Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 78
46 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Um tuttugu. 2 Um sextíu. 3 Piparúða og kylfum. BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. skaði 6. frá 8. hár 9. nafar 11. ryk 12. brambolt 14. digurmæli 16. í röð 17. húsfreyja 18. sauðaþari 20. utan 21. útmá. LÓÐRÉTT 1. skraf 3. tvíhljóði 4. garðplöntuteg- und 5. angan 7. forskot 10. pípa 13. hrós 15. klasi 16. kæla 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. bagi, 6. af, 8. ull, 9. bor, 11. im, 12. brölt, 14. grobb, 16. íj, 17. frú, 18. söl, 20. án, 21. afmá. LÓÐRÉTT: 1. rabb, 3. au, 4. glitbrá, 5. ilm, 7. forgjöf, 10. rör, 13. lof, 15. búnt, 16. ísa, 19. lm. „Mér finnst Sushibarinn á Laugaveginum góður. Ég kaupi mér gjarnan smá sushi þar á föstudögum.“ Björn Ingi Hilmarsson, leikari. Nýjasta kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, brýtur að öllum líkindum blað í íslenskri kvik- myndasögu þegar hún verður frumsýnd. Þar verður sýnt frá alvöru hjartaskurðaðgerð sem hjartaskurð- læknir á Landspítalanum framkvæmdi. Aðgerðin og tökurnar hafa farið fram en undirbúningur fyrir þennan einstaka viðburð stóð yfir í tæp tvö ár. Raun- verulegu hjartaaðgerðinni verður síðan blandað inn í tilbúna aðgerð í kvikmyndinni þannig að ekki er víst að áhorfendur sjái muninn. „Ég hafði fyrirfram mestar áhyggjur af því að það myndi líða yfir mig. Og það var kannski til að bæta gráu ofan á svart að ég er mjög spítalahræddur maður. En eftir þessa reynslu er alveg ljóst að ég myndi treysta þessum færu starfsmönnum fyrir hjartanu mínu,“ segir Dagur Kári í samtali við Frétta- blaðið. Leikstjórinn útskýrir að tökuliðið hafi verið eins fámennt og mögulegt var, aðeins hann, aðstoðar- maður og tökumaður hafi verið viðstaddir. Dagur vann mikla rannsóknarvinnu fyrir tökuna, fékk að vera viðstaddur nokkrar aðgerðir til að undir- búa sjálfan sig og skoða aðstæður. „Þetta var alveg mögnuð upplifun því þegar svona aðgerðir hafa verið sýndar í fræðslumyndum hef ég yfirleitt lokað aug- unum eða skipt um stöð. En það er svo undarlegt að þetta er auðveldara þegar maður er á staðnum og það var stórkostlegt að sjá í hversu öruggum höndum sjúklingurinn er,“ segir Dagur sem hafði fyrst og fremst áhuga á að mynda handbragðið við slíkar aðgerðir og því voru hvorki líffæri né sjúk- lingur í aðalhlutverki. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurð- læknir á Landspítalanum, framkvæmdi aðgerðina sem sést í kvikmyndinni. Hann segir að öll tilskilin leyfi hafi fengist fyrir kvikmyndatökunni, hjá bæði sjúkl- ingnum og æðstu ráðamönnum á Land- spítalanum. „Þetta hefði ekki verið fram- kvæmanlegt ef ekki hefði verið fyrir samvinnu margra aðila. Þetta var undirbúið í smáatriðum og tökuliðið hafði engin áhrif á aðgerðina, hún var framkvæmd á venjulegan hátt og án röskunar,“ segir Tómas sem tekur skýrt fram að þeir hefðu aldrei gefið samþykki sitt fyrir þessu ef þeir væru ekki fullvissir um að þetta væri fram- kvæmanlegt án nokkurra hnökra. Tómas mun einnig koma að tækni- brelluatriðinu og aðstoða við að hanna líkan af hjarta og veita tökuliðinu ráðgjöf. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu munu stórstjörnurnar Paul Dano og Brian Cox leika aðalhlutverkin í kvikmynd- inni en tökur á The Good Heart hefjast í næstu viku hér á landi. freyrgigja@frettabladid.is DAGUR KÁRI: THE GOOD HEART BRÝTUR BLAÐ Í KVIKMYNDASÖGUNNI Dagur Kári kvikmyndar al- vöru hjartaaðgerð fyrir bíó MÖGNUÐ LÍFSREYNSLA Dagur Kári Pétursson segir það hafa verið magnaða lífsreynslu að vera viðstaddur hjartaskurðaðgerð. TVEGGJA ÁRA UNDIRBÚNINGUR Tómas Guðbjartsson framkvæmdi aðgerðina sem sést í kvikmyndinni The Good Heart. Í maí útskrifast Birgitta Haukdal frá söngskóla í Danmörku sem hún er búin að vera í undanfarið ár. Sumarvinna söngkonunnar verður meðal annars að taka upp Ávaxta- körfuna fyrir RÚV, en þættir unnir upp úr þessum vinsæla barna- söngleik verða teknir til sýninga á næsta vetri. Nýlega komu á ton- list.is tvö endurunnin lög af plötu Birgittu, Ein. Það voru tveir Bretar sem búa í Reykjanesbæ, þeir Simon Latham og Pete Lunn, sem endur- unnu lögin og settu í danstónlist- argír. Íslenska smokkaplakatið frá 9. áratugnum er enn meðal best heppnuðu auglýsingaherferða Íslandssögunnar. Þar var frægu fólki safnað saman og látið flippa með smokka. Nú er svipuð herferð í burðarliðnum þar sem þekktir Íslendingar verða látnir setja öryggið á oddinn. Þetta er reyndar auglýsing fyrir reiðhjólahjálma og það er Umferðarstofa sem lætur gera hana. Gamanleikarinn Bjarni Haukur nýtur mikilla vinsælda, ekki síst meðal helstu sjónvarpsstjarna og þáttagerðarmanna Stöðvar 2. Þannig var Bjarni í ágætu viðtali hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni í þættinum Mannamál og nú er Jón Ársæll að vinna þátt um Bjarna í þáttaröðina Sjálfstætt fólk. Í næsta Mannamáli er hins vegar von á manni úr annarri átt. Þá mun Mikael Torfason setjast hjá Sigmundi og ræða endurútgáfu bókar sinnar Falskur fugl sem Mikael er að dreifa nú um stundir. - glh/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Nei, það hefur ekkert verið kvartað undan þessu,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, sem á og rekur Digital Ísland og Frétta- blaðið. Á Digital Ísland hafa áhugasamir og áskrifendur getað nálgast ljósblátt erótískt efni á sjónvarpsstöðinni Blue Hustler en að undanförnu hefur svo brugðið við að grófu klámefni er dreift eftir klukkan ellefu á kvöldin. Ari segir það ekkert launungarmál að ákveðið hafi verið að breyta efninu til að bæta samkeppnisstöðu Digitalsins en í gegnum svokallað VOD-kerfi Símans hefur mátt leigja gróft klámefni með fremur einföldum hætti. Ari segir hins vegar að menn þurfi að bera sig eftir björginni, stöðin sé læst með lykil orði og menn þurfi að biðja um að vera áskrifendur að stöð- inni. „Menn ramba því ekkert inn á Blue Hustler fyrir einhverja tilviljun,“ segir Ari. „Það krefst ákveðins frumkvæðis af hálfu neytandans að horfa á svona efni.“ Ari bendir jafnframt á að í bókabúðum sé hægt að finna tímaritaefni frá sama vörumerki, Hustler, og að myndefnið á sjón- varpsstöðinni sé ekkert grófara en það sem þar megi lesa um og sjá. Hann bendir einnig á að nýverið hafi mál verið látið niður falla á hendur 365 og Skjá heims vegna dreifingar á klámefni en Skjár heimur hefur Playboy-rás- ina innan sinna vébanda. Ari segir jafnframt að Digital Ísland hafi lögin sín megin, leyfi- legt sé að dreifa sjónvarpsstöð sem sé lögleg í sínu heimalandi og í einhverju öðru Evrópulandi. Þetta standi skýrt og greinilega í samþykktum Evrópusambands- ins um evrópska efnahagssvæðið. „Svo lengi sem stöðin uppfyllir skilyrðin um sjónvarp án landa- mæra: að svona efni sé ekki dreift nema seint á kvöldin og að það sé ekki aðgengilegt börnum. Og Blue Hustler fellur undir öll þau skilyrði. Auk þess sem við höfum ekkert verið að auglýsa hana neitt sérstaklega.“ -fgg Hörð samkeppni um gróft klámefni ALLT INNAN RAMMA LAGANNA Grófu klámefni er dreift á klámrásinni Blue Hustler. Og því dreifa nú bæði Síminn og 365 klámefni fyrir þá sem það vilja. Skagamaðurinn Kristinn Einars- son, sem tók þátt í erfiðustu skíðagöngukeppni heims á Græn- landi á dögunum, og Hans Stephensen ætla að hjóla tvö þús- und kílómetra um Noreg í ágúst. Kristinn hjólaði 1.100 km um Noreg í fyrra á aðeins átta dögum og ætlar hann að ljúka ferðalagi sínu um landið í sumar með þrem- ur félögum sínum. Hafa þeir áætlað tvær vikur í ævintýrið en þess má geta að hringvegurinn um Ísland er 1.339 km. „Við erum nokkrir gaurar sem erum í þessu. Við fórum í kajakleiðangur til Grænlands fyrir tveimur árum og höfum verið að gera eitthvað á hverju ári. Það fer eftir því hvað hverjum og einum dettur í hug,“ segir Kristinn, sem segir tiltölu- lega auðvelt að hjóla í Noregi. „Þetta eru aðallega dalir. Það er rosalega fallegt þarna og maður horfir eiginlega á flest annað en veginn. Noregur er frábært land til að hjóla í.“ Auk þess að hjóla, skíða og sigla er Kristinn mikill sjósunds- maður og synti meðal annars Drangeyjarsund fyrir nokkrum árum. Hefur hann verið duglegur að synda í ísköldum sjónum á Grænlandi þar sem hann starfar sem smiður fyrir Ístak. „Maður er í raun og veru að takast á við sjálfan sig og sjá hvað maður getur gert,“ segir Kristinn um ævintýramennskuna. Hann ætlar að skíða 160 km á Grænlandi á næsta ári ásamt Hans í stað þeirra hundrað sem þeir fóru fyrir skömmu. „Þetta var rosalega skemmtilegt en tók virkilega á. Þetta var ekki bara skíðamennska, heldur líka fjalla- mennska, sem gerir þetta meira spennandi.“ - fb Ofurhugi hjólar um gjörvallan Noreg KRISTINN EINARSSON Kristinn Einarsson ætlar að hjóla tvö þúsund kílómetra um Noreg í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.