Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 48
útlit smáatriðin skipta öllu máli E ftir dimman og þungan vetur er ekkert eins heill- andi eins og að fá smá sól í andlitið og hita í kropp- inn. Á norrænum slóðum er þó ekki alltaf hægt að biðja um allt og því verður þjóðin að leita annarra leiða til þess að líta ekki út fyrir að vera framliðin. Eftir að ljósabekkjanotkun fór að flokkast sem hættuleg athöfn fóru brúnkukremin að ryðja sér rúms. Í dag eru þau orðin svo fullkomin að það þarf varla sérfræðikunnáttu til að bera þau á kroppinn. Lancôme er komið með nýtt brúnkukrem á markað sem er sérstak- lega ætlað á fótleggina og Helena Rubinstein hefur sett nýja sólar- línu á markað sem ver húðina og veitir fallega brúnku. Það þarf þó að ganga hægt inn um dyr brúnku- heimsins og gæta þess að velja brúnkukrem sem hentar hverjum og einum svo við verðum ekki eins og umhverfisslys, app- elsínugul eða eins og sebrahestur. martamaria@365.is Brúnkukrem fyrir fagurkera Falleg brúnka er ekki of mikil heldur fær húðina til að ljóma. Low SPF 6 Golden Beuty olían frá Hel- enu Rubinstein er borin á líkamann til að fá fallegan lit. Í henni er vörn númer 6 sem ver okkur gegn útfjólubláum geislum um leið og hún gefur lit. Lancôme er með fullkomið brúnku- krem sem er ætlað á fæturna. Það smýgur inn í húðina og gerir leggina lögulega og flotta. Sun Care frá Helenu Rubinstein er sér- stakt brúnkukrem fyrir andlitið. Það gefur mjúka áferð og smýgur auð- veldlega inn í húðina, klístrar ekki og myndar ekki hvítar rákir. Er hægt að biðja um meira? MASKARI SEM ER SKART Nýi maskarinn, Glorious, frá Helenu Rubinstein hefur þá eigin- leika sem góður maskari þarf að hafa. Hann sveigir og þykkir augnhárin án þess að þurrka þau upp. Svo skemmir ekki fyrir að hann er í sérlega fallegum upbúðum og því gaman að taka hann upp í návist annarra kvenna. Á dögunum fór ég með vinkonum mínum í sannkallaða ævintýraferð til Ítlaíu. Nema hvað, að í öllum asanum yfir far- miðkaupunum, láðist okkur að athuga hvort við fengjum gistingu á áfangastaðnum. Þegar við áttuðum okkur á því að það væri ómögulegt að fá gistingu í borginni þessa til- teknu daga var ekkert annað í stöðunni en að hafa uppi á gömlum vini fyrrverandi elskhuga vinkonu minnar. Þegar ég spurði vinkonu mína um vininn sem ætlaði að veita okkur gistingu varð fátt um svör en stuttu síðar datt það upp úr henni að hann væri svona „mömmuítali“. Þar sem ég hef bara verið í hlutverki túrista þegar ég hef heimsótt landið gat ég ómögulega ímyndað mér við hvað hún átti. Í mínum huga hafa ítalskir menn alltaf verið samnefnari yfir snyrti- mennsku og smekklegheit. Einhvern veginn ímyndaði ég mér alltaf að þeir væru upp til hópa forríkir með snekkjulykla í vasanum. Ekki veit ég hvaðan ég hef þessar hugmyndir en líklega hafa mennirnir á Cinque Terre og Portofino allir verið steyptir í sama mót. Í Mílanó er þetta ekki alveg svona og gæinn sem við gistum hjá var langt frá því að vera eins og klipptur út úr ítalska Vogue og íbúð- in hefði smellpassað inn í „allt í drasli“. Reyndar vantaði ekki Ajax- lyktina en þegar ég horfði á manninn skúra einn morguninn varð mér allri lokið enda hrærði hann bara í skítnum og notaði sama skúringa- vatnið þá daga sem við dvöldum á heimilinu. Í búðinni var ekki ísskáp- ur heldur gamalt kælibox frá Pepsí sem var ekki í sambandi því það hefur eflaust eytt of miklu rafmagi. Eftir nokkra daga á heimili „mömmuítalans“ fór ég að spyrja þær nánar út í þessa tegund af karlmönnum. Þá kom í ljós að þorri gæj- anna sem reyndu við þær á börunum á námsárunum bjó ennþá á Hótel Mömmu þrátt fyrir að vera komnir yfir þrítugt. Í flestum tilfell- um voru þeir heldur ekkert að spá í að ná langt í lífinu með menntun, vinnusemi og dugnaði. Hver þarf að hugsa um það ef það er einhver til staðar til að strauja af sér nærbrækur og gefa sér að borða. Ég veit ekki hvort „mömmuítalinn“ sem við gistum hjá er svona arfavinsæll dagsdaglega en á meðan á heimsókn okkar stóð var stöð- ugur gestagangur frá hinum „mömmuítala“-vinum hans. Og það var alveg sama hvort klukkan var þrjú að nóttu eða sjö að morgni. Eftir ferðina er ég þó alsæl, víðsýnni en aldrei fyrr enda hefði ég aldrei upplifað þessa sönnu „mömmuítala“-stemningu ef ég hefði gist á flottu hóteli. Ég mun þó geyma þessa lífsreynslu í hjartanu og þegar einhver mun hallmæla íslenskum mönnum í mín eyru mun ég taka upp hanskann fyrir hinn íslenska karlpening. Í mínum huga eru þeir verð- launagripir! Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Íslenskir verðlaunagripir … nema fá þér fal- leg sólgleraugu. Gucci, Dior og Marc Jacobs eru alger- lega málið. … nema fara í High Tea á Hilton-hót- elinu. Er hægt að neita sér um kampa- vín og gómsætar kræsingar? … nema láta spá fyrir þér. Á svona óvissutímum er alltaf gott að fá smá innsýn inn í hið óþekkta. … nema taka fram hjólið og taka salíbunu í kring- um borgina. Þegar bens- ínlítrinn kostar 146 krón- ur er ekkert annað í boði en að gera allt til að komast hjá því að rúnta um á einkabíl. … nema bera á þig smá sólarpúður til að fá enn þá meiri glampa í andlitið. þú kemst ekki í gegnum vikuna … 12 • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.