Fréttablaðið - 06.05.2008, Side 22

Fréttablaðið - 06.05.2008, Side 22
 6. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● verktakar Ísmar er eina fyrirtækið á ís- lenskum markaði sem sérhæfir sig í tækjabúnaði til landmæl- inga, vélstýringa og lasertækni fyrir verktaka, verkfræðistofur og ríkisfyrirtæki. „Við hjá Ísmar seljum og leigj- um út fjölbreyttan tækjabúnað til verktaka, verkfræðistofa og ríkis- fyrirtækja; þar á meðal hugbún- aðarlausnir, mælingatæki fyrir mannvirkjagerð, lasertæki, gps- staðsetningartæki, hallamáls tæki og vélstýringar sem byggja á staðsetningartækni,“ segir Jón Tryggvi Helgason, framkvæmda- stjóri Ísmar. Það var stofnað árið 1982 en fyrirtækið byggir á reynslu ellefu starfsmanna, sem flestir hafa áratuga reynslu á þeim sviðum sem fyrirtækið vinn- ur á. „Vélstýringar eru mikið notaðar af íslenskum verktökum. Þær hafa sannað sig með aukinni framleiðni og hagkvæmni véla og fyrir tækja. Með vélstýringu er átt við leið- beinandi kerfi fyrir gröfur, jarð- ýtur, veghefla og fleiri vinnuvélar. Þá stýrir vélamaður vél sinni eftir skjá þar sem verk hefur verið sett inn sem módel í búnaðinn. Einn- ig getur vélstýring tengst glussa- kerfi jarðýtu eða veghefils sem þá stýrir tönninni algjörlega sjálf- virkt,“ útskýrir Jón Tryggvi. „Það nýjasta hérlendis er gæða- stýringarkerfi fyrir vinnuvél- ar sem gerir verkstjórum kleift að fylgjast með hvar tækin eru í vinnu, hvað þau eru að gera og hvort þau skili þeim afköstum sem ætlast er til af þeim. Búnað- urinn er fyrirferðarlítill, send- ir þráðlaus samskipti í gegnum GSM-síma yfir í móðurstöð, þaðan sem hugbúnaður reiknar út þær upplýsingar sem leitað er eftir og setur fram á þægilegan hátt fyrir verkstjórnandann svo hann sjái hvernig vélarnar eru raunveru- lega að vinna,“ segir Jón Tryggvi og bætir við að gæðastýringar- kerfi séu hentug fyrir fyrirtæki sem hafa mikinn fjölda vinnuvéla á sínum snærum. „Oftast vita menn hvar vél- arnar eru, en minna um fram- leiðni vélanna; hvort hún sé eðli- leg eða léleg. Afköst geta stafað af ókunnri bilun en búnaðurinn finnur út úr því og hefur virkilega skilað sér í aukinni hagkvæmni og betri rekstri hjá fyrirtækjum,“ segir Jón Tryggvi. Hann bendir jafnframt á að Ísmar hafi á dög- unum opnað fágæta þjónustu fyrir mælingamenn og verktaka á suð- vesturhorni landsins. „Fyrir réttum mánuði opnaði samgönguráðherra stórtæka GPS- gagnaveitu sem byggir á fjórum stöðvum sem eru í Reykjavík, á Keflavíkurflugvelli, í Borgarnesi og á Selfossi, auk sjálfstæðrar stöðvar á Akureyri, en með gagna- veitunni á suðvesturhorninu veit- um við verktaka innan svæðisins þjónustu á þann hátt að nú geta þeir sem mæla fyrir mannvirkj- um farið með sitt GPS-staðsetn- ingartæki á mælistað, náð sam- bandi við okkar móðurtölvu og mælt með sentimetranákvæmni hvar sem er á öllu þessu afmark- aða og stóra svæði. Þessu hafa menn tekið fagnandi, en þetta er í fyrsta sinn sem sams konar GPS- gagnaveita er sett upp á Íslandi og fleiri stöðvar eru í farvatninu.“ Þess má geta að hin síðari ár hefur Ísmar haslað sér völl á sviði umferðaröryggis og býður marg- víslegan búnað til vegamerkinga, merkinga á vinnusvæðum, auk fjölbreytts búnaðar til löggæslu og býður lausnir á því sviði frá þekktum framleiðendum. - þlg Aukin hagkvæmni og framleiðni Jón Tryggvi Helgason er framkvæmdastjóri Ísmar ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hér má sjá uppsettan útsetningarbúnað fyrir byggingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Margar vinnuvélar hjá Ístak eru búnar Trimble-þrívíddarkerfum frá Ísmar. MYND/ÍSMAR Allt til rafsuðu Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur tæki, vír og fylgihluti Ýmis tilboð í gangi Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.