Fréttablaðið - 06.05.2008, Qupperneq 39
ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 2008
> SNOOP OG LINDSAY
Rapparinn Snoop Dogg mun
syngja með Lindsay Lohan á
væntanlegri plötu hennar. Hann
bætist þar með í hóp tónlistar-
manna eins og Timbalands og
Pharrells Williams sem einnig
munu leggja leikkonunni lið við
gerð plötunnar. Hún hefur
ekki sent frá sér plötu frá
árinu 2005 þegar A Little
More Personal kom út við
dræmar undirtektir.
Bryndís Schram, Björgvin Hall-
dórsson og Sigríður Beinteinsdótt-
ir voru leynigestir á hundruðustu
sýningu leikritsins Laddi 6-Tugur
sem var haldin í Borgarleikhúsinu
fyrir skömmu.
Bryndís kom hlaupandi úr
áhorfendasalnum til að spjalla við
Þórð húsvörð og þegar Laddi flutti
lög hljómsveitarinnar HLH birt-
ust Björgvin og Sigga Beinteins
óvænt á sviðinu án vitneskju
Ladda.
Fjórar sýningar í maí eru bók-
aðar sem verða líklega þær síð-
ustu fyrir sumarfrí. Óvíst er hvort
sýningum verði haldið áfram í
haust en upphaflega áttu þær að
vera aðeins fjórar talsins.
Eitt hundrað sýningar
HALLI OG LADDI Sýningin Laddi 6-tugur
hefur verið leikin fyrir fullu húsi í Borgar-
leikhúsinu eitt hundrað sinnum.
folk@frettabladid.isis
Þrívíddar-sónarmynd
af fóstri prýðir umslag
annarrar plötu þunga-
rokkssveitarinnar Dimmu,
Stigmata, sem kemur út í
byrjun næsta mánaðar.
Barnið er nú komið í heiminn og
hefur verið skírt Kristín Sæunn
Sigurjónsdóttir. Fær hún kærar
þakkir hljómsveitarmeðlima á
umslaginu fyrir fyrirsætutakta
sína.
„Þetta er „konsept“-plata með tíu
lögum. Hún hefst á fæðingu og
endar á dauða og því fannst okkur
þetta við hæfi,“ segir Ingó Geir-
dal, gítarleikari Dimmu, sem veit
ekki til þess að sónarmynd hafi
áður verið notuð á plötuumslagi.
Fékk hann leyfi fyrir myndinni
hjá fyrrverandi samstarfskonu
sinni. „Fæðing er eitt það falleg-
asta sem er til en mörgum finnst
þegar þeir sjá svona myndir að
þetta sé hálf óhuggulegt. Það er
magnað að eitthvað sem er eins
fallegt og fæðing geti virkað svona
mismunandi á fólk. Okkar músík
er líka þannig. Annað hvort elskar
fólk okkur eða hatar og þannig
viljum við hafa þetta, ekkert
miðjumoð.“
Ingó á sjálfur von á erfingja í
heiminn næstkomandi föstudag
og ætlaði upphaflega að nota són-
armynd af honum á umslaginu en
gat ekki fengið hana í þrívídd.
„Maður verður að gera allt fyrir
listina,“ segir hann og hlær.
Flestir rokkaðdáendur muna eftir
ljósmynd af nýfæddu barni á tíma-
mótaplötu Nirvana, Nevermind,
sem kom út 1991. Það barn hefur
af og til verið í fréttunum síðan þá
en Ingó segir ómögulegt að vita
hvort Dimmu-barnið verði álíka
frægt. „En við erum að vonast til
að þessi plata verði fæðing á ein-
hverju rokkskrímsli.“
Sónarmynd á
plötuumslagi
DIMMA Ingó Geirdal segir að fæðing sé eitt það fallegasta sem til er.
FÓSTUR Í ÞRÍVÍDD Þrívíddarmynd af
fóstri prýðir væntanlega plötu þunga-
rokkssveitarinnar Dimmu, Stigmata.
Kvikmynd eftir Brian De Palma
leikstjóra Untouchables og Scarface
„Myndin framkallar óhemju
sterk viðbrögð; þar á meðal
hneykslun og réttláta reiði!”
- Robert Ebert, Chicago Sun-Times
„ÆSIFENGIN KVIKMYND. Færni
De Palma í kvikmyndagerð hefur
sjaldan verið jafn flugbeitt!”
- Ray Bennett, Hollywood Reporter
„Hreint ótrúlega þróttmikið verk
og sterkasta yfirlýsing De Palma
á hvíta tjaldinu síðan „Casualties
of War“ leit dagsins ljós!“
- Richard Corliss, Time.
„Reiði og kraftur De Palma fer
eins og 1000 volta rafstraumur í
gegnum „Redacted!”
- Stephanie Zacharek, Salon
Bill O´Reilly, Fox News Channel
„Ekki sýna þessa
kvikmynd, því annars verð
ég þín versta martröð!“
- Bill O´Reilly
RITSTÝRÐ FRUMSÝND 7. MAÍ Í REGNBOGANUM
KLIPPIÐ HÉR!
- Ekkert hlé á góðum myndum
Engin truflun3Minna af auglýsingum2Ekkert hlé1
2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu.
www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig