Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 28
● fréttablaðið ● híbýli - eldhús 26. MAÍ 2008 MÁNUDAGUR8 Gamalt eldhús í Kópavoginum hefur fengið hressilega andlitslyftingu þar sem allt var hann- að upp á nýtt. Eldhúsið þótti ekki lengur hentugt. Því var ákveðið að fara út í breytingar, sem tókust mjög vel. Sóst var eftir góðu skápaplássi og vinnusvæði í nýju innrétt- ingunni og einnig nútímalegu útliti. Það má með sanni segja að allt hafi fengist sem sóst var eftir. Breytingarnar gengu þannig fyrir sig að Kristín Guðmundsdóttir, innanhússarkitekt hjá Inn Ark teiknistofunni, var fengin til að teikna upp nýtt eldhús. Í samráði við eigendurna vann Krist- ín nýtt skipulag á eldhúsinu og innréttingu og valdi efnivið, borðplötur og flísar. Einnig var sett nýtt efni á gólfið. Eyjuborðplatan stóra er glæsileg og gengur inn í endaskápinn við vegginn og hann er hægt að opna þannig að nálgast megi til dæmis brauðrist og fleira sem er í sambandi inni í skápnum og einungis þarf að draga fram á eyjuborðið. Vínkælinum er smekk- lega komið fyrir undir innréttingunni og snýr út að stofunni þannig að á eyjunni geti myndast smá bar- stemning þegar gestir eru. Einnig er sérstök díóðu- lýsing í glerinu í háa glasaskápnum. Þessa lýsingu er hægt að stilla þannig að hún breyti litum. Innrétting- in er smíðuð hjá GKS Trésmiðju og er úr reyktri eik. Við helluborð og vask er borðplata úr stáli og vask- ur er samsoðinn borðplötu þannig að úr verður ein samfelld heild. Borðplatan og vaskurinn eru unnin af Frostverki. Steinninn á eyjunni er Technostone. Öll tækin eru frá Eirvík og þá einnig vínskápurinn. - mmr Nútímalegt útlit í nýju eldhúsi Heildarmyndin af nýja eldhúsinu er flott. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ljósin sem rafvirkinn mælti með og gefa skemmtilega stemningu. Sóst var eftir miklu skápaplássi við gerð nýju innréttingarinnar. Vínskápurinn frá Eirvík sér um að halda rétta hitastiginu. Með gardínum eða köppum má gefa eldhúsinu andlitslyftingu. Margir skipta um gardínur eða kappa í eldhúsinu á þessum árstíma. Ljósir litir eiga oftast upp á pallborðið en þó getur verið gott að velja dekkri til að skapa notalega stemningu á björtum sumardögum. Þá hafa tískustraumar yfirleitt eitthvað með valið hverju sinni að gera. Sumir vilja rykkingu en aðrir enga, eða svokallaða fleka. Þeir eru þó yfirleitt frekar teknir í alrými og fyrir stærri glugga. - ve Kappar sem fegra Kósaðir gardínu- kappar úr Vogue. Meterinn kostar 1.790 kr. Efri og neðri kappi með kósum 10.800 kr. Kósar og saumavinna innifalin í verði. Svarthvítir kappar úr Vogue, 45 sentimetrar á breidd, kosta 1.290 kr. metrinn. Einnig eru til viska- stykki og dúkur í stíl. Kappar frá Skermi. Viðarkappar með kósum og bómullarrönd upp að fimmtíu senti- metrum kosta 5.550 krónur metrinn. Stangir úr burstuðu stáli kosta 1.200 krónur og festingar 900 krónur. Yfirleitt er reiknað með um sextíu prósenta rykkingu. Viðarkappar frá versluninni Skermi að Höfðabakka 9. Þeir fást í átta mismunandi viðartegundum og eru smíðaðir eftir máli. Hægt er að fá bómullarkant í sama lit og viðurinn sem er valinn en einnig er hægt að velja aðra liti sem ef til vill kallast á við liti í umhverfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.