Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 58
26 26. maí 2008 MÁNUDAGUR Kaplakriki., áhorf.: 2.249 FH KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–11 (5–8) Varin skot Daði 7 – Kristján 3 Horn 2–11 Aukaspyrnur fengnar 17–10 Rangstöður 2–1 KR 4–5–1 Kristján Finnbogason 6 Eggert Rafn Einarsson 3 Gunnlaugur Jónsson 4 Grétar Sigurðarson 5 Guðm. Gunnarsson 4 Gunnar Örn Jónsson 3 (54., Ingim. Óskars. 6) Jónas Guðni Sævars. 5 Skúli Jón Friðgeirs. 5 (70., Kristinn Magn. 5) Viktor Bjarki Arnars. 5 Óskar Örn Hauksson 4 (70., Atli Jóhanns. 6) Guðjón Baldvinsson 6 *Maður leiksins FH 4–3–3 Daði Lárusson 7 Guðm. Sævarsson 5 Freyr Bjarnason 7 Tommy Nielsen 7 Hjörtur L. Valgarðs. 6 Davíð Þór Viðarsson 6 (87., Heimir Guðm. -) Dennis Siim 7 *Matthías Vilhjál. 7 Atli Guðnason 5 (68., Matthías Guð. 4) Atli Viðar Björnsson 6 Tryggvi Guðmunds. 6 1-0 Matthías Vilhjálmsson (33.) 2-0 Tryggvi Guðmundsson (38.) 2-0 Garðar Örn Hinriksson (9) Sparisjóðsv., áhorf.: 1.478 Keflavík ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 19–5 (6–3) Varin skot Ómar 1 – Madsen 1 Horn 8–2 Aukaspyrnur fengnar 23–19 Rangstöður 4–0 ÍA 5–3–2 Espen Madsen 6 Árni Thor Guðmunds. 5 Dario Cingel 5 Heimir Einarsson 4 Atli Guðjónsson 5 (72., Björn Bergma. -) Guðjón H. Sveinsson 6 Helgi P. Magnússon 5 (87., Andri Júlíusson -) Bjarni Guðjónsson 7 Igor Bilokapic 3 (46., Jón Vilhelm 6) Vjekoslav Svadumovic 7 Stefán Þórðarson 5 *Maður leiksins KEFLAV. 4–4–2 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Antoníuson 7 Guðmundur Mete 7 Kenneth Gustafson 6 Nicolai Jörgensen 7 *Hólmar Rúnars. 8 Hans Mathiesen 6 (68., Hörður Sveins. 6) Hallgrímur Jónasson 6 (41., Jón Eysteins. 6) Simun Samuelsen 7 Patrick Redo 6 Guðmundur Steinars. 7 (72., Þórarinn Kristj. -) 1-0 Hallgrímur Jónasson (16.) 1-1 Vjekoslav Svadumovic (50.) 2-1 Guðmundur Steinars., víti (68.) 3-1 Þórarinn Kristjánsson (90.) 3-1 Ólafur Ragnarsson (3) Landsbankadeild karla Keflavík 4 4 0 0 12-6 12 FH 4 3 1 0 12-4 10 Fram 4 3 0 1 6-1 9 Fjölnir 4 3 0 1 7-3 9 Valur 4 2 0 2 8-8 6 Fylkir 4 2 0 2 5-6 6 Breiðablik 3 1 2 0 3-2 5 ÍA 4 1 1 2 3-6 4 KR 4 1 0 3 5-7 3 Þróttur 4 0 2 2 4-7 2 Grindavík 3 0 0 3 1-7 0 HK 4 0 0 4 2-10 0 FÓTBOLTI Keflavík er eitt á toppi Landsbankadeildarinnar með fullt hús stiga eftir að hafa unnið 3-1 sigur á heimavelli gegn ÍA í gær. Guðjón Þórðarson var ómyrkur í máli eftir leikinn og allt annað en sáttur við frammistöðu Ólafs Ragnarssonar dómara. „Ég er ósáttur við að tapa en það sem er sorglegast er að bæði lið voru að reyna að spila fótbolta en svo koma aðrir menn með aðrar forsendur. Það er algjörlega ófor- svaranlegt hvernig Ólafur kom inn í þennan leik og hvernig hann nálgaðist verkefnið sitt,“ sagði Guðjón. „Sumt af þessu sem hann er að flauta er út á hól og honum til skammar hvernig hann nálgast þetta verkefni sitt. Það sem þið fréttamenn eigið að kanna er að það var haldinn fundur hjá dóm- aranefndinni þar sem rætt var hvernig þeir ætluðu að taka okkur í gegn. Meðal annars var fjallað sérstaklega um það hvernig taka ætti á Stefáni Þórðarsyni,“ sagði Guðjón. Ólafur Ragnarsson hefur oft dæmt betur en í gær og notaði hann flautu sína fullmikið. Kefl- víkingar náðu forystunni í leikn- um á 17. mínútu leiksins þegar Hallgrímur Jónasson náði að koma knettinum í markið. Vörn Skagaliðsins var alls ekki nægilega örugg og átti í miklu basli með hnitmiðaðan sóknarleik Keflavíkur. Fyrir leikhlé voru heimamenn nær því að ná að bæta við marki en gestirnir að jafna. Í seinni hálfleik lék Skagaliðið mun betur og Vjekoslav Svadumovic jafnaði eftir að Ómar Jóhannsson hélt ekki skoti Jóns Vilhelms Áka- sonar. Guðmundur Steinarsson kom Keflavík aftur yfir úr vítaspyrnu og enn syrti í álinn fyrir ÍA þegar Stefán Þórðarson fékk sitt annað gula spjald. Þórarinn Brynjar Kristjánsson innsiglaði sigur Kelfavíkur undir lokin þegar varn- arlína ÍA var orðin heldur fáliðuð. „Skagamenn hafa hörkulið og var spáð í toppbaráttuna. Við und- irbjuggum okkur fyrir þennan leik í samræmi við það,“ sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur. „Við höfum fengið þrjá heima- leiki af fjórum og erum að skila fullu húsi hér heima. Við erum með heilsteypt lið og það er að skila sér. Hópurinn hjá okkur er stærri en í fyrra og það er af hinu góða. Það eru meiri gæði á æfing- um og meiri gæði í leikjum.“ - egm Ekkert lát á góðu gengi Keflavíkurliðsins sem lagði Skagamenn í Bítlabænum í gærkvöldi: „Til skammar hvernig Ólafur nálgaðist verkefnið“ 1-0 Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson kemur hér Keflavík yfir í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTI Það ætlar að ganga illa hjá KR-ingum að losna undan taki FH-inga og enn ein sönnun þess kom í Kaplakrika í gær þegar liðið tapaði sjöunda deildarleiknum í röð á móti FH. FH-ingar unnu 2-0 og eru þar með komnir með tíu stig í öðru sæti Landsbankadeild- arinnar. Logi Ólafsson, þjálfari KR, breytti um leikaðferð og fækkaði í sókninni en líkt og í síðustu tveim- ur leikjum á undan, sem töpuðust einnig, þá gekk KR-liðinu skelfi- lega að nýta færin sín. FH-ingar biðu átekta, fyrirliðinn þeirra, markvörðurinn Daði Lárusson, hélt þeim inn í leiknum í takt við klaufaskap sóknarmannaa KR og skoruðu síðan tvö falleg mörk sem komu þeim í lykilstöðu í leiknum. KR-ingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru mun hættulegri fram eftir öllum fyrri hálfleiknum. Nýja leikskipulagið virtist henta mjög vel gegn FH-liðinu og í kjöl- farið var liðið að vinna marga bolta á miðjunni sem skiluðu sér í stórhættulegum skyndisóknum. FH-ingar voru meira með bolt- ann en voru að gefa færi á sér á sama tíma og þeim gekk illa að opna vörn KR-liðsins. Það átti hinsvegar eftir að breytast því Matthías Vilhjálmsson þakkaði, Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, traustið með því að setja hann inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í sumar. Matthías skoraði með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf frá Dennis Siim og aðeins fimm mínútum síðar var Tryggvi Guð- mundsson búinn að auka muninn í 2-0 þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Leikur FH-liðsins hafði verið allt annað en sannfærandi fram eftir hálfleiknum en á þessum tveimur augnablikum sýndu þeir hvað þeir geta verið hættulegir með alla þessa sóknarhugsandi leikmenn inn á vellinum. Logi Ólafsson var ekkert að auka sókn- arþungann hjá sínu liði eftir hálf- leikinn og smám saman tóku FH- ingar öll völd á vellinum og KR-ingar virtust vera vonlausir allan hálfleikinn. Ekki batnaði staðan þegar fyrirliðinn Gunn- laugur Jónsson var réttilega rek- inn útaf fyrir að toga niður Atla Viðar Björnsson sem var sloppinn í gegn. Það sem eftir leið leiksins var þetta því aðeins spurning um hversu stór sigur FH-inga yrði. FH-ingar náðu þó ekki að bæta við fleiri mörkum. „Við erum búnir að vera með stígandi leik í mótinu, byrjuðum illa en erum búnir að gera leik okkar miklu betri síðan þá. Það vantar bara eitt og það er að klára færin. Við vorum miklu betri í upphafi leiks og hefðum getað klárað leikinn með einu eða tveim- ur mörkum áður en þeir skora. Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði KR-ingurinn Jónas Guðni Sævarsson. „Þeir komu gríðarlega einbeitt- ir í byrjun leiks, þeir áttu ágætis færi og við vorum hálfvankaðir fyrstu 20 mínúturnar en eftir það fannst mér við ráða ágætlega við þetta. Við fengum tvö fín mörk og í seinni hálfleik fannst mér þetta aldrei vera spurning,“ sagði Heim- ir Guðjónsson, sem setti Matthías Vilhjálmsson inn á miðjuna með góðum árangri. Það er við hæfi að enda þetta á ótrúlegri tölfræði KR-inga í síð- ustu tíu deildarleikjum sínum á móti FH. Þeir hafa ekki unnið einn leik, tapað 9, fengið tvöfalt fleiri rauð spjöld (4) en mörk sem þeir hafa skorað (2) og þá hafa þeir þurft að sækja boltann 26 sinnum í netið hjá sér. Tak FH-inga á KR- ingum er ekkert að losna. Sjö sigrar í röð hjá FH gegn KR FH-ingar eru komnir aftur á sigurbraut í Landsbankadeildinni enda fengu þeir uppáhaldsmótherja sína í heimsókn í Krikann í gær. KR fékk færin í fyrri hálfleik en slapp við stærra tap í síðari hálfleik. ÁTÖK Daði Lárusson markvörður og KR-ingurinn Guðjón Baldvinsson keyra hér saman í Krikanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.