Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 2
2 24. maí 2008 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL „Það er löngu tímabært að hreinsa skítinn úr dómsmála- ráðuneytinu,“ segir Drífa Snædal sem fór fyrir sjö kvenna hópi femínista sem í gær fór í dóms- málaráðuneytið með skúringatól, skrúbba og hreinsiefni. Fóru mik- inn. Æptu: „Geisli! Geisli!“ Lýstu því yfir að þar væri skítugt. Meðal þeirra mátti þekkja konur sem hafa verið áberandi í baráttu femínista undanfarin ár svo sem Sóleyju Tómasdóttur, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Katrínu Önnu Guðmundsdóttur. Gjörning- ur þessi er táknrænn. „Hagsmun- ir Ásgeirs [Þórs] Davíðssonar [á Goldfinger] eru teknir fram yfir baráttuna gegn vændi og man- sali, enn einu sinni,“ segir Drífa. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að dómsmálaráðu- neytið hafi gert Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðis að endur- skoða umsögn sína um starfsemi Goldfingers. Brynjar Níelsson, lögfræðingur Ásgeirs Þórs Dav- íðssonar, eiganda nektardansstað- arins, hafði kært umsögnina sem leiddi til þess að sýslumaður synj- aði Ásgeiri um rekstrarleyfi, og dómsmálaráðuneytið féllst á rök Brynjars. Þau snúast um að lög- reglustjóri sé kominn út fyrir sitt starfssvið með því að leggja hug- lægt mat á hvort starfsemin er siðleg. Lögreglustjóra beri að fylgja lögum en ekki vera móral- iserandi afl í samfélaginu. Brynj- ar segir niðurstöðuna augljósa og hann óar við aðgerðum femín- ista. „Ég hef af því áhyggjur ef fólk ætlar með handafli og mótmæl- um að krefjast þess að ráðuneytið fari ekki að lögum. Ef mönnum finnst það í lagi fer ég að hafa verulegar áhyggjur af þessu sam- félagi sem við búum í,“ segir Brynjar og bendir á að starfsemi Goldfingers sé í einu og öllu lög- leg. Ekkert hafi komið fram um mansal eða vændi þar. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra tók á móti hópnum en fjöl- miðlar fengu ekki að fylgjast með þeim fundi. Drífa segir Björn hafa sagt þær ekki vera að þrífa á réttum stað. „Hann segir ráðu- neytið hafa staðið sig vel í þessu máli. Mikilvægt er að fram komi að við erum ekki bara að mót- mæla þessu tiltekna máli, sem reyndar er kornið sem fyllti mæl- inn, heldur linku ráðuneytisins almennt í mansalsmálum almennt. Við höfum ekki fylgt alþjóða- samningum þar um þrátt fyrir undirritun,“ segir Drífa. Spurð hvort dómsmálaráðuneytið hafi átt annan kost en fylgja lögum segir Drífa það vissulega rétt að um pólitíska ákvörðun sé að ræða: Nektardans sé reyndar bannaður samkvæmt lögum en ýmis undan- þáguákvæði eru í gildi. En hið raunverulega vald liggi hjá dóms- málaráðuneytinu þegar allt kemur til alls. „Þar eru frumvörp- in samin og fara svo í gegnum þingið. Kvennahreyfingin hefur samið aðgerðaáætlun. Unnið verkin fyrir Björn sem gerir ekk- ert nema draga lappirnar.“ Drífa segir engan efa í sínum huga að mansal og rekstur nektardans- staða tengist – það sýni rannsókn- ir. jakob@frettabladid.is Segja ráðherra hunsa baráttu gegn mansali Femínistar fóru í gær fylktu liði í dómsmálaráðuneytið, klæddir skruplum og svuntum með uppþvottahanska uppi og hreingerningarefni og tól. Gjörningur- inn var táknrænn. Þeir vilja mótmæla því að rekstur Goldfinger fái þrifist. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ ÞRIFIÐ Femínistar segja hagsmuni Geira á Goldfinger tekna fram yfir baráttuna gegn vændi og mansali. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJARAMÁL Skriður er kominn á kjaraviðræður samninganefndar ríkisins og samninganefnda stétt- arfélaga innan BHM. Ríkið hefur gert félögum BHM munnlegt til- boð um kjarasamning til átján mánaða. Í tilboðinu er í flestum tilfellum gert ráð fyrir 19.500 króna hækkun við undirskrift og 6.500 króna hækkun í janúar 2009. Krónutalan við undirskrift gerir um sex prósenta launahækkun sé miðað við 320 þúsund króna mán- aðarlaun. Samningafundur samninga- nefndar ríkisins og samninga- nefndar Huggarðs og Ljósmæðra- félags Íslands var í gær frestað vegna samningaviðræðna ríkisins við BSRB. Inga Rún Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Huggarðs, segir að með tilboðinu sé kominn viðræðugrundvöllur en bendir á að fyrsta krónutöluhækkunin þýði aðeins 5,48 prósenta hækkun fyrir sína félagsmenn. „Ég á ekki von á að það fengist samþykkt,“ segir hún. Inga Rún telur að samningavið- ræðurnar séu nú að skiptast í þrennt; samninganefnd ríkisins vilji ræða laun og kjarasamnings- bundin atriði beint við stéttarfé- lögin, réttindi verði rædd við BHM og síðan verði sérstakar kvennastéttir teknar út sérstak- lega, til dæmis ljósmæður, félags- ráðgjafar og hjúkrunarfræðingar, undir vinnuheitinu VUK, Vakta- vinna, umönnun, kvennastétt. Þannig verði reynt að taka á kyn- bundnum launamun. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að svipað sé til umræðu í viðræðum BSRB við ríkið, þó að ekkert sé fast í hendi. Samninganefndir komi saman í dag og sé stefnt á frekari fundi á sunnudag. „Við erum ekki búin að festa okkur í neinu en erum að tefla fram ýmsum valkostum í stöðunni,“ segir hann. - ghs Samninganefnd ríkisins hefur gert félögum innan BHM munnlegt tilboð: Fengju 19.500 við undirskrift EKKI VON Á SAMÞYKKI „Ég á ekki von á að það fengist samþykkt,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Huggarðs. FRÉTTABLAÐIÐ Óli Kristján Ármannsson hefur verið ráðinn viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins og ritstjóri Markaðarins í stað Björgvins Guðmundsson- ar, sem hefur látið af störf- um. Óli Kristján hefur verið blaðamaður og staðgengill rit- stjóra á Mark- aðinum frá árinu 2006. Hann hóf störf á Fréttablaðinu haustið 2001 en söðlaði um og tók að sér ritstjórn tímaritsins Tölvu- heims árið 2002. Hann sneri aftur til Fréttablaðsins 2004 í innlenda fréttadeild þar sem hann sinnti meðal annars vaktstjórn áður en hann fór til starfa á Markaðinum. Óli Kristján er fæddur 1971. Við- skiptaritstjóri við hlið hans er Björn Ingi Hrafnsson. Breytingar á Markaðinum: Óli ráðinn við- skiptaritstjóri ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Grímsson hafði einn manna skilað inn tilkynningu um framboð til forseta Íslands skömmu áður en frestur til þess rann út á miðnætti í gærkvöld. Hafi enginn annar skilað inn framboði og lista með tilsettum fjölda undirskrifta frá meðmælendum áður en fram- boðsfresturinn rann út verður Ólafur sjálfkjörinn forseti og því engar forsetakosningar haldnar í júní eins og ella hefði orðið. Ólafur var fyrst kjörinn forseti árið 1996. Næsta kjörtímabil verður því það fjórða sem Ólafur situr á forsetastóli. - gar Ólafur Ragnar Grímsson: Sjálfkjörinn forseti Íslands FORSETAHJÓNIN Ólafur Ragnar Gríms- son og Dorrit Moussaieff. Stefán, gengurðu ekki bara í Hjálpræðisherinn? „Það væri hverjum her hjálpræði að fá mig til að leggja hann niður.“ Stefán Pálsson friðarsinni sótti um stöðu forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar. Í vikunni var tilkynnt að Ellisif Tinna Víðisdóttir, en ekki Stefán, hefði verið ráðin í starfið. UPPSAGNIR Iceland Express tilkynnti í gær að níu starfsmönn- um fyrirtækisins hefði verið sagt upp störfum. Samkvæmt Matthíasi Imsland forstjóra dreifast uppsagnirnar á nokkrar deildir innan fyrirtækisins. „Starfsmannamálin hjá okkur eru í sífelldri endurskoðun og þetta er almennur niðurskurður. Það er alltaf leiðinlegt þegar fólki er sagt upp,“ segir Matthías. Friðdóra Magnúsdóttir, ritari Flugfreyjufélags Íslands, segist ekki vera uggandi um stöðu stéttarinnar að svo stöddu. „Það er ekkert verra ástand hjá okkur en hverjum öðrum, en ég vona að þetta lagist.“ - kg Iceland Express: Níu manns sagt upp störfum KÍNA, AP Björgunarsveitarmenn reyndu sitt besta í gær til að finna tjöld, matvæli, lyf og læknisaðstoð fyrir þann fjölda fólks sem enn hefur hvergi höfði sínu að að halla eftir hamfaraskjálftann í Setsúan í byrjun síðustu viku. Staðfest tala látinna í hamförunum var hækkuð í 55.740, en auk þess er 24.960 manna saknað. Á hamfarasvæðinu er meðal annars að finna 15 „uppsprettur geislunar“ sem enn kváðu vera í rústunum. Að sögn erlendra sérfræðinga er líklega um að ræða geislavirk efni sem notuð eru á sjúkrahúsum og í tilraunastofum. - aa Jarskjálftasvæðið í Kína: Leitað að geisla- virkum efnum GEORGÍA, AP Stjórnarflokkur Mikhaíl Saakashvilis Georgíufor- seta er á góðri leið með að tryggja sér öruggan þingmeirihluta að því er fulltrúar kjörstjórnar greindu frá í gær. Kosið var á miðvikudag. Vonsviknir stjórnarandstæð- ingar sögðust kunna að lýsa vanþóknun sinni á meintum kosningasvikum með því að neita að taka þau sæti á þingi sem þeir þó fá. Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin virtist Þjóðar- einingarhreyfing Saakashvili vera búin að tryggja sér 120 af þingsætunum 150, - aa Þingkosningar í Georgíu: Stjórnarflokkur fær nær öll sæti LÖGREGLUMÁL Jeppi og rúta lentu í hörðum árekstri á Reykjanesbraut um klukkan fjögur í gærdag, á gatnamótum Grænásvegar og Flugvallarvegar. Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast alvarlega við áreksturinn. Kona sem ók jeppanum kastaðist út úr bílnum og var flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Þrjú börn, sem voru farþegar í bílnum, voru flutt til skoðunar á sjúkrahús- ið í Keflavík. Enginn farþegi rút- unnar varð fyrir meiðslum. Loka þurfti Reykjanesbraut í um eina og hálfa klukkustund á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn sinntu störfum sínum. - kg Harður árekstur milli jeppa og rútu varð á Reykjanesbraut í gærdag: Kona kastaðist út úr bílnum HARÐUR ÁREKSTUR Reykjanesbraut var lokað í um eina og hálfa klukkustund meðan lögregla og sjúkralið sinntu störfum sínum. VÍKURFRÉTTIR/HILMAR BRAGI SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.