Fréttablaðið - 30.05.2008, Side 46

Fréttablaðið - 30.05.2008, Side 46
 30. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● útivera Hópefli, afþreying og adrenalínflæði eru eftirsótt atriði þegar samstarfsfólk skemmtir sér saman. Liðsheild- arþrautir með laserbyssum sameina þetta þrennt eins og Lárus Halldórsson hjá M16 Hópefli kann að lýsa. „Við skiptum hópum upp í tvær hersveitir og leikirnir reyna á samvinnu og samskipti innan hvorrar sveitar. Stjórn sveit- anna er líka grundvallaratriði. Ef menn eru skipulagðir og vinna vel saman er sigurinn nánast örugg- ur, nema hitt liðið sé enn skipu- lagðara,“ segir Lárus glaðlega og tekur dæmi um þann lærdóm sem falist geti í leikjunum. „Stjórn- andi innan fyrirtækis trúði mér fyrir því að hann væri í stökustu vandræðum því á fundum hjá honum færu allir að tala saman. Svo var hópurinn hans að berj- ast á móti annarri stoðdeild innan fyrirtækisins og við létum hvern og einn hafa talstöð. Allir fóru að tala í einu og enginn skildi neitt. Stjórnandinn hefur getað vitnað í talstöðvarleikinn á fundum síðan ef honum finnst masið verða of mikið.“ Lárus byrjaði með M16 Hóp- efli árið 2002 og til hans leita fyrirtæki, skólahópar og íþrótta- félög svo nokkuð sé nefnt. Hann segir meira að segja gamla her- stöðvaandstæðinga hafa tekið þátt og vera einhverja ánægð- ustu viðskiptavini sem hann hafi fengið. Yfirleitt fara þrautirn- ar fram úti í náttúrunni, helst í skóglendi. „Fólk byrjar á að fara í hermannabúninga utan yfir fötin sín, svo fær það byssur og hjálma og litur hjálmanna segir til um hverjir eru saman í liði. Miðað er á hjálma andstæðinganna og geislarnir eru algerlega skaðlaus- ir. Það er hægt að skjóta hvern og einn tíu sinnum og eftir það dett- ur hann úr leik.“ En skyldi fólk ekkert eiga erfitt með að miða hvað á annað? „Nei og það kemur okkur skemmtilega á óvart hvað stelpur á öllum aldri skemmta sér vel. Þær virðast ekkert hrifn- ar fyrst af að taka sér byssu í hönd en þegar þær eru byrjaðar fara þær í heilmikið stuð og gefa strákunum ekkert eftir.“ Lárus tekur fram að hann sé ekki hlynntur stríðsrekstri en auðvelt sé að nota leikinn á já- kvæðan hátt ef skilaboðin eru rétt. „Margir unglingar segja: „Úff, ég vildi ekki vera í þessu í alvöru,“ þannig að þeir átta sig fyllilega á að það er ekki hættulaust að vera hermaður og vita að hvert skref getur verið manns síðasta.“ Hann kveðst einnig bjóða upp á aðrar þrautir þar sem byssum er sleppt og sumir blandi þessu öllu saman. „Klassískt mynstur er að fólk byrji á að koma til okkar og taka aðeins á því, fari svo í sund og heita potta og fái sér svo einhvers staðar að borða,“ segir hann og kveðst hafa verið í samvinnu við staðarhaldara víðs vegar. - gun Öðruvísi útivera í góðum hóp Lárus segir hvern og einn spila leikina á sínum hraða. Mikilvægt er að skipulagning, undirbún- ingur og stjórn takist vel. Ýmsum brögðum þarf að beita í leikjunum. MYNDIR/M16 Á morgun mun Ferðafélag Íslands í samvinnu við Trex- hópferðamiðstöðina fara í dagsferð í eina mestu nátt- úruperlu Íslands, Þórsmörk. Lagt verður af stað klukkan átta um morguninn frá Ferða- félagshúsinu í Mörkinni 6. Ekið verður í Þórsmörk sem þegar er farin að skarta sumarskrúða, en þangað verður komið undir hádeg- ið. Deginum verður eytt í gönguferð frá Langadal á vit þjóðsagna og ævintýra, en áætluð heimkoma er klukk- an átta um kvöldið. Þátttak- endur hafa með sér nesti og eitthvað á grillið, en kynt verður undir kolunum í lok göngunnar. Bókanir eru hjá Ferðafé- lagi Íslands í síma 568 2533. - mmr Sumri fagnað í Þórsmörk FRÉTTABLAÐIÐ/GVA kr is to 11 @ si m ne t.i s

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.