Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 79
LAUGARDAGUR 24. maí 2008 51 „Ég hélt alltaf að þau myndu komast upp úr úrslitakeppninni, sérstaklega í ljósi þess að und- ankeppnirnar eru tvær og allar þjóðir nema hinar fjórar stóru taka þátt í þeim,“ segir Sig- rún Blomsterberg dansari. Eins og frægt er orðið þá var ákveðið að láta dansarana fjúka skömmu eftir að tilkynnt var að Eurobandið hefði unnið forkeppni Eurovision hér á landi og þær stöllur spöruðu ekki stóru orðin, töldu möguleika Íslands fremur litla eftir brotthvarf þeirra. Sigrún segir að atriði þeirra Friðriks og Regínu hafi verið kraftmikið og virkilega flott. „Mér fannst þau skila þessu vel, notuðu mynda- vélarnar og voru virkilega örugg. En mér finnst ennþá eins og það vanti eitthvað upp á atriðið og ég er ansi hrædd um að það eigi eftir að koma niður á þeim á lokakvöldinu. Þau eru voðalega ein á þessu stóra sviði,“ útskýrir Sigrún og fer ekkert í grafgötur með það að dansarar hefðu sett punktinn yfir i-ið og fleytt þeim ansi langt. Hún viðurkennir að eitt augnablik hafi hellst yfir hana pínulítil von- brigði. „Auðvitað hefði maður viljað vera þarna, sviðið er með því flottara sem maður hefur séð og við hefðum auðvitað viljað sýna Evrópu hvað í okkur býr.“ Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagð- ist vera ótrúlega stoltur af Euro- bandinu. Og talar þar í fullri einlægni. „Þau voru það glæsi- leg á sviðinu að þetta gat ekki klikkað. Ég segi það í fullri hrein- skilni að ég hoppaði um af gleði heima,“ segir Egill en hann og félagar hans í Merzedes Club áttu í töluverðum útistöðum við Eurobandið meðan á forkeppninni stóð. „Mér fannst sérstaklega gaman að sjá Frið- rik á hlýrabolnum, hann hafði bætt allavega þremur sentímetrum við upphandleggs- vöðvana og þau voru í virkilega flottu formi. Ég fer hins vegar ekkert ofan af því að það voru mistök að taka ekki dansarana með út, það hefði gert gæfu- muninn.“ - fgg Fornir fjendur gleðjast með Eurobandinu Norðlenska plötusnúðateymið N3 hefur gefið út nýja og að eigin sögn betrumbætta útgáfu af Gleðibankanum. „Við erum að halda upp á ársafmæli okkar,“ útskýrir Davíð Rúnar Gunnarsson, sem skipar N3 ásamt þeim Sigurði Rúnari Marinóssyni og Pétri Má Guðjónssyni. Þeir eru fæddir árin 1971 og 1972, en gefa sig út fyrir að vera plötusnúðar á síðasta snúningi. „Já, við erum orðnir svo gamlir. Það eru alveg síðustu forvöð að verða frægir núna,“ segir Davíð og hlær við. Hann segir þá félagana hafa plötusnúðast saman frá unga aldri, en ekki með skipulögðum hætti fyrr en í fyrra. „Við bjuggum til Eurovision-partí í fyrra, þar sem það er í uppáhaldi hjá okkur öllum, og troðfylltum Sjallann. Við höfum haldið nokkur böll síðan, og nú ætlum við að halda upp á ársaf- mælið, með Eurovision auðvitað,“ segir Davíð, sem er að vonum ægilega ánægður með árangur Friðriks Ómars og Regínu Óskar. Í tilefni af afmælinu hefur N3 gefið út endurbætta útgáfu af Gleðibankanum. „Það er bara Eurovision-Lagið og nánast þjóðsöngurinn,“ segir Davíð. „Við gerðum þetta bara svona í gríni. Heimir Ingimars úr Luxor syngur, og nokkrir strákar hérna á Akureyri hjálpuðu okkur að búa til lagið sjálft,“ útskýrir hann. Þá er það enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson sem talar inn á upptökuna. „Honum fannst það bara skemmtilegt. Hann prófaði að spila þessa útgáfu á Eurovision- balli í Sjallanum síðustu helgi og það fékk þvílíkar undirtektir,“ segir Davíð. N3 stendur fyrir Eurovision- balli í Sjallanum í kvöld, en nánari upplýsingar um það má sjá á sjallinn.is. Nýjan Gleðibanka má hlusta á á myspace.com/djn3. wwwwwwwwww Gleðibank- inn í nýjum búningi ENDURBÆTTUR BANKI Plötusnúða- teymið N3 hefur sent frá sér nýja útgáfu af Gleðibankanum, en þeir gefa sig út fyrir að vera plötusnúðar á síðasta snúningi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Beyoncé Knowles er hætt að sækja kirkju vegna áreitis frá öðrum kirkjugestum. „Mér finnst það leitt,“ segir söngkonan sem er afar trúuð. „Fólk kemur upp að mér í kirkju á meðan presturinn messar og fylgist, auðvitað, með öllu sem ég geri. Það kemur meira að segja og tekur myndir á símana sína,“ segir Beyoncé. „Ég held að Guð skilji það ef ég missi af sunnudagsmessunni,“ bætir söngkonan við. Hún segir einnig að ekki sé von á neinni opinberri staðfestingu á því að hún hafi í raun gengið að eiga unnusta sinn, rapparann Jay- Z, á dögunum. „Ég neita því ekki. Ég tala bara ekki um það. Við höfum aldrei talað um okkur og það hefur eiginlega verndað sambandið okkar,“ segir söngkon- an. Kemst ekki í kirkju lengur ÁREITT Í MESSU Beyoncé Knowles er hætt að fara í messu á sunnudög- um þrátt fyrir að vera afar trúuð, þar sem fólk er stöðugt að koma upp að henni í kirkjunni. Útsölumarkaðu r Noa Noa hefst í dag í Ske ifunni 17 Opið mán.- föst: 12 - 18 · Lau: 12 - 18 · Sun: 13 - 17 Ó dý ra st a fl ík in fy lg ir m eð . Þú tekur 3 flíkur e n borgar aðeins f yrir 2 - á 40% afslætt i!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.