Fréttablaðið - 06.05.2008, Page 36

Fréttablaðið - 06.05.2008, Page 36
20 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is AUSTURÍSKI SÁLKÖNNUÐURINN SIGMUND FREUD FÆDDIST ÞENN- AN DAG ÁRIÐ 1856 „Að vera algerlega heiðar- legur við sjálfan sig er góð æfing.“ Freud, sem hefur verið nefnd- ur faðir sálgreiningarinnar, er meðal annars þekktur fyrir kenningar sínar um undirmeð- vitundina. MERKISATBURÐIR 1882 Á Vestfjörðum rofar til eftir stórhríð sem stað- ið hafði óslitið í 27 daga. Hálfum mánuði síðar skellur hríðin á aftur og stendur fram í miðjan júní. 1889 Eiffel-turninn í París er formlega tekinn í notkun. 1912 Jarðskjálfti, sem talið er að hafi verið um sjö stig á Richter, á upptök sín í grennd við Heklu. All- margir bæir hrynja. 1981 Framhaldsþátturinn Dall- as hefur göngu sína í Sjónvarpinu. 1997 Breski Seðlabankinn fær sjálfstæði frá þarlendum stjórnvöldum. 2005 Blaðið kemur fyrst út á Ís- landi. Þennan dag árið 1937 fórst loftskipið Hind- enburg og með því 36 manns. LZ 129 Hindenburg, sem var smíðað árið 1931 af þýska fyrirtæk- inu Luftschiffbau Zeppel- in, var, ásamt systurskipi sínu, LZ 130 Graf Zeppel- in II, stærsta flugfar sem smíðað hafði verið. Það var 245 metrar á lengd og 41 metri á breidd, lengra en þrjár Boeing 747 þotur og aðeins 24 metrum styttra en gufuskipið Titanic. Luftschiffbau Zeppelin varð gjaldþrota árið 1931 sem varð til þess að forsvarsmenn fyrirtækisins gerðu samning við Nasistaflokkinn. Aðfaranótt 3. maí 1937 lagði loftfarið, sem gekk fyrir helíum, af stað frá Frankfurt til Lakehurst. Farþegar voru 36 og áhöfnin taldi 61. Erfiðlega gekk að lenda flugfarinu við komuna til Lakehurst og kviknaði að lokum í því. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um slys- ið. Ein er sú að loftfar- ið hafi verið sprengt í loft upp og á þýski sendiherr- ann í Bandaríkjunum að hafa fengið bréf um að sprengja væri falin í því. Önnur kenning er sú loft- farið hafi orðið fyrir eldingu með fyrrgreindum af- leiðingum. ÞETTA GERÐIST: 6. MAÍ ÁRIÐ 1937 Loftskipið Hindenburg ferst Fyrstu doktorsvarnir í 100 ára sögu Kennaraháskóla Íslands fara fram dag- ana sjöunda, áttunda og níunda maí. Þegar þau Sigurður Pálsson, Guðrún Geirsdóttir og Rúnar Sigþórsson verja ritgerðir sínar. Ólafur Proppé, rektor Kennarahá- skóla Íslands, segir sérstaklega ánægju- legt að þessum áfanga skuli vera náð á aldarafmæli skólans. „Ég er einnig mjög ánægður með að þessar varnir fari fram nú tveimur mánuðum áður en Kennaraháskólinn sameinast Háskóla Íslands, en framvegis munu doktors- nemendur í menntunarfræðum verða brautskráðir frá menntavísindasviði HÍ.“ Ólafur segir doktorsvarnirnar bæði af hinu góða fyrir Kennaraháskólann og menntavísindin. „Við höfum í gegn- um tíðina útskrifað fjölmarga nemend- ur með baccalaureus og masters-próf en það eru ekki svo ýkja margir sem hafa lokið doktorsnámi á þessu sviði. Fram að þessu hafa þeir útskrifast frá erlendum háskólum.“ Hingað til hefur einungis Háskóli Ís- lands brautskráð doktora og er þetta í fyrsta skipti sem nemendur ljúka dokt- orsnámi frá öðrum íslenskum háskóla og því því stórir dagar framundan að sögn Ólafs. Þann sjöunda maí ver Sigurður Páls- son, cand.theol, ritgerð sína í sögu trú- arbragðamenntunar. Hún ber heitið: Kirkja og skóli á 20. öld. Staða og þróun kennslu í kristnum fræðum og trúar- bragðafræðum á Íslandi með saman- burði við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Í ritgerðinni er rakin hlutdeild kirkj- unnar að skólastarfi á öldinni sem leið og þróun kristindóms- og trúarbragða- fræðslu í skyldunámsskólum. Þann átt- unda maí ver Guðrún Geirsdóttir, lekt- or við Háskóla Íslands, ritgerð í mennt- unarfræði. Hún heitir: ‘We are caught up in our own world’: Conceptions of curriculum within three different dis- ciplines at the University of Iceland. Ritgerðin byggir á rannsókn sem fór fram við Háskóla Íslands á árunum 2002–2007 og var megintilgangur henn- ar að skoða hugmyndir háskólakennara um námskrárgerð svo og frelsi og svig- rúm kennara til að taka ákvarðanir um nám og kennslu. Þann níunda maí ver Rúnar Sigþórs- son, dósent við Háskólann á Akureyri, ritgerð í menntunarfræði. Hún heit- ir: Mat í þágu náms eða nám í þágu mats: Samræmd próf, kennsluhug- myndir kennara, kennsla og nám í nátt- úrufræði og íslensku í fjórum íslensk- um grunnskólum. Ritgerð Rúnars fjall- ar um tilviksrannsókn sem beindist að því að kanna hvaða mark samræmd próf í náttúrufræði og íslensku setja á kennslu og nám á mið- og unglingastigi í fjórum heildstæðum grunnskólum. vera@frettabladid.is KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS: FYRSTU DOKTORSVARNIRNAR Ánægjulegt á 100 ára afmæli MERKUR ÁFANGI Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, er ánægður með fyrstu dokt- orsvarnir skólans nú tveimur mánuðum áður en Kennaraháskólinn sameinast Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Geir Sigurgeirsson Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, sunnudaginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 7. maí kl. 13.00. Salvör Sumarliðadóttir og fjölskylda. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Bogi Th. Melsteð yfirlæknir, Svíþjóð, lést laugardaginn 26. apríl. Útför hans fer fram í Västervik í Svíþjóð, þriðjudaginn 13. maí kl. 14.00. Ingibjörg Þorláksdóttir Páll Melsteð Anna Guðríður Melsteð Jón Þorlákur Melsteð tengdabörn og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Andrés Guðnason Langholtsvegi 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 13.00. Örn Úlfar Andrésson Jóhanna Stefánsdóttir Kristín Rós Andrésdóttir Björn Ástvaldsson Gunnar Már Andrésson Bjargey Stefánsdóttir Sigrún Andrésdóttir Þorleifur Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vinsemd, virðingu og hlýhug í tengslum við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Sveinsdóttur frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, síðast til heimilis á Hrafnistu Reykjavík, áður Hæðargarði 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Reykjavík. Leifur Þorsteinsson Sigríður S. Friðgeirsdóttir Sturla Þorsteinsson Ingibjörg Haraldsdóttir Áshildur Þorsteinsdóttir Lúðvík Friðriksson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Jónsdóttir Kjarnholtum, Biskupstungum, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi laugardaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 10. maí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkar samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, Gottskálks G. Guðjónssonar Álfholti 34 b, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg S. Valgeirsdóttir Guðjón Gottskálksson Merlinda Eyac Guðbjörn Joshua Guðjónsson Okkar ástkæri Jósef Halldórsson byggingarmeistari, til heimilis að Dvalarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, sem andaðist mánudaginn 28. apríl sl., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 15.00. Börn, stjúpbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI GEORGE CLOONEY LEIKARI 47 ÁRA. TONY BLAIR, FYRRV. FORSÆTIS- RÁÐHERRA ENGLANDS, 55 ÁRA.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.