Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 8
8 24. maí 2008 LAUGARDAGUR
1. Hvaða ráðherra hefur ferð-
ast minnst frá því núverandi
ríkisstjórn tók við?
2. Hvers lensk er flugsveitin
sem um þessar mundir annast
loftrýmisgæslu yfir Íslandi?
3. Hvaða leikmaður var valinn
í landslið Íslands í knattspyrnu
í stað Hermanns Hreiðarsson-
ar?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58
HEILBRIGÐISMÁL Aðgengi að
sprautubúnaði á Íslandi er ekki
gott. Þetta segir yfirgæfandi
meirihluti íslenskra sprautufíkla,
sem tóku þátt í rannsókn tveggja
hjúkrunarfræðinema sem unnin
var í samvinnu við vímuefnaefna-
deild Landspítalans og SÁÁ.
Rannsóknin ber yfirskriftina
sprautunotkun meðal fíkla á
Íslandi: Umfang, áhættuhegðun og
forvarnir. Hjúkrunarfræðinem-
arnir sem hana unnu eru þær Rúna
Guðmundsdóttir og Jóna Sigríður
Gunnarsdóttir. Þær segja ljóst að
sjúkdómar á borð við HIV og lifr-
arbólgu séu að verða algengari
meðal íslenskra sprautufíkla.
Áhættusöm sprautunotkun er ein
helsta smitleið slíkra sjúkdóma en
lítið er vitað um sprautuhegðun
þessa hóps hérlendis. Töldu þær
því nauðsynlegt að rannsaka þessi
mál og lögðu þær spurningalista
fyrir 69 fíkla sem höfðu sprautað
sig í æð og tóku viðtöl við ellefu
manns. Niðurstöður þeirra eru enn
óbirtar en meðal þess sem þar
kemur fram er að áhættusöm
sprautunotkun er algeng. Meðal
annars sögðust 84 prósent þátttak-
enda hafa endurnýtt nálar, um 80
prósent þeirra samnýtt nálar og
um 75 prósent samnýtt annan
sprautubúnað.
Þá taldi fólkið aðgengi að
sprautubúnaði ekki gott og töldu
80 prósent þörf á úrbótum á því
þar sem slæmt aðgengi ýtti undir
áhættuhegðun.
Samkvæmt upplýsingum frá
SÁÁ er talið að um 700 sprautu-
fíklar séu nú á landinu og fjölgi í
hópi þeirra um 70 til 110 á ári. Um
300 þeirra eru smitaðir af lifrar-
bólgu C. - kdk
HIV og lifrarbólgusmit verða algengari:
Um 80 prósent fíkla
hefur samnýtt nálar
RÚMLEGA 80 PRÓSENT SAMNÝTA NÁLAR Í nýrri rannsókn um áhættuhegðun
sprautufíkla kemur fram að mikill meirihluti þeirra deilir sprautubúnaði og telur
aðgengi að því slæmt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
VIÐSKIPTI Útlánatölur gefa vís-
bendingar um mjög kröftuga kóln-
un á fasteignamarkaði. Útlán inn-
lánastofnana til íbúðakaupa fyrstu
fjóra mánuði ársins voru 75%
minni en á sama tíma í fyrra. Í
aprílmánuði var fjöldi lánasamn-
inga 104 en á sama tíma í fyrra var
fjöldinn yfir 450. Þegar hæst lét
árið 2004 fór fjöldinn yfir tvö þús-
und samninga segir í hálf fimm
fréttum greiningardeildar Kaup-
þings.
Útlán bankastofnana til inn-
lendra aðila lækkuðu um tæpa 58
milljarða króna í apríl. Mest var
lækkun á gengisbundnum skulda-
bréfum sem lækkuðu um rúma 28
milljarða króna, yfirdráttarlán
lækkuðu um 8,9 milljarða, óverð-
tryggð skuldabréf lækkuðu um
10,4 milljarða og verðtryggð
skuldbréf um 6,2 milljarða króna
segir í nýútgefnum tölum frá
Seðlabanka Íslands.
Fækkun hefur verið á þinglýst-
um kaupsamningum. Í apríl voru
einungis þinglýstir 126 kaupsamn-
ingar í Reykjavík samanborið við
377 í fyrra. Greiningardeild Kaup-
þings gerir ráð fyrir því að fast-
eignaverð lækki um 5 prósent á
þessu ári að nafnvirði en um 17
prósent að raunvirði. Einnig segir
að bjarta hliðin á gangi mála á
fasteignamarkaði er að fasteigna-
verð mun nú taka að vinna gegn
verðbólgu og flýta fyrir vaxta-
lækkunarferli Seðlabankans. - bþa
Útlán bankanna dragast saman um 58 milljarða króna:
Snöggkæling á íbúðamarkaði
VINNUMARKAÐUR BSRB hefur falið
lögfræðingi sínum að skoða
nýlega uppsögn trúnaðarmanns
hjá Strætó en BSRB telur hana
ólöglega. Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar hefur skrifað
stjórnarmönnum Strætós bs.
vegna uppsagnarinnar. Ögmund-
ur Jónasson, formaður BSRB,
segir að sveitarstjórnunum sem
standi að Strætó bs. verði gerð
grein fyrir stöðunni.
„Menn spyrja sig hvort
stjórnendur þessa fyrirtækis
valdi sínu hlutverki,“ segir hann.
„Þetta er komið í farveg sem við
getum ekki lengur sætt okkur
við.“ - ghs
BSRB um Strætó:
Telja uppsögn-
ina ólöglega
KAUPSAMNINGUM FÆKKAR
Þinglýstir kaupsamningar í apríl voru
126 samanborið við 377 í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
• Álstell 7005 T-6
• Shimano Acera 21 gíra
• Tektro V-bremsur
• SR Suntour M2000 framdempari
m/63 mm slaglengd
• Stillanlegur stífleiki
Explorer 2.0 - Götuhjól fyrir
dömur og herra
Hjóladeildin er í Holtagörðum
Trail X 2.0 - Fjallahjól
• Álstell 7005 T-6
• Shimano Acera 24 gírar
• V-bremsur
• RST Omni 191 dempari
m/75 mm slaglengd
• Stillanlegur stífleiki
Vandað, alhliða fjallahjól
í skemmri eða lengri ferðir.
Setstaða hentar vel til
þolþjálfunar.
Verð 36.990 kr.
Hjólið hentar vel
innanbæjar og á
malarvegum.
Upprétt setstaða
ásamt dempara
í sætispósti auka
enn á þægindin.
Verð
37.990 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
42
49
1
05
/0
8
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
VEISTU SVARIÐ?