Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 28
28 31. maí 2008 LAUGARDAGUR F lestar myndirnar eru komnar upp á vegg og Viggo labbar með mig um sýningarsalinn á sokkaleistunum og útskýrir lítillátur hvaðan myndirnar eru en þær eru teknar á síðustu þremur árum á mismunandi stöðum í heiminum. Spurður hvort hann ferðist til að taka myndir eða taki myndir þegar hann ferðast, svarar hann að hann taki myndir þegar hann ferðast. Hann tekur myndir hvar sem hann er og hefur alltaf gert. Ljósmyndirnar á sýningunni eru flestar af trjám eða teknar úti í skógi. Ljós og skuggar spila stórt hlutverk en sumar myndanna eru einnig svarthvítar. Draumkennd- ar og ljóðrænar myndir sýna skynjun listamannsins á heiminn. Svo virðist sem engin listgrein sé honum óviðkomandi, auk ljós- myndanna málar hann, semur ljóð og tónlist og gefur út bækur eftir sig og aðra listamenn, og geisla- diska með eigin ljóðaupplestri. Hann blandar oft ljóðlist við ljós- myndir og á sýningunni verða líka ljóð í bland við myndirnar, bæði hans eigin og ljóð sem hann hefur valið, þar á meðal íslensk ljóð. Allt tengist. Myndir, orð, sögur. Eftir að hafa labbað um salinn sest hann upp við vegg út á svöl- um og reykir sígarettur sem hann vefur sjálfur meðan hann spjall- ar. Skógarbúinn Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur hefur verið fyrir- huguð í rúmt ár, „ég ákvað að taka myndir af trjám fyrir þessa sýn- ingu af því að það eru ekki tré á Íslandi. Ég ákvað að koma með tré til Íslands,“ segir Viggo og brosir. Samhliða sýningunni kemur einnig út, hjá bókaútgáfu hans Perceval Press, bókin Skovbo, eða sá sem býr í skóginum, skógarbú- inn. „Mér líður vel í kringum tré. Þar sem ég bjó í Danmörku var skógur og það er eitthvað í skóg- inum sem lætur mig líða vel. Þau minna mig kannski líka á Argent- ínu þar sem ég bjó sem barn. Þetta er eins með sjóinn, mér líður mjög vel við sjó. Ég get lifað án þess að vera alltaf við sjó eða tré en mér líður best þar sem ég hef hvort tveggja. Ég get samt ferðast um sandeyðimörk eða um íslenska náttúru. Mér líður mjög vel á Íslandi,“ útskýrir Viggo og það er greinilegt að hann er mikið nátt- úrubarn sem sækir í að vera einn úti í náttúrunni. Viggo hefur komið nokkrum sinnum áður til Íslands og líkar það vel. „Ég hef verið hér á öllum árstíðum. Ég er mjög hrifinn af því hvernig veðrið og birtan breytist snögglega hérna. Það er alveg magnað. Ég kom hingað fyrst með syni mínum. Það voru líklega Íslendingasögurnar sem drógu okkur hingað. Mér fannst alveg frábært að koma á staði þar sem staðarnöfnin voru enn þau sömu og í Íslendingasögunum.“ Frægð og frami Viggo hefur náð langt sem leikari, hann varð mjög vinsæll eftir hlut- verk sitt í Lord of the Rings og var tilnefndur til Óskarsverð- launa á árinu fyrir Eastern Prom- ises eftir David Cronenberg. Flestir stórleikarar eiga fullt í fangi með að halda utan um þess konar feril. En skyldi hann stefna á svipaðan frama sem ljósmynd- ari? „Ég gerðist ekki leikari til að verða frægur en það hefur samt gefið mér ákveðin tækifæri sem ég hefði annars ekki fengið eins og að vinna með David Cronenberg eða leika í spænsku myndinni Alat- riste. Allir geta orðið heppnir en það er það sem maður gerir við það sem skiptir máli. Ég reyni að gera eins vel og ég get í stöðunni. Ég hafði verið leikari í mjög lang- an tíma en það var ekki fyrr en í Lord of the Rings sem fólk virki- lega vissi hver ég var. En ég hafði líka verið að taka myndir löngu áður en ég byrjaði að leika. Þetta eru mjög svipaðir hlutir. Mitt markmið er aðallega að taka eftir. Þetta snýst um að vera vakandi, vera lifandi og taka eftir því sem er að gerast í umhverfinu. Við tökum öll eftir mismunandi hlut- um og upplifum mismunandi hluti. Hvað við svo gerum til að tjá það sem við upplifum kemur í ofaná- lag. Ljósmynd, málverk, ljóð eða tónlist sem við notum til að koma því til skila sem við höfum upplif- að er ekki aðalatriðið, heldur það sem ég tjái. Það hvernig maður skynjar heiminn er list í sjálfu sér. Að staldra við eitt þögult augna- blik og sjá hvað gerist. Ég hef lengi fengist við ljósmyndun og ég tek alltaf betur og betur eftir ákveðn- um hlutum í ljósmyndun sem ég hef áhuga á og þannig verður maður betri í því sem maður gerir og lærir. Ég vil ná til fólks með þessum myndum og ég vil að fólk komi og sjái sýninguna, en þetta snýst um að tjá mig hreinskilnis- lega, ef ég fer að taka myndir eða setja upp sýningar sem ég held að fólk vilji sjá þá á mér eftir að mis- takast, á sama hátt og leikstjórum, sem hugsa þannig, mistekst.“ Leikari eða ljósmyndari Það er ríkt í okkar samfélagi að flokka og skipta fólki niður í hólf, annaðhvort er fólk leikari eða ljós- myndari. Hvað finnst þér um það? „Ég held að allt tengist. Ég tek myndir til að tengjast heiminum og komast að því hvernig ég teng- ist honum. Allt sem maður gerir tengist á einhvern hátt. Þetta snýst um að gera hluti sem maður er vanur að gera í daglega lífinu og úr því verður einhver listsköp- un. Eitthvað vekur mann til umhugsunar. Maður fer á sýningu og það er kannski ekki góð sýning en maður staldrar við eina mynd, ein mynd er nóg til að fá mann til að stoppa og hugsa um ákveðna þætti í sínu lífi. Það þarf ekki að vera mynd, getur verið smásaga eða ljóð. Fólk staldrar við á mis- munandi stöðum.“ Er leiklistin annars eðlis en aðrar listgreinar sem þú fæst við? „Nei, að setja saman þessa sýn- ingu er nokkurn veginn eins og að leika. Við erum að hreyfa hluti til um svæðið. Finna út hvað passar hvar og velja. Segja fólki hvað það á að gera, svo fer ég kannski í göngutúr og kem til baka og starfs- fólkið er búið að gera eitthvað. Allir leggja sitt af mörkum á sama hátt og leikstjóri, handritshöfund- ur, framleiðandi og leikarar leggja sitt af mörkum við að búa til bíó- mynd. Niðurstaðan er afleiðing samvinnu og starfsfólkið hér á safninu hefur verið ótrúlega gott verð ég að segja.“ Einn í náttúrunni Viggo viðurkennir að umstangið sem fylgir stórum bíómyndum heilli hann ekki, en fylgi óneitan- lega með. Hann hefur lítinn áhuga á að taka þátt í kynningu á mynd- unum sem tekur jafnlangan tíma og að leika í myndinni, en það að vinna með áhugaverðu fólki og leikstjórum er það sem er raun- verulega gefandi og hann mun halda því áfram. „Það hefur verið of mikið að gera hjá mér síðustu ár og núna er fram undan mikil törn, ég hef því miklu minni tíma en ég vildi til að sinna listinni. Þess vegna reyni ég að nota tímann vel. Þetta er bara ég með myndavélina. Ég sest niður og horfi á himininn, stoppa, og syng kannski eða skrifa niður. Þegar ég hef tíma til að gera það og staldra við þá er ég ánægðastur. Líf mitt hefur verið mjög brjálað undanfarið og ég hef ekki mikinn tíma til að gera þessa hluti en ég er ánægð- astur þegar ég hef tækifæri til þess. Mér líður best með sjálfum mér og þegar þessi opnun er búin á ég frí í tvo daga og ég ætla að keyra beint út í náttúruna og eyða tíma með sjálfum mér. Mér líður best í náttúrunni, fjarri mannabyggðum. Sumt fólk þarf alltaf að vera með einhverjum öðrum, ég er ekki þannig. Mér finnst frábært að vera einn og sérstaklega í fallegu landslagi og þegar það er mjög hljótt í kring- um mig. Þá gleymi ég öllu öðru. Þess vegna líður mér vel á Íslandi. Ég kom hingað einu sinni í júlí og keyrði út á landi með myndavélina. Ég svaf eiginlega ekki neitt af því að sólin var enn þá á lofti á miðnætti og ég hélt bara áfram, eftir tvo daga var ég í góðu jafnvægi og algjörlega úthvíldur þó ég hefði varla sofið.“ Margt til lista lagt NÁTTÚRUVERND Náttúran er Viggo mikið hjartans mál og þar sem þema ljósmyndasýningarinnar er tré og skógur mun ágóðinn renna til Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Ég er heppinn að fá það vel borgað fyrir leiklistina að ég þarf ekki að reyna að lifa á listinni eða fá borgað fyrir myndirnar mínar, þess vegna finnst mér gott að sjóðurinn njóti góðs af. FRÉTTABLAÐIÐ/ ARNÞÓR ➜ VIGGO Í HNOTSKURN ■ Pabbi Viggo er danskur en mamma hans er bandarísk. Þegar hann var krakki fluttu þau til Argentínu þar sem faðir hans sá um sveitabýli. ■ Þegar foreldrar hans skildu flutti Viggo með mömmu sinni til New York. ■ Seinna flutti Viggo til Danmerkur og starfaði meðal annars sem vöruflutningabílstjóri. ■ Talar ensku, dönsku og spænsku. ■ Hann á langan feril í kvikmyndum og hafði leikið í myndum á borð við Portrait of a Lady eftir Jane Camp- ion, G.I. Jane eftir Ridley Scott, Crimson Tide eftir Tony Scott, A Perfect Murder eftir Andrew Scott og Leather- face: Texas Chainsaw Massacre III. ■ Eignaðist soninn Henry Mortensen með eiginkonunni Exene Cervenka en þau skildu. ■ Hann tók að sér hlutverk Aragons í Lord of the Rings, aðallega vegna þess að sonur hans var mikill aðdáandi Tolkien-sagnanna. ■ Síðan hefur hann leikið í tveimur myndum Davids Cronenberg, A History of Violence og Eastern Promises þar sem hann lék rússneskan mafíósa og var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir. ■ Við undirbúning á Eastern Promises fór hann til Rúss- lands og kynntist mönnum úr mafíunni. ■ Lék í spænsku myndinni Alatriste eftir Agustín Díaz Yanes og hefur nýlokið við leik í The Road eftir John Hillcoat með Charlize Theron. ■ Ljósmyndun hefur hann stundað frá blautu barnsbeini og hafði áhuga á ljósmyndun löngu áður en hann fór að leika. ■ Stofnaði Perceval Press og gefur út bækur eftir sjálfan sig og aðra listamenn, meðal annars bók Georg Guðna, Strange Familiar. ■ Gaf út geisladiskinn Time Waits for Everyone þar sem hann spilar á píanó. ■ Það leiðinlegasta sem hann gerir er kynningarstarfið í kringum bíómyndirnar sem hann leikur í og að tala við blaðamenn. Flestir vita hver leikarinn Viggo Mortensen er, sem skaust endanlega á stjörnuhimininn í Lord of the Rings. Færri vita að hann er ljósmyndari, mál- ari, skáld, og tónlistarmaður svo eitthvað sé nefnt. Hanna Björk Valsdóttir hitti Viggo í Ljósmynda- safni Reykjavíkur þar sem starfsmenn safnsins voru á fullu við að undirbúa ljósmyndasýningu hans sem opnar í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.