Fréttablaðið - 30.05.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 30.05.2008, Síða 46
 30. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● útivera Hópefli, afþreying og adrenalínflæði eru eftirsótt atriði þegar samstarfsfólk skemmtir sér saman. Liðsheild- arþrautir með laserbyssum sameina þetta þrennt eins og Lárus Halldórsson hjá M16 Hópefli kann að lýsa. „Við skiptum hópum upp í tvær hersveitir og leikirnir reyna á samvinnu og samskipti innan hvorrar sveitar. Stjórn sveit- anna er líka grundvallaratriði. Ef menn eru skipulagðir og vinna vel saman er sigurinn nánast örugg- ur, nema hitt liðið sé enn skipu- lagðara,“ segir Lárus glaðlega og tekur dæmi um þann lærdóm sem falist geti í leikjunum. „Stjórn- andi innan fyrirtækis trúði mér fyrir því að hann væri í stökustu vandræðum því á fundum hjá honum færu allir að tala saman. Svo var hópurinn hans að berj- ast á móti annarri stoðdeild innan fyrirtækisins og við létum hvern og einn hafa talstöð. Allir fóru að tala í einu og enginn skildi neitt. Stjórnandinn hefur getað vitnað í talstöðvarleikinn á fundum síðan ef honum finnst masið verða of mikið.“ Lárus byrjaði með M16 Hóp- efli árið 2002 og til hans leita fyrirtæki, skólahópar og íþrótta- félög svo nokkuð sé nefnt. Hann segir meira að segja gamla her- stöðvaandstæðinga hafa tekið þátt og vera einhverja ánægð- ustu viðskiptavini sem hann hafi fengið. Yfirleitt fara þrautirn- ar fram úti í náttúrunni, helst í skóglendi. „Fólk byrjar á að fara í hermannabúninga utan yfir fötin sín, svo fær það byssur og hjálma og litur hjálmanna segir til um hverjir eru saman í liði. Miðað er á hjálma andstæðinganna og geislarnir eru algerlega skaðlaus- ir. Það er hægt að skjóta hvern og einn tíu sinnum og eftir það dett- ur hann úr leik.“ En skyldi fólk ekkert eiga erfitt með að miða hvað á annað? „Nei og það kemur okkur skemmtilega á óvart hvað stelpur á öllum aldri skemmta sér vel. Þær virðast ekkert hrifn- ar fyrst af að taka sér byssu í hönd en þegar þær eru byrjaðar fara þær í heilmikið stuð og gefa strákunum ekkert eftir.“ Lárus tekur fram að hann sé ekki hlynntur stríðsrekstri en auðvelt sé að nota leikinn á já- kvæðan hátt ef skilaboðin eru rétt. „Margir unglingar segja: „Úff, ég vildi ekki vera í þessu í alvöru,“ þannig að þeir átta sig fyllilega á að það er ekki hættulaust að vera hermaður og vita að hvert skref getur verið manns síðasta.“ Hann kveðst einnig bjóða upp á aðrar þrautir þar sem byssum er sleppt og sumir blandi þessu öllu saman. „Klassískt mynstur er að fólk byrji á að koma til okkar og taka aðeins á því, fari svo í sund og heita potta og fái sér svo einhvers staðar að borða,“ segir hann og kveðst hafa verið í samvinnu við staðarhaldara víðs vegar. - gun Öðruvísi útivera í góðum hóp Lárus segir hvern og einn spila leikina á sínum hraða. Mikilvægt er að skipulagning, undirbún- ingur og stjórn takist vel. Ýmsum brögðum þarf að beita í leikjunum. MYNDIR/M16 Á morgun mun Ferðafélag Íslands í samvinnu við Trex- hópferðamiðstöðina fara í dagsferð í eina mestu nátt- úruperlu Íslands, Þórsmörk. Lagt verður af stað klukkan átta um morguninn frá Ferða- félagshúsinu í Mörkinni 6. Ekið verður í Þórsmörk sem þegar er farin að skarta sumarskrúða, en þangað verður komið undir hádeg- ið. Deginum verður eytt í gönguferð frá Langadal á vit þjóðsagna og ævintýra, en áætluð heimkoma er klukk- an átta um kvöldið. Þátttak- endur hafa með sér nesti og eitthvað á grillið, en kynt verður undir kolunum í lok göngunnar. Bókanir eru hjá Ferðafé- lagi Íslands í síma 568 2533. - mmr Sumri fagnað í Þórsmörk FRÉTTABLAÐIÐ/GVA kr is to 11 @ si m ne t.i s
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.