Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 50
18 26. maí 2008 MÁNUDAGUR Merkilega stór hluti af þeim auglýsingum sem við rekumst á á daglegu vafri okkar um fjölmiðlalöndin reynir að selja okkur matvæli. Það er svo sem ekkert svo undarlegt í sjálfu sér; við gætum vissulega verið án ýmissa þeirra hluta sem taka upp pláss í lífi okkar, en það er ómögulegt að komast hjá matarneyslu án þess að hljóta á endanum dapurleg enda- lok. Með tilliti til þessa getur verið gaman að velta matarauglýsingum eilítið fyrir sér. Það er vitað mál að smekkur manna er misjafn þegar kemur að matarmálum eins og öðrum og því er ljóst að það sem einum þykir girnilegt getur næsta manni þótt í hæsta máta fráhrind- andi. Þó eru jafnframt viss mat- væli sem allir geta verið sammála um að eru freistandi; pitsuauglýs- ingar eru gott dæmi um slíkt. Nær- myndir af brakandi fersku græn- meti, tómatsósu og niðursneiddu pepperóní eru frískandi og ættu að höfða til flestra sem á annað borð kunna að meta þessar matarteg- undir. En lykillinn að vel heppn- aðri pitsuauglýsingu er osturinn og þá aðeins eftir að pitsan er komin úr ofninum. Bráðinn ostur er hvatinn sem fær viðskiptavini til þess að lyfta upp tólinu og hringja. Ef bráðinn ost vantar í pit- suauglýsingu þína munt þú engar pitsur selja, svo einfalt er það. Erfiðara er að auglýsa kjöt og þá sérlega rautt kjöt. Blóðug stykkin minna okkur óþyrmilega á eigin dauðleika, sem eru líkast til hugs- anatengsl sem auglýsendur vilja forðast eins og heitan eldinn. Í ljósi þessa er merkileg sú ákvörð- un verslanakeðju nokkurrar að klæða útibú sín stærðarinnar aug- lýsingum sem flestar eru nær- myndir af hráu eða lítt elduðu kjöti, svo stórar að hver fruma í kjötstykkjunum er á stærð við hnefa manns. Líklegt er að þeir viðskiptavinir sem haldið hafa tryggð við keðjuna eftir útlitsyfir- halninguna séu þeir fáu sem eru alveg óhræddir við að horfa inn á við. STUÐ MILLI STRÍÐA Matur er mannsins megin VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR ER SÍSVÖNG ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ha? Stríðið? Varstu alinn upp í stríðinu? Nei! Steven! Steven Gerrard var val- inn bestur í Liverpool! Já, hlæðu bara! Þú varst að missa af tækifærinu til að verða umboðsmaður minn! Vá... Ég hef aldrei séð neinn sprauta heilum kleinuhring út um nefið áður. ...og þegar ég dreg mig í hlé frá ferli mínum sem rokkstjarna mun ég opna nærfatakeðju þar sem ég sel allar nærbux- urnar sem hefur verið kastað upp á svið til mín í gegnum árin. Kexmylsna... rúsínur... nammiumbúðir... hlaupbangsar... grjótharðir eplabitar... Jakk! En hvað það er ógeðslegt hérna! Við þurfum ekki aftursæti... Við þurfum ruslatunnur sem styðja við hnakkann. Ég sé ekki neitt! - sem ríkir yfir öllu innan sjónmáls...greifi gremjunnar, hyllið hans kon- unglega fýlupoka, Krabba konung! Á botni hins djúpa, myrka, dularfulla hafs liggur keisari kergjunnar, Nei, Georg, ég er ekki tannálfurinn, ég er mun skemmtilegri álfur sem þú munt sjá oft og mörgum sinnum á komandi árum... Ég er bóluálfurinn! Skapandi efnisveitur Ráðstefna SARE í KHÍ 28. maí 2008 09:00 09:15 Setning. Kristín Dýrfjörð formaður SARE 09:15 10:45 Sögulegt yfirlit um ReMidur og Reggio netværk, um mögulega aðkomu sveitafélaga. Karen Eskesen, formaður danska Reggio Emilia netsins. Hugmyndafræði ReMidu skapandi efnisveitu. Rita Willum Framkvæmdastjóri ReMidu Randes. Fyrirlestur Ritu og Karenar er á ensku. 11:15 12:00 Hringur Lífsins Við getum ekki verið án náttúrunnar en það er líka erfitt að ímynda sér heim án hátækni. Er hægt að blanda saman vistvænu samfélagi við fjöldaframleiðslu og hátækni þróun? Georg Hollander leikfanga- og þúsundþjalasmiður. 12:00 13:30 - Hádegismatur 13:30 16:30 - Smiðjur Fótanuddtæki fæst gefins - gegn því að vera sótt! Arnar Yngvarsson leikskólakennari, Iðavelli Akureyri Hringur lífsins George Hollander þúsundþjalasmiður, Öldu í Eyjarfjarðarsveit Stelpan sem át allt þar til út úr henni valt Kristín Dýrfjörð leikskólakennari og formaður SARE Hvað er þetta? Hvað viltu að þetta sé? Michelle Sonia Horne leikskólakennari, Stekkjarási Hafnarfirði Grænar endur Halla Dögg Önnudóttir og Edda Ýr Garðarsdóttir myndlistamenn, leikskólanum Sæborg Reykjavík Endurreisn hlutanna Ilmur María Stefánsdóttir myndlistamaður Skráning og frekari upplýsingar á www.congress.is Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.