Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 74
46 24. maí 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Gerður Kristný rithöfundur, myndlistarmennirnir Una Stígsdóttir og Anik Todd, og tónlistarparið Dúó Stemma hlutu Vorvinda-viðurkenningar IBBY á Íslandi. Verðlaunaafhendingin fór fram 18. maí síðastliðinn í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Gerður Kristný hlaut viðurkenningu fyrir barna- bækur sínar, Mörtu smörtu, Jóladýrin, Land hinna týndu sokka og Ballið á Bessastöðum, sem allt eru vönduð og skemmtileg verk. Una Stígsdóttir og Anik Todd hlutu viðurkenn- ingu fyrir sýninguna Allt í plati sem opnuð var í Gerðubergi í nóvember síðastliðnum í tengslum við ritþing um Sigrúnu Eldjárn. Á sýningunni gátu gestir upplifað heim þekktra sögupersóna Sigrúnar, þeirra Málfríðar, mömmu hennar og Kuggs, með því að ganga inn á heimili þeirra. Var öllum 8 ára börnum á höfuðborgarsvæðinu boðið á sýninguna sem stóð í allan vetur og var afar vel sótt og vinsæl. Þriðju viðurkenninguna hlaut tónlistarparið Dúó Stemma sem hefur glatt leikskólabörn með sögunni um Jón bónda sem byggist öðrum þræði á hljóðgjörningi. Dúó Stemmu skipa þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari sem hafa búið þekkt- ar þulur og vísur í nýjan búning og leika undir á óhefðbundin heimatilbúin hljóðfæri. Þau fluttu stutt atriði fyrir samkomugesti á Vorvindahátíð- inni við góðar undirtektir. - vþ Barnamenning verðlaunuð VERÐLAUNAHAFAR IBBY 2008 Listamenn sem þykja hafa skapað framúrskarandi menningarafurðir fyrir börn. Bókaverslunin Útúrdúr á Njáls- götu stendur fyrir kynningu á bók- verkinu Höll blekkinganna eftir Eirúnu Sigurðardóttur í dag á milli kl. 16 og 17. Uppistaða bókverksins er teikn- ingar eftir Eirúnu en einnig stuttir textar eftir Sigríði Þorgeirsdóttur heimspeking og Sigrúnu Daníels- dóttur sálfræðing, auk ljósmynda sem Katrín Elvarsdóttir tók. Gunn- ar Vilhjálmsson hannaði bókina ásamt Eirúnu. Bókverkið er gefið út í 200 númeruðum eintökum af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og sýningarrýminu Suðsuðvestur. Teikningarnar voru unnar sam- hliða lifandi hekluðum skúlptúr sem sýndur var í sýningarrýminu Suðsuðvestur í Keflavík í mars á þessu ári. Á sýningartímanum sat manneskja inni í vandlega hekluð- um skúlptúrnum og heklaði úr höfði sér þræði. Bókverkið sem nú er sérstaklega kynnt í Útúrdúr gefur skoðandanum færi á að kom- ast nær kjarna skúlptúrsins. - vþ Bókverkið Höll blekkinganna LIFANDI SKÚLPTÚR Mynd af verki Eirún- ar Sigurðardóttur, Höll blekkinganna. Dr. Hoshang Merchant, prófessor í enskum bókmenntum við Hyder- bad háskóla, flytur áhugaverðan fyrirlestur í Háskóla Íslands á mánudag. Þar fjallar hann um aðstæður og sjálfsmynd samkyn- hneigðra í Indlandi samtímans og tekur í því tilliti dæmi úr verkum þekktra indverskra rithöfunda sem skrifa á ýmsum indverskum tungumálum. Þar með veitir hann óvenjulega innsýn inn í líf sam- kynhneigðra karlmanna í ind- verskum bæjum og þorpum. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, fer fram í stofu 225 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 12. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. - vþ Ergi á Indlandi AÐALBYGGING HÁSKÓLA ÍSLANDS Hýsir fyrirlestur dr. Hoshang Merchant. Kl. 14 Boðið verður upp á leiðsögn um sýningarnar Stefnumót við safnara III í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í dag kl. 14. Á sýningunni má sjá samansafn fjölbreyttra hljóðfæra. Klukkutíma síðar, kl. 15, verður á sama stað boðið upp á leiðsögn um sýninguna Kynjaskepnur úr íslensk- um þjóðsögum, en á henni má sjá myndskreytingar eftir Jón Baldur Hlíðberg. Það er lítil stoð í kynningarefni dansflokkanna tveggja sem frum- sýndu stórballettinn Ambra í gær- kvöldi í Borgarleikhúsi að verkið sé óður til hvala. Efnið byggi á hugleiðingu um hvali, háttum þeirra í hafinu og örlög. Áhorfandi nýtur sýningarinnar fullvel án þeirrar vitneskju, ef ekki lægi á sviðinu hryggur úr hval gæti verk- ið, rétt eins og mörg dansverk okkar tíma, verið stefnulítið ramb, rammalaust þótt bakveggur með hólfum fyrir flokkaðan úrgang gefi okkur hugmynd um að þetta sé eitthvað nútímalegt og jafnvel hugvekja um spilliefnin öll sem við látum frá okkur. Ambra er inn- yflaefni og notað til ilmefnagerðar segir orðabókin. Nafnið eitt og sér er þannig tilvísun til rányrkju, fyr- irgefið nýtingar á hvalastofnum. Annars deilist dansinn niður í marga kafla og styrkist heildin nánast einungis af búningum og lýsingu því tónlistin hólfar verkið ekki í sundur. Hún er lítt danshæf, jafnvel þótt hvalablístur leggist á taktrofna bylju þeirra Kiru Kiru og Hildar. Margt er fallegt í þess- um dansi. Það er gaman að sjá dansarana hlið við hlið frá svo skyldum flokkum og Carte Blanche og Íd eru. En heldur er hann sund- urlaus, skýra þræði vantar í hann. Bestu partarnir eru vissulega þegar Ina Christel Johannessen leggur stóran hluta danssveitar- innar í kröftuga corpus-dansa undir skýru rytmísku mynstri. Þá eru dansararnir lagðir á sömu mælistiku og samstillingin hrífur mann í krafti sínum. Smærri par- dansar og sólar eru lagðir meira og minna á herðar öllum þeim sem dansflokkinn skipa og hér gefst einstakt tækifæri til að sjá svona stóran flokk á sviði. Þau eru 21. Raunar sviptir sýningin hulunni af því að smáir flokkar sem þessir eiga að ná saman á reglulegum grundvelli um stærri verkefni. Stór svið eins og Borgarleikhúsið heimta stóra flokka – og kalla þannig á ríkari áhuga áhorfenda. Vitaskuld halda stakir dansarar athyglinni. Camillu Spidsöe er hér gefið meira rými en öðrum, en af okkar konum eru Aðalheiður Hall- dórsdóttir og Katrín Ingvadóttir eins og svo oft áður það sem augun leita uppi. Steve Lorenz og Camer- on Corbett reynast makar félaga sinna í Björgvin, hörku dansarar. Samstarf sem þetta getur lítið nostrað við styrkinn. Það yrði ekki nema á grundvelli reglulegs sam- starfs að það væri hægt. Vel má velta fyrir sér þeirri áherslu sem Kamilla fær. Hún er sterkur dans- ari, henni eru lagðar stórar hreyf- ingar, hún heimtar rými og fær það. Og þá er bara hvort áhorfendur skila sér. Sýning sem þessi væri meira við hæfi utan þess annatíma sem maí er að verða í framboði listviðburða. Hið hefðbundna ár er sprungið og raun ekki lengur hægt að velja þá ráðstöfun að halda stór- um hluta listastofnana lokuðum lungann úr sumrinu. Nú verða menn aftur að víkja öðru til hliðar: það verða tvær sýningar til viðbót- ar á Ömbru: laugardag kl. 17 og sunnudag kl. 20. Það má ekki láta þennan hvalreka hverfa úr fjör- unni nema menn hafi séð rekann. Páll Baldvin Baldvinsson Hvaladans úr djúpunum DANSLIST Carte Blanche og Íd sýna Ambra Höfundur: Ina Christel Johannessen. Tónlsit: Kira Kira, Hildur Ingveldardótt- ir og Dirk Desselhaus. Leikmynd og búningar: Kirsten Torp. Hljóðhönnun: Morten Cranner. ★★★★ Athyglisverð sýning en losaraleg í byggingu DANSLIST Íslenski dansflokkurinn og Carte Blanche frá Björgvin leggja saman í athyglisverða stóra danssýningu. > Ekki missa af … Sunnudagsspjalli um myndlist í Listasafni Árnesinga í Hvera- gerði á morgun kl. 15. Í safn- inu stendur nú yfir sýningin Listamaðurinn í verkinu, en á henni má sjá verk eftir Magn- ús Kjartansson. Spjallið leiðir sýningarstjórinn Jón Proppé, en ásamt honum taka til máls þær Kogga, ekkja Magnúsar, og Inga Jónsdóttir safnstjóri. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ KL. 20 PÍANÓTÓNLEIKAR FRÁ LHÍ HÁKON BJARNASON Aðgangur ókeypis! ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ KL. 20 SAMKÓR REYKJAVÍKUR 30 ára afmælistónleikar Miðaverð 2000 kr. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ KL. 20 KEITH TERRY Í SALNUM Body percussion. Miðaverð 1000 kr. FÖST 30. MAÍ KL. 20 UPPSELT! LAUG 1. JÚNÍ KL. 20 ÖRFÁ SÆTI! VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON TIL MINNINGAR UM BIRGI EINARSON Miðaverð 2500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.