Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 26. maí 2008 3 Samfellur og bolir með persónulegri áletrun eru vinsæl í dag. Erna Arnardóttir, grafískur hönnuður, hefur sérhæft sig í að þrykkja skemmtilega frasa á ungbarnasam- fellur, boli og hettupeysur. „Það sem hefur slegið í gegn hjá mér er hinar svo- kölluðu eignarsamfellur fyrir nýfædd börn. Í stað þess að börnin fari heim af spítalanum í samfellum þar sem á stendur „eign þvottahúsanna“ þrykki ég á samfellur nafn foreldranna í staðinn. Ef, sem dæmi, Jón og Gunna hafa eignast barn þá stendur á samfell- unni „Eign Jóns og Gunnu“,“ útskýrir Erna. Eignar- samfellurnar hafa verið það vinsælar að Erna fékk einkaleyfi á þessa hugmynd sína. Erna útbýr bókstafi í sérstakri vél sem hún svo pressar á flíkur. Hún selur samfellur, boli og hettupeys- ur ásamt ýmsum öðrum varn- ingi. Fólk getur komið með hugmyndir að texta til hennar sem hún setur á fötin. Frasar á borð við „Besti pabbi í heimi“ og „Litla systir“ eru vin- sælir, svo og bænir sem Erna pressar á náttföt. Erna býr einnig til púsluspil og músamottur úr persónulegum myndum, þrykkir á smekki, der- húfur og höfuðklúta. „Flöskubolir með eignaráletrun eru líka vinsælir hjá mér,“ segir Erna. Áletranir á sam- fellur fyrir nýfædd börn hafa verið mjög vinsælar, en hettupeys- ur fyrir eldri krakka hafa líka verið að sækja í sig veðrið. Erna fékk hug- myndina að eignar- samfellum þegar hún eignaðist dóttur sína. „Ég vildi ekki að hún færi heim af fæðingardeildinni sem eign þvottahúsanna, svo ég hannaði samfellu á hana þar sem stóð „Eign Ernu“. Vinkonum mínum fannst þetta sniðugt svo ég hannaði samfellur fyrir þær þegar þær eignuðust sín börn. Þegar kom svo að því að fara að vinna frá dóttur minni var ég búin að koma mér upp öllum þeim tækjum sem þarf til að búa til svona áletranir þannig að ég sá þarna kjörið tækifæri til að fara út í svona framleiðslu og geta á sama tíma verið heima með dóttur mína,“ útskýrir Erna. Erna heldur úti heimasíðunni www.assan.is þar sem hægt er að panta hjá henni vörur og persónulegar áletranir. klara@frettabladid.is Eign mömmu og pabba Erna Arnardóttir og Anna Kolbrún dóttir hennar í áletruðum bol frá mömmu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN kr is to 11 @ si m ne t.i s Útsölustaðir óskast um land allt Kísill ehf • Sími 551-5960 A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.