Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 70
42 24. maí 2008 LAUGARDAGUR 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Ley stu kro ssg átu na! ÞÚ GÆTIR UNNIÐ NÝJASTA DISKINN MEÐ GAVIN DEGRAW Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON SKRIFAR FRÁ BERLÍN Fyrst heyrðist af hættulegum flóttakonum á Akranesi og þurfti að breyta til í bæjarstjórn. Svo réðust innfæddir að innflytjendum í Suður- Afríku fyrir að keppa við þá um vinnu og annað. Og þurfti að kalla á her- inn. El Mundo sló því síðan upp á forsíðu að brátt yrði bannað með öllu að kenna á spænsku í Baskalandi, Galisíu, Katalóníu og víðar. Þar, sumsé á Spáni, eru spænsk börn uppnefnd fasistar fyrir að tala mál sitt. Sjálf- stæðisbaráttan blómstrar. Þá sagði þýskur blaðamað- ur mér frá því að hún og kær- asti hefðu verið að skoða sveitabæ í héraði einu í Aust- ur-Þýskalandi. Þau ætluðu að kaupa hann í félagi við vin þeirra sem á afrískan föður og húðlit. Þeim var ráðið frá því, enda var fasteignin gölluð að einu leyti. Þar eru nágrannarnir nýnasistar. Og svertingjar eru ekki uppáhalds fólkið þeirra. Sveitanasistarnir sækja víst í sig veðrið og vilja til dæmis endurbæta menntakerfið á eigin kostnað og forsendum. Þeir reka neðanjarðar sumarskóla fyrir nýja Hitlersæsku. En gamli sveitabærinn kostaði ekki nema þrjár milljónir króna og blaðamaðurinn keypti hann, þrátt fyrir allt. Vinurinn afrískættaði er alltaf á leiðinni í heimsókn. Ég hélt mér yrði svo öllum lokið þegar ég álpaðist inn í Hasenheide- garð hér í hverfinu. Þar starfa fjölmargir ungir og framtakssamir afr- ískir innflytjendur ásamt nokkrum annarrar kynslóðar Tyrkjum. Þeir standa þar daglangt og gefa vegfarendum merki. Hasenheide-garður er réttnefndur Hassgarður og fer það ekki fram- hjá neinum. Þetta er samt sem áður hið besta svæði, ókeypis og fyrir alla. Þar er vinsæll barnaleikvöllur og notalegur útibar. Ég var kominn örfáa metra inn á einn göngustíginn þegar ófriðlegur hópur Afríkumanna birtist og tók á rás, beint í átt að mér. Ég reyndi að bera mig vel. En þeir hlupu fram hjá. Þetta var bara bissness. Fjandsamleg yfirtaka í gangi. Svörtu dílerarnir réðust að tyrkneskum starfsbræðrum sínum. „No more Araba here!“ öskruðu þeir afrísku. Nýju innflytjendurnir lumbruðu síðan á sonum fátækra innflytjenda. Og ráku þá burt úr aldin- garðinum. Úr aldingarðinum Góð vika fyrir... Friðrik Ómar Stóri draumur Friðriks rættist á fimmtu- daginn þegar hann komst áfram í úrslitakeppni Eurovision-söngva- keppninnar. Hann er maðurinn sem togaði Íslands loks upp úr því fúla feni þangað sem Jónsi hafði sent það. Eiki Hauks gat það ekki. Selma gat það ekki. Silvía Nótt ekki... Fáir hafa á því orð að allar forsendur eru nú ger- breyttar – og hugsanlega hefði mátt flokka það undir meiri hátt- ar klúður að komast ekki áfram. Enda eru það fúlistar sem þannig þusa. Kvöldið verður Friðriks sem án efa fer með Eurovision-drauma þjóðarinnar í hæstu hæðir. Geira á Goldfinger Þetta var beinlínis vikan hans Geira. John Fogerty, uppáhaldið hans, kom og var með konsert. Geiri lét sig ekki muna um að kaupa miða fyrir hálfa milljón og bjóða vinum sínum með. Enda var hann að fagna því að dómsmálaráðuneytið hafði slegið á putta Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra og skipað honum að fara eftir lögum og reglum í umsögn sinni um starfsemi Goldfinger. En láta ekki heimspekilegar hugmyndir sínar um hvað sé siðlegt og hvað ekki ráða því hvernig hann kemur fram við veitingastaðaeigendur. Femínistar standa með Stef- áni og þar hæfir kjaftur skel – að mati Geira. Dorrit Frægasti og fremsti kynlífsfræðingur heims sótti forsetahjónin heim. Sjálf dr. Ruth sem þekkt er fyrir það að setja sig ekki úr færi að fræða alla þá sem hún hittir um mikilvægi unaðssemda ástarlífsins. Eða er þetta kannski betri vika fyrir Ólaf Ragnar Grímsson en Dorrit? Það er náttúrlega eitthvað sem við munum aldrei vita og viljum ekki vita. Slæm vika fyrir ... Stefán Hilmarsson Það er saga til næsta bæjar að heiðurslistamaður Kópavogs sé óvænt kominn í djúpan skít. En þannig er nú farið fyrir Stefáni. Því hann fékk Sverri Storm- sker í hausinn eftir að hafa farið í það sem hlýtur að teljast óðs manns æði: Að skrifa opið bréf til Sverris og kalla hann bitran bögusmið. Eins víst og nótt fylgir degi svaraði Sverrir með látum og sagði fyrrum vin sinn „STEFán“ og kallaði „ambögu- smið“. Þetta er reyndar slæm vika fyrir vini Stefáns, svo sem Jón Ólafsson sem einnig var skotspónn Sverris sem og sjálf- ur Eyfi. Hann hefur Sverrir tekið sérstaklega út úr og kært fyrir brot á höfundarréttarlögum. Eins og lesa má um á öftustu opnu blaðsins. Óskar Jónasson Óprúttinn þjófur braust inn á heimili hans og hafði meðal annars á brott með sér tölvu þar sem er að finna ómetanleg gögn sem lúta að spennandi verkefnum Ósk- ars sem eru á döfinni. Skömm sé þeim arma þrjóti. Óskar getur ekki vonast til að verða eins stálheppinn og fyrir 4 árum þegar brotist var inn til hans og myndbandstökuvél, sem einnig hvarf nú, var stolið. Þjófurinn sá rak sig í upptöku- takkann og tók upp innbrotið og lýsti því í smáatrið- um fyrir kærustu sinni. Stefán Pálsson Formaður Samtaka hernaðarandstæðinga og svarinn andskoti Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra sótti um stöðu forstjóra Varn- armálastofnunar. Deila má um hversu fyndin umsókn Stefáns er. En það breytir ekki því að fruntaskap- ur af hálfu þeirra sem véla um með umsóknirnar, sem lýsir sér í því að Stefán þurfti að lesa um það í Fréttablaðinu að Ellisif Tinna Víðisdóttir hafi verið ráðin, er óafsakanlegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.