Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2008, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 31.05.2008, Qupperneq 30
30 31. maí 2008 LAUGARDAGUR F jölmargir ungir og efnilegir leikarar, söngvarar og dansarar mættu í prufur í Loftkastalanum haustið 1997, í von um að fá hlutverk í söngleiknum Bugsy Malone í leikstjórn Baltasars Kormáks. Söngleikurinn var frumsýndur við góðar undir- tektir í byrjun árs 1998 og vegna mikillar aðsóknar stóðu sýningar fram á haust sama ár, með hléi yfir sumartímann. Þeir sem réðu í hlutverkin hafa heldur betur haft gott auga fyrir upprennandi hæfileikafólki því margir af krökkunum hafa haslað sér völl sem leikarar á síðustu árum. Myndirnar eru ýmist teknar úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur eða úr leikskrá sýningarinnar, þar sem Grímur Bjarnason sá um myndatöku. „Ég hafði leikið í nokkrum leikritum og sjónvarpsmyndum og var að leika í Fiðlaranum á þakinu á sama tíma og Bugsy var sýnt, svo ég hafði nokkuð góða reynslu. Ég var orðin 16 ára og var svona í eldri kantinum miðað við hina, en yngstu krakkarnir voru 10 eða 11 ára. Bugsy Malone var ein uppáhaldsmyndin mín, svo mér fannst þetta mjög spennandi og vissi alveg hvaða hlutverk mig langaði að leika þegar Baltasar hafði samband og bað mig um að koma í prufur,“ segir Álfrún Örnólfsóttir sem hafði leikið mun stelpulegri hlutverk í sýningum á borð við Söngva- seið og Emil í Kattholti fram að hlutverki sínu sem Tallulah í Bugsy Malone. „Þetta var fyrsta „fullorðins“-hlutverkið mitt þar sem ég var að reyna að vera kvenleg, að leika dívu og táldraga Þorvald Davíð, sem var miklu minni en ég á þessum tíma,“ segir Álfrún og hlær. Þorvaldur Davíð Kristjánsson var fjórtán ára gamall þegar hann lék annað aðalhlutverkanna í sýningunni og segir miklar breytingar hafa átt sér stað á þessum tíma. „Ég man að búningurinn minn var orðinn of lítill undir lokin, en þá höfðum við tekið hlé yfir sumartímann. Maður stækkaði svo hratt á þessum tíma,“ segir Þorvaldur Davíð. „Þetta var mjög skemmtilegt og hópurinn alveg frábær. Ég datt eiginlega inn í þetta fyrir tilviljun, því mér var bara sagt frá prufunum og ég ákvað að skella mér. Þá var ég reyndar búinn að vera í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu og tala inn á teiknimyndina Lion King, svo maður var kominn með ágætis ferilskrá eftir Bugsy Malone svona miðað við aldur,“ sagði Þorvaldur Davíð að lokum. Fyrstu skrefin stigin í Bugsy Malone Það var fríður hópur ungmenna sem þreytti frumraun sína á leiksviði í söngleiknum Bugsy Malone fyrir réttum áratug. Ungur og upprennandi leikstjóri, Baltasar Kormákur, leiðbeindi þar krökkum á borð við Álfrúnu Örnólfsdóttur og Þorvaldi Davíð Kristjánssyni. Alma Guðmundsdóttir rifjaði upp þennan vinsæla söngleik. GÓÐUR HÓPUR Margir krakkar fóru í prufur fyrir hlutverk í Bugsy Malone og hér má sjá þau sem urðu fyrir valinu. LJÓSMYND/HILMAR ÞÓR Sem barn fékk hann hvert hlutverkið á fætur öðru í hinum ýmsu uppfærslum og talsetti meðal annars hlutverk í teiknimyndinni Lion King og söng einnig á barnaplötunni Barnabros. Árið 2007 hlaut Þorvaldur inngöngu í hinn virta Juilliard-listaháskóla í New York og er hann fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta inngöngu í leiklistardeild skólans. Þorvaldur Davíð Kristjánsson Á langan starfsferil að baki, hún lék aðeins tíu ára gömul aðalhlutverkið í kvikmyndinni Svo á jörðu sem á himni. Síðan hefur hún leikið fjölda hlutverka í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún útskrifaðist úr Webber Douglas Academy of Dramatic Art árið 2003. Eftir að hún kom heim úr námi hefur hún tekið þátt í fjölda leiksýninga, meðal annarra Eldað með Elvis, Úlfhamssögu og Segðu mér allt. Álfrún Örnólfsdóttir LJ Ó SM YN D /B RY N JA R G A U TI ÞORVALDUR DAVÍÐ OG ÁLFRÚN Hér má sjá stærðarmuninn á þeim, en parið fór með aðalhlut- verkin í sýningunni. LJ Ó SM YN D /H A R I MEÐ LEIKSTJÓR- ANUM Þorvaldur Davíð og nokkrir krakkar úr sýning- unni með leikstjór- anum, Baltasar Kormáki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.