Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 4
4 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR SVÍÞJÓÐ, AP Verkfall hjúkrunar- fræðinga í Svíþjóð harðnar stöðugt en 900 hjúkrunarfræðing- ar til viðbótar hefja verkfall í dag og á morgun. Þegar eru um 2.500 hjúkrunarfræðingar í verkfalli víðs vegar um Svíþjóð. Sjö þúsund hjúkrunarfræðingar leggja niður störf hinn 7. maí verði samkomulagi ekki náð. Um 100 þúsund heilbrigðis- starfsmenn í Danmörku eru í verkfalli og krefjast hækkunar launa upp á fimmtán prósent. „Yngri bróðir minn er lestar- stjóri og hann fær 26.500 [sænskar] krónur á mánuði og ég fæ 20 þúsund eftir þriggja ára starf á bráðadeild í Stokkhólmi,“ segir Sophie Uppvik, 36 ára hjúkrunarfræðingur. „Það er alveg ferlegt.“ - ghs Sænskir hjúkrunarfræðingar: Um 900 bætast við í verkfallið FJÖLMIÐLAR Björn Bjarnason dómsmálaráðherra birti á vefsíðu sinni meiðandi ummæli sem honum hafði borist í tölvubréfum eftir aðgerðir lögreglunnar gegn mótmælendum við Rauðavatn í fyrradag. Á meðal þess sem sendendur sögðu var að hann ætti að skjóta sig og annar óskaði honum þess að fá banvænan sjúkdóm sem hann mætti þjást lengi af. „Ég geri ekki meira með þessi orð,“ segir Björn spurður hvernig hann bregðist við. „Ég birti þessar færslur til að gefa lesendum sýn inn í hugarheim þeirra, sem skrifa textann.“ - jse Björn Bjarnason á vef sínum: Birtir meiðandi ummæli BJÖRN BJARNASON MÓTMÆLI Átök brutust út í gær þegar bílstjórar mættu til að sækja bíla sína sem voru í vörslu lögreglu. Einn viðstaddra kýldi lögreglumann og var að vonum snúinn niður og handtekinn. Lög- reglumaðurinn er mikið bólginn og líklega nefbrot- inn. Bílarnir voru á geymslusvæði við Kirkjusand sem lögreglan hefur aðgang að. Bílstjórar mættu til skýrslutöku á lögreglustöð og að því búnu hugðust þeir sækja bíla sína. Einhverjir voru búnir að fá bílana afhenta þegar atvikið átti sér stað. Fyrrverandi bílstjóri átti þá í orðaskaki við lögregluþjón og kýldi hann í framan með fyrrgreindum afleiðingum. Árásarmaðurinn er í vörslu lögreglu. Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, sagðist í viðtölum ekki kannast við manninn, sem þó hefur komið fram sem talsmaður bílstjóra. Lögreglan gerði hlé á afhendingu bílanna en hún hófst aftur upp úr klukkan 18 í gær. Eigendur sportbíla mótmæltu í gær með hægakstri við mót Kringlumýrar- og Suðurlandsbrautar. Bíll Sturlu Jónssonar er óökufær. „Mér sýnist þeir hafa brotið stýrislásinn, auk rúðunnar bíl- stjóramegin, og svo er drifskaftið úr bílnum,“ segir Sturla. Hann segir lögfræðinga á vegum raunveru- legra eigenda bílsins, Lýsingar fjárfestingarfélags, vera með málið á sinni könnu. „Það er klárt að við munum sækja bætur til lögreglunnar vegna bílsins og vinnutaps hjá mér.“ Lögreglan hefur safnað gögnum um bílstjóra í mótmælum undangenginna vikna. Hörður Jóhannes- son yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort bílstjórarnir verði ákærðir. Málið sé í hefðbundnum farvegi innan kerfisins og koma verði í ljós hvort lögregla muni mæla með því að ákæra verði gefin út. Norðlingaholtsátökin hafa vakið athygli út fyrir landsteinana og hefur bandaríska fréttastofan CNN fjallað um þau á heimasíðu sinni. Þar má sjá upptöku af mótmælunum, en hana má líka sjá á Youtube. Vel á þriðja tug þúsunda höfðu séð það á síðunni í gær, en myndbandið er birt undir heitinu „lögregluofbeldi á Íslandi“. Heimildarmaður CNN á Íslandi, Halldór Sigurðsson, fullyrðir að þjóðin styðji mótmæli bílstjóranna. Bílstjórar hafa sakað lögreglu um að hlera síma þeirra en lögregla þvertekur fyrir það. Einar Árnason, einn bílstjóra, segir grunsemdir bílstjóra tilkomnar vegna þess hve vel lögregla er upplýst um aðgerðir þeirra. Hún sé ætíð mætt á svæðið um leið og þeir og því telji þeir að hún hleri síma þeirra. kolbeinn@frettabladid.is Átökin halda áfram Lögregluþjónn var kýldur við geymsluplan lögreglu í gær. Bílstjórar fordæma atvikið. Mál þeirra í farvegi innan kerfisins. Sportbílaeigendur mótmæltu í gær. MEIDDUR Lögregluþjónninn var töluvert meiddur eftir árás mannsins. SNÚINN NIÐUR Árásarmaðurinn hélt enn í lögreglumann- inn þegar hann var snúinn niður. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 13° 18° 16° 13° 17° 18° 17° 13° 14° 25° 21° 17° 17° 30° 24° 29° 19° 8 8 10 8 -3 -2 -1 338 9 Á MORGUN 5-13 m/s. -3 -1 SUNNUDAGUR 5-10 m/s. 5 8 5 7 FRYSTIR UM HELGINA Þær eru hálf kuldalegar veður- horfurnar fyrir Norðurlandið um helgina. Hann er að snúa sér í norðlæga átt og samfara því frystir. Syðra mun kólna en þó verður hitinn þar að deginum yfi r frostmarki. Hins vegar gæti fryst sunnan til aðfara- nótt sunnudagsins. 4 8 8 7 5 10 2 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Missti stjórn á hjólinu Vélhjólaslys varð á Hörgárbraut á Akureyri í gær er ökumaður um þrítugt missti stjórn á hjóli sínu þegar hann prjónaði yfir sig. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu. LÖGREGLUFRÉTTIR KJARAVIÐRÆÐUR Viðræður eiga sér stað um launaliðinn í kjaravið- ræðum Félags íslenskra grunnskólakenn- ara og samninga- nefndar sveitar- félaganna. Ólafur Lofts- son, formaður Félags íslenskra grunnskólakenn- ara, segir að viðræðurnar gangi vel, nefndirnar séu orðnar ásáttar um ýmis atriði en eftir sé raða bútunum saman í heildarmynd og það verði ekki gert alveg strax. „Það verður ekkert helgarfrí hjá okkur ef við teljum okkur komast eitthvað áfram,“ segir Ólafur. Stefnt er að því að gera samning til eins árs. - ghs Grunnskólakennarar: Heildarmynd að komast á samningana ÓLAFUR LOFTSSON SARAJEVO, AP Stríðsdómstóllinn í Bosníu vill að Norðmenn sekti tvo fanga fyrir að neita að bera vitni í Bosníu-Hersegovínu. Í tilkynn- ingu frá dómstólnum segir að Vidoje Blagojevic og fangi sem nefndur er sem „S4“ hafi neitað að bera vitni í réttarhöldunum yfir Milos Stupar, sem ákærður er fyrir þjóðarmorð vegna morðs á múslimum í borginni Srebreni- ca árið 1995. Blagojevic var dæmdur fyrir stríðsglæpi í Hollandi fyrir nokkrum árum og afplánar nú átján ára fangelsisdóm í Noregi. „S4“ afplánar dóm í Noregi en ekki er vitað fyrir hvað. - ghs Stríðsdómstóll í Bosníu: Vill að Noregur sekti tvo fanga SKIPULAGSMÁL Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands (HÍ), hefur sent Vilhjálmi Vilhjálmssyni, formanni borgarráðs, bréf þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirhuguð kaup S8 ehf. á stækkaðri lóð við Sturlugötu 8. Fer hún fram á að borgarráð staðfesti ekki þann samning. Í bréfinu segir að lóðin sé innan Háskólasvæðisins og úthlutun hennar án samþykkis Háskólans gangi í berhögg við þær skuldbindingar sem Reykjavíkur- borg hafi gengist undir gagnvart skólanum. Í bréfinu er vakin athygli á því að skólinn sé í örum vexti og eftirspurn eftir íbúðum fyrir stúdenta sé mikil en landrými hans sé af skornum skammti. Einnig segir að það sé óviðunandi að borgin selji lóð á svæði HÍ, sérstaklega í ljósi þess að borgarráð hafi nýlega samþykkt að leggja til um tuttugu hektara lands undir starfsemi Háskólans í Reykjavík. Ekki náðist í Vilhjálm Vilhjálmsson eða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Borgarráð kemur saman í dag. - jse Háskólarektor sendir formanni borgarráðs bréf: Borgin stendur ekki við samninga KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR HÁSKÓLAREKTOR Fyrirhuguð sala borgarinnar á lóð innan Háskólasvæðisins er háskólarektor ekki að skapi og segir hún borgina ekki standa við skuldbind- ingar gagnvart skólanum ef af verði. Varð fyrir árás Maður á þrítugsaldri varð fyrir líkams- árás inni á skemmtistaðnum NASA snemma í gærmorgun. Talið er að hann hafi hlotið beinbrot í andliti og var hann fluttur á slysadeild. Ferðamenn í veltu Þrír erlendir ferðamenn hlutu minni- háttar meiðsl í bílveltu á þjóðvegi eitt á Mýrdalssandi um klukkan 13 í gær. Bifreið þeirra er óökufær. GENGIÐ 23.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 150,0292 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 73,40 73,76 146,09 146,81 117,11 117,77 15,694 15,786 14,794 14,882 12,579 12,653 0,7115 0,7157 120,65 121,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR „Tvímælalaust ein af sterkustu skáldsögum ársins.“ (B.Þ.V. Morgunblaðið) SE IÐ A N D I S TÍ LS N IL LD „Og stíllinn er meistara- legur. Kaldhamraður og beittur, algerlega stælalaus og engu orði ofaukið. Geri aðrir betur … Einn athyglis- verðasti íslenski höfundur sem ég hef lesið lengi.“ (F.B. Morgunblaðið) www.salka.is Verðlaunabækur, loksins í kilju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.