Fréttablaðið - 31.05.2008, Side 11

Fréttablaðið - 31.05.2008, Side 11
LAUGARDAGUR 31. maí 2008 11 GRÆNLAND, AP Ráðherrar frá ríkj- unum fimm sem eiga strendur að Norður-Íshafi undirrituðu á fundi sínum í Ilulissat á Grænlandi sam- eiginlega yfirlýsingu, sem að sögn Pers Stigs Møller, utanríkisráð- herra Danmerkur, „skapar góðan pólitískan ramma um friðsamlega þróun í N-Íshafi í framtíðinni“. Møller var ásamt Hans Enoksen, formanni grænlensku landstjórn- arinnar, gestgjafi fundarins sem ráðherrar úr ríkisstjórnum Banda- ríkjanna, Kanada, Rússlands og Noregs, auk gestgjafanna, sóttu. Engum var boðið frá þremur aðild- arríkjum Norðurskautsráðsins − Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi. Með hinni sameiginlegu yfirlýs- ingu staðfestu Norður-Íshafs- strandríkin skuldbindingu sína til að leysa allan ágreining um lög- sögumörk og yfirráð yfir auðlind- um sem finnast kunna á svæðinu samkvæmt leikreglum alþjóðasátt- mála. „Ríkin fimm hafa nú lýst yfir að þau munu fylgja reglunum,“ sagði Møller. „Við höfum vonandi kæft allar sögusagnir um meint kapp- hlaup um Norðurpólinn í eitt skipti fyrir öll.“ - aa SAMLYNDI Ráðherrarnir í útsýnissiglingu á hafísfylltum firðinum við Ilulissat. NORDICPHOTOS/AFP Strandríki Norður-Íshafs undirrita sameiginlega yfirlýsingu á fundi á Grænlandi: Segja ekkert kapphlaup í gangi Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Rafm.sláttuvélar Vandaðar vélar og öflugir mótorar MENNTUN Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, hefur áhuga á að festa kaup á litlum plastbát fyrir skipstjórnarnámið sem fram fer í skólanum sem tekur til starfa í sumar, kannski sómabát fyrir 10- 20 milljónir króna. Baldur Gíslason, skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, segir að sómabátur dugi vel enda verði um tækjakennslu að ræða og aðeins farið út með sex til átta nemendur í einu. „Við þurfum bát sem hefur nauðsynleg siglinga- tæki um borð þannig að menn fái æfingu um borð á siglingu,“ segir Baldur. - ghs Tækniskólinn skoðar sómabát: Vill kaupa skip ÞURFA SEX Skólastjóri segir þörf á bát fyrir sex til átta nemendur í einu. VIÐSKIPTI Verð á ýmsum hrávörum hefur lækkað í þessari viku eftir mikla hækkun undanfarna mánuði. Ástæða lækkunarinnar er fyrst og fremst rakin til styrkingar Bandaríkjadals og lækkunar olíuverðs, að því er fram kemur í Morgunkorni Greiningar Glitnis. Olíuverð hefur lækkað úr tæpum 132 dollurum á tunnu í upphafi vikunnar í tæpa 126 dollara um miðjan dag í gær. Verð á gulli lækkaði um rúm fimm prósent, sem er fyrsta vikulækkun í rúmar fjórar vikur. Einnig hefur verð á silfri, áli, tini og kopar lækkað undanfarna viku. - bþa Sterkari dalur og lægri olía: Hrávöruverð lækkar á ný
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.