Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 10
10 24. maí 2008 LAUGARDAGUR ÁLFTANES Forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Álftaness vítti Guðmund G. Gunnarsson, bæjar- fulltrúa og fyrrum bæjarstjóra, á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Bæjarfulltrúi hefur ekki áður verið víttur í sveitarfélaginu. Gunnar hefur ítrekað farið með ósannindi um stjórnsýslu sveitar- félagsins, segir Kristján Svein- björnsson, forseti bæjarstjórnar. Hann segir víturnar formlegt úrræði forseta bæjarstjórnar, og muni ekki hafa frekari áhrif. Gunnar og Kristján hafa áður deilt harkalega um málefni sveitar- félagsins. Þeir hafa til dæmis tekist á um skipulag lóðar við Miðskóga 8, en Kristján býr við Miðskóga 6. Í bókun Kristjáns í bæjarstjórn segir: „[Guðmundur] hefur farið rangt með niðurstöður reikninga og þannig afflutt upplýsingar um fjármál sveitarfélagsins, gengið af fundi bæjarráðs án þess að gefa upp ástæður og í blaðagreinum og á bæjarstjórnarfundum haldið uppi ómálefnalegri og ærumeiðandi gagnrýni á störf einstakra bæjar- fulltrúa og fyrirtækja sem starfa fyrir sveitarfélagið.“ Telur Kristján að þessi háttsemi Gunnars stangist á við sveitar- stjórnarlög. Þar segir meðal annars að sveitastjórnarmönnum beri að gegna störfum af „alúð og sam- viskusemi“. Guðmundur mótmælir þessum fullyrðingum og segir Kristján kasta steinum úr glerhúsi. Hann hafnar því algerlega að hafa farið með rangt mál, og segist hafa gefið skýringar á því að hafa gengið út af bæjarráðsfundi nýverið. „Fulltrúar meirihlutans gengu fram af mér og ég vil meina að maður eigi ekki að þurfa að sitja undir bulli, svo ég gekk út,“ segir Guðmundur. Hann segir einkennilegt and- rúmsloft ríkja innan bæjarstjórn- arinnar, algert vantraust milli meirihluta og minnihluta. Ljóst sé að því ástandi ljúki ekki í bráð. brjann@frettabladid.is Víttur fyrir ummæli Bæjarfulltrúi Álftaness er borinn þungum sökum af forseta bæjarstjórnar; sagður hafa sagt ósatt og yfirgefið fund án skýringa. Bæjarfulltrúinn segir for- setann kasta steinum úr glerhúsi. Óvenjulegt að veitt sé víti segir sérfræðingur. Sérfræðingar í málefnum sveitar- félaga, sem rætt var við í gær, telja það líklega einsdæmi að vítur séu veittar fyrir eitthvað sem ekki gerist á þeim fundi sem vítt er. Yfirleitt sé vítt fyrir óheppilegt orðalag eða þegar fulltrúar haldi sig ekki við fyrirfram ákveðinn ræðutíma. Einn sérfræðingur taldi afar hæpið að víturnar á Guðmund standist samþykktir sveitarfélaga um fundarsköp. Í 27. grein samþykkta um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Álftaness er fjallað um vítur á bæjar- fulltrúa: „Beri bæjarfulltrúi aðra menn brigslum skal forseti víta hann. For- seti getur lagt til við bæjarstjórn að bæjarfulltrúi sem víttur hefur verið tvisvar á sama fundi verði sviptur málfrelsi á þeim fundi. Skal slík til- laga afgreidd umræðulaust. Hlýðnist bæjarfulltrúi ekki úrskurði forseta eða bæjarstjórnar eða ef óregla kemur upp á fundi skal forseti gera fundarhlé, fresta fundi eða slíta fundi ef nauðsyn krefur.“ HÆPIÐ AÐ VÍTUR STANDIST SAMÞYKKTIR KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON GUÐMUNDUR G. GUNNARSSON HEILBRIGÐISMÁL Reynsla af nýju fyrirkomulagi sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið vonum framar samkvæmt skýrslu sem kynnt var í gær en helstu breytingarnar eru að læknar fylgja ekki lengur sjúkrabílunum í hverju útkalli. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að þrátt fyrir ýmsa smávægilega hnökra hafi breytingin ekki haft áhrif á gæði þjónustunnar. Í máli Más Kristjánssonar, sviðsstjóra lækninga á slysa- og bráðasviði Landspítalans, kom fram að mikil fjölgun bráðatækna og breytingar á verkferlum hafi gert það kleift að fara út í þessar breytingar. Fimmtán bráðatæknar starfa nú hjá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins og er von á þrem- ur til viðbótar í sumar. Þá geri fjarskiptatækni það mögulegt að bæta og auka upplýsingaflutning af vettvangi til bráðadeildar. Á kynningu skýrslunnar kom fram að tíu vikur væri of skamm- ur tími til að hægt væri að draga afdráttarlausa ályktun um hvort að breytingarnar hefðu skilað til- ætluðum árangri. Þær upplýsing- ar sem nú lægju fyrir gæfu mönn- um hins vegar ástæðu til bjartsýni. Þegar breytingarnar voru kynntar hafi því verið lofað að þremur mánuðum síðar yrði upplýst um reynslu nýja fyrirkomulagsins en áfram yrði fylgst náið með stöð- unni. - ovd Reynsla af rekstri sjúkraflutninga með breyttu formi og án lækna kynnt í gær: Góð reynsla af breytingunum FRÁ KYNNINGU SKÝRSLUNNAR Yfir- menn á Landspítala og hjá slökkviliði eru sáttir við breytingarnar þó ekki hafi þær gengið hnökralaust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEIMASÍMI NET GSM EITT MÍNÚTUVERÐ BARA 14,90 KR. Hjá Tali borgar þú bara eitt mínútugjald í alla GSM innanlands. Þú getur líka verið með allan pakkann frá 3.990 kr. á mánuði – 0 kr. úr heimasíma í alla heimasíma innanlands, 14,90 kr. í alla GSM innanlands og ótakmarkað niðurhal.* Ef þú kaupir allan pakkann á www.tal.is og greiðir með kreditkorti færðu fyrsta mánuðinn frían. www.tal.is | Síðumúla 32, 108 Reykjavík | Þjónustuver 1817 | Skrifstofa 445 1600 | tal@tal.is *S am kv æ m t sk ilm ál um . Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Útflutningsráð Íslands og Bandalag íslenskra listamanna standa fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 29. maí frá 8.30 til 10 á Grand Hótel í Reykjavík. Umfjöllunarefni fundarins er útflutningur íslenskrar listar. Þrír fræðimenn munu velta fyrir sér spurningum sem varða stöðu listar innan hagkerfisins, hvernig list getur skapað þjóðfélaginu tekjur og hvort ríkið eigi að skipta sér af útflutningi listar með styrkjum. Erindi flytja: Margrét Sigrún Sigurðardóttir, aðjúnkt við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Gunnar Þór Jóhannesson, nýdoktor við Mannfræðistofnun Háskóla Íslands. Njörður Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs og lektor við Háskólann á Bifröst. Fundarstjóri verður Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Aðgangseyrir er enginn. Skráning fer fram í gegnum netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Nánari upplýsingar veitir Bergur Ebbi Benediktsson verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði. Einnig er bent á nánari upplýsingar um efni fundarins á www.utflutningsrad.is. Útflutningur á íslenskri list Eru listir og viðskipti andstæður? Hvað er menningarhagkerfi? Er útflutningur lista háður opinberum styrkjum? Fimmtudaginn 29. maí frá 8.30 til 10.00 á Grand Hótel í Reykjavík P IP A R • S ÍA • 8 11 01 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.