Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 6
6 24. maí 2008 LAUGARDAGUR LÖGGÆSLA Alvarlegur samskipta- vandi hefur verið á milli embætt- is Lögreglustjórans á Suðurnesj- um og dómsmálaráðuneytisins, eftir að embættið færðist undir dómsmálaráðuneytið, að því er fram kemur í úttekt Ríkisendur- skoðunar á embættinu. Vandinn snýst ekki eingöngu um boðaðar breytingar á embættinu, að áliti Ríkisendurskoðunar, sem telur að viðkomandi embætti hafi ákveðið að leggja ágreining sinn til hliðar. Þau ætli að vinna í sam- einingu að framgangi þeirra breytinga sem til standa á skipu- lagi og rekstri lögreglustjóra- embættisins á Suðurnesjum. Ríkisendurskoðun telur að fag- og fjárhagsleg markmið stjórn- valda með sameiningu allrar lög- og tollgæslu á Suðurnesjum árið 2007 hafi náðst að hluta til. Um leið tekur hún undir tillögur dómsmálaráðuneytisins um að forræði verkefna á sviði tolla- og flugöryggismála verði færð frá embættinu. Vel komi þó til álita að Lögreglustjóranum á Suður- nesjum verði áfram falin dagleg stjórnun verkefna á þessum svið- um með sérstökum þjónustu- samningum. Í úttekt Ríkisendurskoðunar er bent á að ýmislegt hafi áunn- ist við sameiningu allrar lög- og tollgæslu á Suðurnesjum árið 2007. Hlutfallslegur kostnaður við yfirstjórn hafi minnkað og skilvirkni við afgreiðslu saka- mála aukist. Löggæsla hafi hins vegar ekki orðið sýnilegri. Þá telur stofnunin að fjárhagsvanda embættisins megi einkum rekja til aukinna umsvifa þess við öryggisgæslu, fíkniefnaeftirlit og verkefni tengdum Atlants- hafsbandalaginu. „Þessi auknu umsvif voru að hluta til með vit- und og vilja utanríkisráðuneytis- ins, án þess þó að fjárveitingar ykjust að sama skapi. Við brott- för varnarliðsins dró einnig úr sértekjum embættisins án þess að kostnaður minnkaði til sam- ræmis,“ segir í úttekt Ríkisend- urskoðunar. Ríkisendurskoðun bendir jafn- framt á að með breyttri stjórnun og fjármögnun verkefna þurfi stjórnvöld að taka afstöðu til þess hversu mikla lög- og toll- gæslu þarf vegna starfseminnar á Keflavíkurflugvelli. „Verði niðurstaðan að halda sem næst óbreyttum mannafla er ljóst að auka þarf fjárveiting- ar til löggæsluverkefna svo að reka megi þau hallalaust án frek- ari sparnaðar,“ segir í skýrsluni. Stofnunin telur einnig nauð- synlegt að kanna til hlítar hvers vegna launakostnaður á stöðu- gildi er nokkru meiri hjá Lög- reglustjóranum á Keflavíkur- flugvelli en hjá öðrum lögreglu- og tollstjóraembættum. jss@frettabladid.is Alvarlegur samskipta- vandi milli embætta Ríkisendurskoðun segir samskiptavanda hafa verið milli Lögreglustjórans á Suðurnesjum og dómsmálaráðuneytisins. Stofnunin tekur undir tillögur ráðu- neytisins um að verkefni á sviði tolla- og flugöryggismála verði færð. „Ég átta mig ekki á því hvað vakir fyrir Ríkisendurskoðun með þessari staðhæfingu,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um þá fullyrðingu Ríkisendurskoðun- ar að alvarlegur samskiptavandi hafi verið milli dómsmálaráðu- neytis og Lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Ég hef ávallt verið til þess búinn að ræða við lögreglustjór- ann á Keflavíkurflugvelli og hef átt með honum langa fundi án nokkurra vandræða. Ráðuneytið hefur sömu samskipti við þetta embætti og öll önnur á þess starfssviði og kannanir sýna að almennt nýtur ráðuneytið mikils trausts hjá forstöðumönnum stofnana fyrir greið og skjót viðbrögð. Hið sama viðmót er að sjálfsögðu gagnvart embættinu á Suðurnesjum.“ Dómsmálaráðherra: KANNAST EKKI VIÐ SAMSKIPTAVANDA„Ég get staðfest það, eins og fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðunar, að lögreglustjóra- embættið á Suðurnesjum og dómsmálaráðuneytið eru sam- eiginlega að vinna að farsælli lausn málsins,“ segir Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti hans. Þar er meðal annars til umfjöllunar sá ágreiningur sem uppi hefur verið vegna ákvörðunar dómsmálaráðu- neytisins um að færa tollgæslu og flugvernd undan embætti lögreglustjórans til ráðuneyta fjármála og utanríkismála. „Það er margt jákvætt í þessari skýrslu,“ segir Jóhann enn fremur. „Hún staðfestir að fjárvöntun sé til staðar í Suðurnesjaumdæmi, eigi að halda uppi öflugri lögreglu- og tollgæslu. Hún staðfestir jafnframt ágæti þessa fjárhagslega aðskilnaðar milli ýmissa stjórnsýsluþátta, sem reyndar mikil eining ríkir um. Ríkisendurskoðandi bendir á að huga þurfi nánar að hinum sameigin- lega stjórnunarþætti allra verka. Ráðuneytið og embættið vinna nú að því máli.“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum: UNNIÐ AÐ FARSÆLLI LAUSN MÁLA LÖGREGLUSTJÓRI OG DÓMSMÁLARÁÐHERRA Ríkisendurskoðun segir alvarlegan samskiptavanda milli embætta dómsmálaráðherra og Lögreglustjóra Suðurnesja ekki snúast eingöngu um boðaðar breytingar á Suðurnesjaembættinu. JÓHANN R. BENEDIKTSSON Ræðir við sitt fólk vegna fyrirhugaðra breytinga. Átt þú enskt Lingua- phone námskeið? Mig vantar enskt Linguaphone námskeið, aðallega sjálfa textabókina, en í henni er íslensk skýring neðanmáls á sömu blaðsíðu og enski textinn kemur fram. Uppl. í síma 865 7013. Viðskiptavinir í Stofni fá fjölbreytt úrval af hjólahjálmum á 30% afslætti í Markinu, Ármúla 40, 108 Reykjavík. ENN EINN KOSTUR ÞESS AÐ VERA Í STOFNI 30% AFSLÁTTUR AF HJÁLMUM STJÓRNMÁL Sjávar- og landbúnaðar- nefnd Samfylkingarinnar vill afnám gjaldfrjálsrar úthlutunar á fiskveiðikvóta í áföngum á næstu 20 árum. Þetta verði innihaldið í svari ríkisstjórnarinnar vegna úrskurðar mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. „Með þessari aðferð er kerfið opnað og mannréttindi tryggð en svo um búið að útgerðarfyrirtæk- in fá góðan aðlögunartíma og missa einskis af því fé sem þau hafa fest í heimildunum,“ segir Samfylkingarnefndin og bendir á að frestur Íslendinga til að bregð- ast við renni út 11. júní næstkom- andi. „Við erum að minna ríkisstjórn- ina á að sinna þessu máli,“ segir Karl V. Matthíasson, alþingismað- ur og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Samfylking- arinnar. Karl segir marga telja kvóta- kerfið ranglátt. „Og ég er einn af þeim,“ ítrekar hann. Að sögn Karls er málið á for- ræði Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra sem muni- vera að vinna tillögur að svari íslensku ríkisstjórnarinnar við úrskurði mannréttindanefndar- innar. Karl er hóflega bjartsýnn á að niðurstaða Einars verði Sam- fylkingarnefndinni að skapi. „Eigum við ekki að segja að ég voni hið besta,“ svarar þingmað- urinn. - gar Samfylkingarfólk skorar á ríkisstjórnina vegna úrskurðar um kvótaúthlutun: Virði mannréttindanefnd SÞ KARL V. MATTHÍASSON Einn alþingis- manna Samfylkingarinnar er formaður nefndarinnar sem skorar á Alþingi að fylgja úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar minni- hluta Sjálfstæðisflokks í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar vilja fá upplýsingar um greiðslur til Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra og annarra bæjarfulltrúa. Í fyrirspurn sjálfstæðismanna í bæjarráði kemur fram að sam- kvæmt ársreikningi hafi bæjar- sjóður greitt 43,5 milljónir króna á árinu 2007 til bæjarstjórnar og bæjarstjóra vegna launa og launatengdra gjalda. Segjast þeir vilja að upplýst verði í sundurliðun hver séu laun og aðrar greiðslur til bæjarstjóra og hver séu laun og aðrar greiðslur til aðalbæjarfull- trúa og varabæjarfulltrúa. - gar Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði: Vilja vita laun bæjarstjórans Stóðu þau Friðrik Ómar og Reg- ína Ósk sig vel í Eurovision? JÁ 85,9% NEI 14,1 % SPURNING DAGSINS Í DAG: Sigrar Ísland í Eurovision? KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.