Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 4

Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 4
4 31. maí 2008 LAUGARDAGUR ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Grill og ostur – ljúffengur kostur! VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 4 10 10 9 10 12 10 13 14 14 10 4 6 7 5 4 5 21° 26° 26° 22° 24° 19° 22° 18° 22° 31° 23° 23° 23° 23° 21° 23° 21° 24° Á MORGUN 5-15 m/s, hvassast suð- vestan til. 4 5 MÁNUDAGUR 5-15 m/s , hvassast allra syðst. 6 5 5 1010 12 19 20 13 13 15 14 10 LEIFAR AF ÚRKOMU Það er úrkomuloft á leiðinni austur af landinu og því má búast við vætu norðaustan og austan til í fyrstu. Annars staðar verður yfi rleitt þurrt en þó má búast við lítils háttar súld vestan til á landinu. Á morgun má búast við bongó- blíðu á Akureyri og Egilsstöðum. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Tímabundinni þjónustumiðstöð fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna jarðskjálftanna síðastliðinn fimmutdag verður komið upp á allra næstu dögum. Ríkisstjórnin samþykkti þetta á fundi sínum í gær en miðstöðin verður staðsett á Suðurlandi og unnið er að því að finna henni stað. Geta íbúar á jarðskjálfta- svæðinu leitað til miðstöðvarinnar eftir hvers kyns aðstoð í tengslum við afleiðingar skjálftans og verður þeim meðal annars veitt liðsinni vegna tryggingamála, hvort sem um er að ræða tjón sem Viðlagatrygging bætir eða almenn tryggingafélög. - ovd Tímabundin þjónustumiðstöð: Verður staðsett á Suðurlandi UNNIÐ AÐ SKRÁNINGU Starfsmenn Rauða krossins unnu ötullega að skráningu í fjöldahjálparmiðstöðinni á Selfossi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íbúar á skjálftasvæðinu á Suður- landi sneru margir hverjir aftur til síns í heima í gær til að virða fyrir sér tjónið og hefja tiltekt. Í Hveragerði og á Selfossi var rólegt um að lítast, þótt flestir hafi haft feikinóg við að vera og um að hugsa. Flestir voru ber- sýnilega enn að jafna sig á áfallinu frá því á fimmtudag. Þótt margir hafi tekið sér frí af skiljanlegum ástæðum voru sum hjól bæjarlífsins þegar tekin að snúast á ný. Starfsmenn Bónuss í Hveragerði mættu eldsnemma til að hreinsa upp af gólfum og raða í hillur og í hádeginu var verslun- in full af fólki, enda margir bæj- arbúar sem misst höfðu mestallt matarkyns þegar ísskápurinn steyptist um koll daginn áður. Tugir Hvergerðinga sóttu eftir hádegi fræðslufund þar sem Guð- mundur Baldursson bæjartækni- fræðingur greindi frá ástandinu í bænum og fulltrúar Rauða kross- ins fóru yfir áætlanir um áfalla- hjálp og undirbjuggu fólk fyrir væntanleg andleg eftirköst af áfallinu. Það setti óhug að gest- um á fundinum miðjum þegar til- tölulega snarpur eftirskjálfti reið yfir og heyra mátti andköf og klið í salnum á eftir. Tjón var enn að uppgötvast víða í gær, einkum sprungur í steinsteyptum húsum. Heima hjá Hauki Michelsen og Þor- björgu Theódórsdóttur, við Heið- arbrún í Hveragerði, mátti litlu muna að húsið liðaðist í sundur. Sprunga sem var vel greinileg utan við húsið teygði sig að hús- inu, undir það og út hinum megin. Þakið var nær sprungið frá veggnum innandyra og burðar- veggur virtist sprunginn í sund- ur, þótt enn héldist hann uppi. „Vínflöskurnar eru hins vegar allar óbrotnar þótt vínrekkinn hafi hrunið fram fyrir sig á gólf- ið,“ sagði Haukur. „Þetta er alveg með ólíkindum.“ stigur@frettabladid.is Enn skjálfti í fólki Það var rólegt yfir Selfyssingum og Hvergerðingum í gær þótt eftirköst skjálft- ans hvíldu þungt á flestum. Bæjarbúar hófu tiltekt, keyptu í matinn og hug- hreystu hver annan, en tíðir eftirskjálftar vöktu víðast hvar talsverðan óhug. HÚSIÐ SPRUNGIÐ Haukur Michelsen sér fram á mikinn kostnað við viðgerðir á húsi sínu. Þakið og veggurinn gengu nánast í sundur. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI ÞYRSTIR SELFYSSINGAR Íbúar á Selfossi voru varaðir við því að drekka kranavatn, sem hafði gruggast í jarðhræringunum. Mikil eftirspurn var því eftir vatni sem flutt var í bæinn. Alls voru um sex þúsund lítrar af flöskuvatni fluttir til bæjarins, og enn meira í tönkum. Enn er óvíst hvenær öruggt verður að drekka kranavatnið á ný. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI „Við komum inn skjálfandi og með hjartslátt,“ segir Ágústa Óskarsdóttir, sumarbústaðareig- andi í Öndverðarnesi, sem hafði heyrt hryllingssögur af því hversu illa hús og stöku bústaðir á svæðinu hefðu farið í skjálftan- um. „En þetta er bara flott. Þetta fór miklu betur en við óttuðumst.“ Ágústa fór gagngert austur fyrir fjall til að kanna ástandið á bústaðnum ásamt manni sínum, Bergþóri Bergþórssyni. Þau voru nýkomin inn úr dyrunum þegar blaðamann bar að garði. Eitt glas og ein skál hafði brotnað, annað ekki. „Fyrst þetta fór ekki verr verðum við kannski bara hér í nótt,“ sagði Bergþór. - sh Bústaðurinn ekki illa farinn: Fór mun betur en þau óttuðust BROTIN SKÁL Ágústa tíndi upp brotin, sem voru þó ekki ýkja mörg. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI „Tjónið er gríðarlega mikið. Þegar maður fann skjálftann þá vissi maður að það yrði mikið tjón, hann var svo harður,“ sagði Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar. „Það er að koma í ljós að það er þó nokkuð mikið um sprungur á húsum og það á eftir að koma betur í ljós hvort hús hafa skekkst eða eitthvað slíkt.“ Ragnheiður segir unnið að því að hreinsa vatnslagnir í því skyni að íbúar Selfoss fái hreint vatn inn í hús. Ekki sé ljóst hvenær því lýkur. - sh Bæjarstjóri segir tjónið mikið: Sprungur að koma í ljós RAGNHEIÐUR HERGEIRSDÓTTIR Pétur Guðmundsson, bóndi á Hvammi í Ölfusi, sér fram á að þurfa að veita vatni á beitarhaga sína eftir að lækur sem rann úr gili í Ingólfsfjalli og niður í hagana þornaði skyndilega upp eftir skjálftann. „Það dró bara úr rennslinu úr gilinu mjög hratt eftir skjálftann þangað til það hætti alveg.“ Pétur heldur kýr og hesta á Hvammi, og skepnurnar voru heldur órólegar í skjálftanum. „Það bara trylltist allt,“ segir hann. Hann segir þó þyrluumferðina sem fylgdi í kjölfarið hafa verið enn erfiðari fyrir blessuð dýrin en skjálftann sjálfan. - sh Náttúruleg áveita tapast: Gilslækurinn þornaði upp GILIÐ Áður fossaði myndarlega úr gilinu en nú er það þurrausið. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI SUÐURLANDSSKJÁLFTI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.