Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 44

Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 44
● heimili&hönnun Skógarmunstraðir lampar N orski hönnuðurinn Cathrine Kullberg setti á stofn sitt eigið lampaframleiðslufyrirtæki árið 2006 og sýndi fyrsta lampann sinn ári síðar. Hún byggir á aldagamalli skandinavískri hefð við lampa- gerð og notar þunna birkirenninga í skerma í lampalínu sína Norweg- ian Forest. Í viðinn er skorið út munstur, norskur greniskógur og má sjá skógardýr á sveimi milli trjánna. Þegar kveikt er á lampanum lýsir gullinni birtu gegnum birkiviðinn og munstrið lifnar við þegar ljósið skín í gegnum það. Birkirenningarnir eru skornir niður af flugvélamódelsmiði og stál- grindin er smíðuð á málmverkstæði í nágrenni vinnustofu hönnuðar- ins en allir lamparnir eru settir saman í höndunum á vinnustofunni. Cathrine Kullberg lærði hönnun og arkitektúr ásamt listasögu og útskrifaðist árið 2000 með mastersgráðu í hönnun. Nánar má lesa um hönnun hennar á vefsíðunni, www.cathrinekullberg.com Forum Aid var stofnað árið 1976 sem málgagn sænskra innanhúss- hönnuða. Árið 1999 varð tímarit- ið óháð fagtímarit og spanna efn- istökin arkitektúr og hönnun al- mennt á Norðurlöndunum. Ritstjóri Forum Aid, Daniel Colling, segir lesendahóp blaðsins mestmegnis vera fagfólk í geir- anum en öllum sem áhuga hafa á skandinavískri hönnun og arki- tektúr, ætti að þykja tímaritið áhugavert. „Efnistökin hjá okkur eru ein- stök að því tilliti að óháðir blaða- menn fjalla um hönnun og arki- tektúr,“ útskýrir Daniel. „Við fáum ekki hönnuðina sjálfa til að fjalla um sín verk en Forum Aid er eina tímaritið sem ég þekki til sem nálgast hönnun eins og önnur tímarit nálgast dægurmenningu. Greinarnar okkar fjalla oftar en ekki jafn mikið um persónuna bak við hönnunarverkefnið eins og verkefnið sjálft.“ Daniel segir blaðið hafa það að markmiði að fjalla um það nýjasta sem er að ger- ast og kortleggja framtíðina í arki- tektúr og hönn- un. Í nýjasta tölu- blaði Forum Aid er fjallað um ís- lenska hönnun og er það að detta inn í verslanir Ey- mundsson þessa dagana. „Það er ekkert fagtímarit sem fjallar um ís- lenska hönnun á markaðinum og eðlilegt að við gerum það, þar sem við fjöllum um öll Norðurlöndin,“ segir Daniel. „Það er mikil gróska í íslenskri hönnun í dag og við munum sannarlega fjalla oftar um íslenska hönnun en hún sker sig úr á Norðurlöndunum að því er okkur finnst. Samfélagið er lítið og hér er enginn stór húsgagna- iðnaður. Það gerir íslenska hönn- uði fjölhæfari en kollega þeirra annars staðar á Norðurlöndum.“ Í grein sem ber yfirskriftina „Iceland´s future“, eða framtíð Íslands, er meðal annars fjallað um grafík Signýjar Kolbeinsdótt- ur og Hönnunarfyrirtækið Borðið. Aftar í blaðinu er fjallað um arki- tektastofuna Arkibúlluna. - rat Sænskt tímarit fjallar um íslenska hönnun ● Sænska hönnunartímaritið Forum Aid verður nú selt í bókabúðum hér á landi. Fjallað er um íslenska hönnun í nýjasta tölublaðinu. Framtíð Íslands er yfirskrift greinarinnar þar sem íslenskir hönnuðir koma við sögu. Aftar í blaðinu er fjallað um Arkibúlluna og segir ritstjóri blaðsins að reglulega verði fjallað um íslenska hönnun. ● SAMEINAÐIR KRAFTAR Í HÖNN- UN Tveir þungavigtarmenn í hönnun, hinn franski Pierre Charpin og Ítalinn Alessandro Mendini, leggja saman krafta sína á hönnunarsýningu í Kreo-galleríinu í París. Þeir sýna sameiginlega hönnun á mósaíkhús- gögnum og list. Með sýningunni vilja þeir sýna fram á fegurð og notagildi mósaíklistarinnar. Einn af munum sýningarinnar er endurgerður hægindastóll eftir Mend- ini sjálfan, þar sem hönnuðirnir gerðu mósaíkhlaðna útgáfu af stólnum fræga. Sýningin opnaði 24. maí síðastliðinn og stendur fram til 25. júní næstkomandi. hönnun Járnsmiðja Óðins Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó 31. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.