustu misseri og það eru æ fleiri íslensk fyrirtæki sem sækja í sig veðr- ið á erlendum mörkuðum með ári hverju. „Framtíð íslenskra fata- hönnuða er björt og hönnunarlega séð eru þeir vel samkeppnishæf- ir á erlendri grund, það vantar þó enn hefð fyrir viðskiptahliðinni og reynslu þaðan,“ segir Gunnar og bætir því við að íslensku fyr- irtækin sem fjárfesta í erlend- um tískufyrirtækjum mættu vera duglegri að tengja innlenda og er- lenda aðila saman. Sýningin verður opnuð með móttöku í dag milli kl. 17 og 19. Sýningin verður einnig opin á morgun 26. apríl frá kl. 10 til 17. Fatahönnunarfélag Íslands heldur risastóra sölusýningu eins og tíðkast erlendis Dreymir um íslenska tískuvikuSNÆFRÍÐUR OG FERÐABAKTERÍAN Ferðamálabakterían hefur hel tek- ið blaðakonuna Snæfríði Inga- dóttur sem eitt sinn ritstýrði flug- blaði Iceland Express. Í haust byrj- aði hún í leiðsöguskólanum og á vormánuðum mun bókin, 50 crazy things, koma út en bókin er ferða- mannahandbók á ensku. Í bók- inni er að finna fullt af góðum hug- myndum fyrir ferðamenn sem leita að hressilegri og eftirminnilegri upp- lifun af landi og þjóð og segir sagan að það sé ekki minnst einu orði á Gullfoss eða Geysi í bókinni. 50 crazy things er samstarfs- verkefni Snæfríðar og Þorvaldar Kristmunds- sonar (ÞÖK) en þau gerðu matreiðslubók- ina Opið hús fyrir þremur árum. JÓI FEL KEYPTI KJÓL Á KONUNA Stjörnubakarinn og vöðvabúnt- ið, Jói Fel, kann ekki bara að búa til ljúffengar hnallþórur heldur kann hann að tríta konuna sína vel. Í vik- unni sást til hans þar sem hann var að kaupa Donnu Karan-kjól handa frúnni versluninni Evu á Laugavegi. Ekki ónýtt að fá svona sumargjöf! NÝTT PAR Fjölmiðlamaðurinn, Jón Axel Ólafs- son, flýgur á vængjum ástarinnar þessa dagana eftir að hann krækti í sætu þuluna, Sigurlaugu Jónsdótt- ur. Parið hefur sést mikið saman að undanförnu og segja þeir sem til þekkja að þau passi mjög vel saman. Þessir hönnuðir sýna í Hafnarhúsinu: Andersen & Lauth ásta créative clothes Cintamani ELM Farmers Market HANNA Hidden Goods ÍSTEX Sonja Bent EYGLÓ Lykkjufall Mundi Design FORYNJA Raxel Starkiller Steinunn Orginal.is ZO-ON 66° Norður Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands, segir markmið sýningarinnar að tengja íslenska fatahönn- un og almenning. Með honum á myndinni er Kolbrún Pet- rea Gunnarsdóttir, eiginkona hans. Steinunn Sigurðardótt- ir verðlaunahönnuður sýnir í Hafnarhúsinu. 2 • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.