Fréttablaðið - 06.05.2008, Side 2

Fréttablaðið - 06.05.2008, Side 2
2 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Er miki› álag í skólanum? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Streita og kví›i, skyndibitafæ›i, sætindi, stopular máltí›ir – allt þetta dregur úr innri styrk og einbeitingu, veldur þróttleysi og getur raska› bæ›i ónæmiskerfinu og meltingunni. LGG+ er sérstaklega þróa› til a› vinna gegn þessum neikvæ›u áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA Jón, hvernig er að vera loksins orðinn heiðurs-hnakki? „Næst er það fálkaorðan.“ Jón Ólafsson og félagar hans í hljóm- sveitinni Nýdönsk fengu afhent sérstök heiðursverðlaun á Hlustendaverðlaunum FM957 um helgina. UMFERÐARÖRYGGISMÁL Gengið gegn slysum er yfirskrift fjöldagöngu gegn umferðarslysum sem fram fer á fimmtudaginn, 8. maí næstkomandi. Með göngunni vilja göngumenn votta fórnarlömbum slysa og aðstandendum þeirra samúð og stuðning og vekja almenning til umhugsunar um hve slys geta haft alvarlegar og víðtækar afleiðingar. Þúsundir manna tóku þátt í göngunni í fyrra. Hópur hjúkrun- arfræðinga stendur fyrir göng- unni. - ovd Fjöldaganga á fimmtudaginn: Gengið gegn slysum 8. maí AUSTURRÍKI, AP Lögregla sem rannsakar mál Josefs Fritzl greindi frá því í gær að hún teldi að hann hefði hafið undirbúning að því að loka dóttur sína, Elísabetu, inni í kjallaraprísund þegar árið 1978, þegar Elísabet var tólf ára. Hann lét síðan verða af því þegar hún var orðin átján ára, árið 1984. Vísbendingin sem leiddi lögregluna til þessara ályktana er að Fritzl sótti árið 1978 um leyfi hjá bæjaryfirvöldum til að gera víðtækar breytingar á fjölbýlis- húsi sínu í Amstetten. Verjandi Fritzl sagði í gær sennilegt að við málsvörn hans fyrir rétti verði borið við geðveiki. - aa Sifjaspellsmálið í Austurríki: Hóf undirbún- ing árið 1978 LÖGREGLUMÁL Sex ára stúlka fannst heil á húfi eftir að hafa verið saknað í tvær og hálfa klukkustund í nágrenni Vífils- staðavatns í Garðabæ í gær. Um eitt hundrað björgunarsveitar- menn með níu hunda, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, leituðu stúlkunnar. Stúlkan var í Barnaskóla Hjallastefnunar í Garðabæ, og skilaði sér ekki aftur eftir hádegishlé. Björgunarsveitarmað- ur og kennari í skólanum fundu stúlkuna á Vífilstaðavegi, rúmum kílómetra frá skólanum, segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýs- ingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. - bj Stórútkall björgunarsveita: Sex ára stúlka hvarf úr skóla RANNSÓKN Breiðavíkurnefndin svokallaða sem vann að rannsókn á starfsemi Breiðavíkurheimilisins undir stjórn Róberts R. Spanó, prófessors við Háskóla Íslands, mun rannsaka starfsemi fleiri vistheimila ríkisins. Nefndin var skipuð af Geir Haarde forsætisráðherra í fyrra. Nefndarmenn hafa sjálfir ákveðið að afla upplýsinga um það sem átti sér stað á átta öðrum vistheimilum. Þau heimili eru: Vistheimilið Kumbaravogur, Vistheimilið Knarrarvogur, Heyrnleysingjaskólinn, Stúlknaheimilið Bjarg, Heimavistarskólinn Reykjahlíð, Heimavistarskól- inn Jaðar, Upptökuheimili ríkisins / Unglingaheim- ili ríkisins og Uppeldisheimilið Silungapollur. Í fyrstu verður aflað gagna frá stjórnvöldum um starfsemi þessara stofnana en síðar mun nefndin taka ákvörðun um frekari aðgerðir, svo sem viðtöl við þá sem dvöldu á heimilunum eða störfuðu þar. Nefndin skal skila áfangaskýrslum um könnunina til forsætisráðherra fyrir 1. júlí 2009 og 1. júlí 2010. Lokaskýrslu verður svo skilað fyrir 15. apríl 2011. Ekki hefur verið ákveðið hvort fjallað verður um stofnanirnar sameiginlega eða hverja um sig. - kdk Breiðavíkurnefndin svokallaða mun kanna starfsemi fleiri vistheimila: Átta önnur vistheimili verða könnuð BREIÐAVÍK Ákveðið hefur verið að starfsemi fleiri vistheimila verði könnuð. BORGARMÁL Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær vegna ummæla sinna um verðlaunatillögu um þróun Vatnsmýrinnar og umfjöllunar fjölmiðla þeim tengt. Hann vill árétta að það sé ekki rétt túlkun á orðum hans að hann hafi skipt um skoðun í grundvallaratriðum. Þar segir jafnframt að fyrir liggi að hann telji að framtíðarþróun Vatnsmýrarinnar eigi ekki að fela í sér flutning flugvallar, eins og verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. „Ég er hins vegar sömu skoðun- ar og ég var í febrúar síðastliðnum um að hafa megi verðlaunatillög- una til hliðsjónar við uppbyggingu á jaðarsvæðum flugvallarins, óháð staðsetningu hans. Ég tel hins vegar brýnt að tillagan lagi sig að ýmsum samgöngulausnum og skipulagslegum staðreyndum en ekki öfugt“ segir í yfirlýsingu borgarstjóra. Ólafur gagnrýndi verðlaunatil- löguna afar hart á laugardag og sagði hana fela í sér skipulagsklúð- ur sem gæti haft alvarlegar afleið- ingar á þróun og uppbyggingu í Vatnsmýri, hvort sem menn væru fylgjandi flugvelli eða ekki. Minnihlutinn hefur gagnrýnt þessi orð hans og sagt skipulags- mál svæðisins í uppnámi vegna yfirlýsingarinnar. - shá Borgarstjóri segir túlkun á orðum hans um vinningstillögu ranga: Hafa má tillögu til hliðsjónar ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Borgarstjóri segist ekki hafa breytt um skoðun þó orð hans hafi verið túlkuð öðruvísi eftir harða gagnrýni á vinningstillögu um Vatnsmýrina FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÖRYGGISMÁL „Það segir sig sjálft að þungaflutningar og börn fara ekki saman,“ segir Jóhann Ólafsson, aðstoðarskólastjóri Snælands skóla í Kópavogi, sem er ósáttur við umferð vörubíla og vinnuvéla fram hjá skólalóðinni. Kópavogsbær er að hefjast handa við byggingu íþróttahúss fyrir HK í Fossvogsdal. Til að komast þar að þarf að aka niður meðfram skólalóð Snæ- landsskóla. Börn frá sex ára aldri eru þar hlaupandi um í öllum frímínútum. Jóhann kveðst hafa rætt málið á þriðjudag við Gunnar Má Karlsson, umsjón- armann fasteignaframkvæmda hjá bænum. „Ég kvartaði fyrir hönd skólans og fór fram á að þetta yrði ekki hér, enda eiga þungir vörubílar ekkert erindi við skóla, og ég fékk loforð um að þetta yrði ekki hér á meðan skólastarf væri í gangi,“ segir Jóhann sem kveðst hafa rætt við Gunnar Má á þriðjudag fyrir viku síðan. Þrátt fyrir að Jóhann hafi mætt skilningi hjá bænum halda þungaflutningarnir áfram. Þannig sagði starfsmaður skólans sem Fréttablaðið ræddi við að það hafi vakið óhug meðal starfsmanna þar að sjá stórri gröfu ekið á fleygiferð niður götuna við upphaf skóladags á föstudag. Menn óttist alvarlegt slys. „Fólk getur ímyndað sér að sex og sjö ára krakkar eru hlaupandi hér um á skólalóðinni og það er við jaðar hennar sem þeir eru að keyra þessa bíla. Það er alveg kristaltært að þetta tvennt fer ekki saman. Og það þetta skuli halda áfram er alveg á skjön við það sem mér var sagt að yrði,“ bætir Jóhann við og vísar á Gunnar Má varðandi frekari upplýsingar um framkvæmdirnar við íþrótta húsið. Gunnar Már var hins vegar í fríi frá vinnu í gær og ekki náðist í Þór Jónsson upplýsingafulltrúa. Formaður foreldrafélagsins seg ist sjálfur starfa hjá verktakafyrirtæki og því hafa skilning á því að menn þurfi að koma sér fyrir á byggingarlóðum. „En ég treysti því að eftirlitsmenn frá bænum fylgist með því að allt fari rétt fram. Stjórn for- eldrafélagsins verður með fund á þriðjudaginn. Þá er þetta mál á dagskrá og við förum eflaust og skoðum aðstæður,“ segir Sigurður Arnar Sigurðs- son. gar@frettabladid.is Þungaflutningar við skólalóð gagnrýndir Aðstoðarskólastjóri Snælandsskóla segir ekki staðið við fyrirheit frá bæjar yfir - völdum um að láta af þungaflutningum fram hjá skólalóðinni þegar börn eru í skólanum. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús fyrir HK í Fossvogsdal. FYLGST MEÐ Í Snælandsskóla þykir ekki nóg að starfsmaður frá verktakanum fylgist með akstri vörubíla. SMALAÐ AF VEGINUM Starfsmaður Snælandsskóla bægir börnunum frá vörubíl. HÆTTA Á FERÐUM Krakkarnir í Snælandsskóla hlaupa fram og til baka yfir leið vörubíla sem bakkað er að byggingarlóð íþróttahúss HK þar við skólann. Maðurinn sem lést í umferðar- slysi á Suður- landsvegi við Kamba á sunnudaginn hét Lárus Kristjánsson, til heimilis að Dynskógum 2 í Hveragerði. Lárus var fæddur 9. júní 1942. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og uppkomin son auk fimm barnabarna. Lést í bílslysi í Kömbunum LÁRUS KRISTJÁNSSON MATARVERÐ Verð á vörukörfu Alþýðusambands Íslands hækkaði um 5 til 7 prósent í lágvöruversl- unum milli 2. og 4. viku í apríl. Þetta kemur fram á heimasíðu ASÍ. Þar segir að verð körfunnar hafi hækkað mest í Bónus eða um 7,1 prósent. Þá nam hækkunin í Nettó 6,6 prósentum, í Kaskó hækkaði verðið um 5,7 prósent og en um 5,4 prósent í Krónunni. Mun minni breytingar hafa orðið á verði vörukörfunnar í öðrum verslunarkeðjum þar sem hækkunin nam 0,5 til 1 prósenti á sama tímabili. Á síðu ASÍ segir að þetta séu niðurstöður tíðra verðmælinga verðlagseftirlits ASÍ. - ovd Verð á vörukörfu ASÍ hækkar: Lágvöruverslan- ir hækka mest Líktist handsprengju Flughöfnin í Tromsö í Norður-Noregi var rýmd í gærmorgun eftir að öryggis- verðir uppgötvuðu á einum farþeg- anum beltissylgju sem lítur út eins og handsprengja. Starfsemin lá niðri í hálftíma meðan öryggisgæslan skoð- aði sylgjuna, að sögn Aftenposten. NOREGUR Framlengt á Keilufellsmenn Einn fimm manna sem grunaðir eru um heiftarlega árás með bareflum á fólk í húsi við Keilufell í mars hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. júní. Fjórir eru í farbanni til sama tíma. DÓMSMÁL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.