Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 10
10 31. maí 2008 LAUGARDAGUR SAMGÖNGUMÁL Ríkisstjórnin hefur að tillögu Kristjáns L. Möller sam- gönguráðherra ákveðið að falla frá hugmyndum um smíði Vest- mannaeyjaferju í einkafram- kvæmd. Í stað þess verður smíði ferjunnar boðin út með hefð- bundnum hætti og rekstur hennar boðinn út sérstaklega. Eyjamenn leggja þunga áherslu á að skipið sem smíðað verður uppfylli þær kröfur sem þeir höfðu að leiðar- ljósi í útboði sínu. Það eitt skiptir máli að þeirra mati að siglingar hefjist 1. júlí árið 2010 eins og ráð er fyrir gert. Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja- bæjar, fagnar því að halda á áfram með samgöngubætur eins og ráð var fyrir gert. „Áfram brýnum við fyrir samgönguyfirvöldum að slá ekkert af með stærð skipsins eða flutningsgetu.“ Talið er að smíði nýrrar ferju taki um tvö ár. Gunn- laugur telur að ferjan geti því farið að ganga á milli lands og Eyja á tilsettum tíma. „En tíminn vinnur vissulega á móti okkur en engu að síður er þetta vel ger- legt.“ Árni Johnsen alþingismaður tekur undir með Gunnlaugi. „Mín skoðun er sú að skynsamlegra hefði verið að semja við Eyja- menn. Það er mikilvægt að allt það rými sem mögulegt er verði nýtt varðandi þetta nýja skip og það verði ekki minna en það skip sem bærinn og Vinnslustöðin ætluðu að láta smíða. Minnumst þess að allir Herjólfar hafa orðið of litlir á fyrsta ári.“ Spurður hvort tilboð Eyjamanna muni ekki hafa verið raunsætt og það eigi eftir að koma í ljós í nýju útboði segir Árni að það megi vel vera. „Aðalatriðið er þó að ákvörðun liggur fyrir.“ Endurskoðað tilboð Vestmanna- eyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar var 45 prósentum yfir kostnaðar- áætlun en vinnuregla Siglinga- stofnunar er að taka ekki tilboðum sem fara tíu prósent yfir kostnað- aráætlun. Á þeim forsendum er tilboðinu hafnað nú og að telja má að aðstæður á lánamörkuðum séu óhagfelldar fyrir einkafram- kvæmd. Siglingastofnun Íslands verður falið að bjóða út smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju með hefðbundnum hætti í eiginfram- kvæmd ríkisins. Síðar verði rekst- ur ferjunnar boðinn út á sama hátt og gert hefur verið undanfarin ár. Gunnlaugur útilokar ekki að Vestmannaeyjabær bjóði í rekstur ferjunnar þegar þar að kemur en tekur fram að ekkert slíkt hafi verið rætt hingað til. svavar@frettabladid.is Ríkið smíðar nýjan Herjólf Ríkisstjórnin hefur slegið tilboð Eyjamanna í smíði og rekstur ferju út af borðinu. Ríkið annast verkið. Eyjamenn segja það eitt skipta máli að siglingar hefjist 2010 og ferjan uppfylli allar þeirra kröfur. HERJÓLFUR Eyjamenn leggja þunga áherslu á að ný ferja rúmi 400 farþega og 68 bíla að lágmarki. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR „Áfram brýnum við fyrir samgönguyfirvöldum að slá ekkert af með stærð skipsins eða flutningsgetu.“ GUNNLAUGUR GRETTISSON FORSETI BÆJARSTJÓRNAR VESTMANNAEYJA „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðplöntuframleiðendur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðplöntuframleiðenda. VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR. FÆREYJAR Um þriggja metra há flóðbylgja gekk á land í Hvanna- sundi á Viðey í Færeyjum síð- degis á miðvikudag. Skömmu síðar sogaðist sjórinn út og stóðu bátar á þurru og fiskur lá sprik- landi í fjörunni, eins og segir í færeyskum fjölmiðlum. Engar skýringar hafa fengist á þessum atburði. „Það kom alda inn í sundið sunnan frá og þeir halda að flóð- bylgjan hafi verið fimm til sex mílur á lengd. Menn giska á að mikið grjóthrun hafi orðið á hafs- botni,“ segir Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Fær- eyjum. Eiður segir að um stað- bundið fyrirbæri hafi verið að ræða. „Þetta kom hvergi fram nema á þessum eina stað. Athygl- isvert er að þetta gerðist í blíðu- veðri.“ Engan sakaði og ekki er vitað um tjón. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þessi óvenjulegi atburður í Færeyjum tengist ekki jarðskjálftum á Íslandi á nokkurn hátt. Mjög lík- legt sé að um neðansjávarskriðu- föll sé að ræða eins og rætt er um í Færeyjum. - shá Fiskar og bátar á þurru í Hvannasundi í Færeyjum: Undarleg sjávarflóð HVANNASUND Á VIÐEY Atburðirnir eru óútskýrðir en ljóst að þeir tengjast ekki jarðskjálftunum hér á Íslandi. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Meira en hálf milljón manna hefur flosnað upp frá heimilum sínum vegna stríðstátaka á fyrstu fimm mánuð- um þessa árs. Flestir eru þeir í Afr- íku. Auk þess hafa þúsundir óbreyttra borgara farist í stríðsá- tökum í Darfúr, Gaza, Írak, Afgan- istan og víðar. John Holmes, yfirmaður mann- úðarmála hjá Sameinuðu þjóðun- um, skýrði Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna frá þessu í vikunni. Hann sagði að þótt friður sé að festast í sessi á Fílabeinsströnd- inni, í Nepal og á Austur-Tímor, og þrátt fyrir jákvæða þróun víðar í heiminum, þá eru „milljónir af venjulegu fólki enn fastar í hryll- ingi stríðs og átaka“. Öryggisráðið varði einum degi í að ræða um vernd almennra borg- ara í stríðsátökum. Ráðið hefur samþykkt fjórar ályktanir um þessi mál án þess að lausn sé í sjónmáli. Holmes var kallaður á fundinn til að greina frá stöðu mála, en fundin- um lauk með því að samþykkt var yfirlýsing þar sem ráðið segist ætla áfram að láta sig „áhrif vopnaðra átaka á óbreytta borgara“ miklu varða. Í yfirlýsingunni eru öll brot á alþjóðalögum fordæmd og sú krafa gerð að „allir viðkomandi láti án tafar af slíkri iðju“. - gb Stríðsátök hafa enn gríðarleg áhrif á almenna borgara víða um heim: Hálf milljón hrakist á flótta FLÓTTAFÓLK FRÁ DARFÚR Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að hætta að brjóta alþjóðalög. NORDICPHOTOS/AFP LONDON, AP Nýi borgarstjórinn í London, Boris Johnson, kveðst ætla að binda enda á umdeild- an samning við Venesúela um ódýrt eldsneyti fyrir almenn- ingsvagna borgarinnar. Samkvæmt samningnum, sem gerður var í borgarstjóratíð vinstrimannsins Ken Livingstone, fékkst afsláttur af eldsneyti á vagnana gegn því að veita ráðgjöf um skipulagsmál í höfuðborg Venesúela, Caracas. Gagnrýnisraddir hafa sagt samn- inginn leyfa einni ríkustu borg heims að arðræna þróunarland. Samningurinn rennur út í ágúst og verður ekki endurnýjaður. - rat Samgöngur í London: Hætt við Venes- úela-samning BORIS JOHNSON JÓMFRÚARFERÐ Stoltur svanasteggur fylgir unga sínum áleiðis út í hinn stóra heim í Lincoln Park dýragarðin- um í Chicago. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND, AP Vinstriflokkurinn, yngsti flokkur Þýskalands, lauk fyrsta landsþingi sínu með því að sverja að nýta þann meðbyr sem flokkurinn hefur notið í kosning- um til héraðsþinga og sveitar- stjórna að undanförnu til að koma sterkur til leiks í kosningum til Sambandsþingsins eftir rúmt ár. Hinir 550 landsþingsfulltrúar sem komu saman í austurþýsku borginni Cottbus staðfestu Oskar Lafontaine í embætti flokksfor- manns. Vinstriflokkurinn varð til árið 2005 úr arftakaflokki austurþýska kommúnistaflokksins og hópi vesturþýskra vinstri- manna. - aa Flokksþing Vinstriflokks: Lafontaine áfram formaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.