Fréttablaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 53
7
n Úganda
ABC hefur starfað í Úganda
frá árinu 1993. Til að
byrja með var aðal starfi ð
í Gulu héraði en vegna
ófriðarástands fl uttist aðal
uppbygging starfsins til
Kitetika í Suður-Úganda.
Þar hefur verið heilmikil
uppbygging og sömuleiðis
í Rackoko í Pader héraði þar
sem eru fl óttamannabúðir
fyrir 17.000 manns. Uganda
Australia Foundation hefur
verið samstarfsaðili ABC
barnahjálpar í Úganda, en
sú stofnun er nú orðin ABC
barnahjálp í Úganda.
Á fi mmta þúsund börn
stunda nú nám í skólum ABC
í Úganda, en þar af eru um
3000 börn styrkt til náms
héðan frá Íslandi, í Gulu
héraði, Kitetika og Rackoko.
ABC í Úganda rekur forskóla,
barnaskóla, unglingaskóla
og verkmenntaskóla.
Á annað þúsund barna
dvelja á heimavistum skól-
anna. Auk skólastarfs rekur
ABC heilsugæslu, samfélags-
útvarp og fullorðinsfræðslu í
Rackoko.
Nýja ABC barnaskólabyggingin í
Kitetika í bakgrunni
Unglingaskólinn í Kitetika
Ein nýju heimavistanna í Rackoko
Nýjasta verkefni ABC í
Úganda er mjög brýnt, en
það er neyðarástand ófrískra
stúlkna sem eru reknar úr
grunnskólum vegna ástands
síns. ABC hefur lagt áherslu
á að byggja heimavistir fyrir
stúlkur í Pader héraði þar
sem kynferðislegt ofbeldi
er mjög algengt og þungun
unglingsstúlkna er alvarlegt
vandamál. Verkefnið “Mother
child alive” eða Móðir barn
á lífi er átak til að hjálpa
stúlkum sem hafa orðið
fórnarlömb slíkt ofbeldis.
Hundruð stúlkna hafa leitað
til ABC vegna ástands síns,
sumar ófrískar, en aðrar
með ung börn sín. Verkefnið
felst í að veita þeim athvarf
þar sem þær geta haldið
áfram námi og jafnframt
lært að hugsa um börnin sín.
Byggð verður aðstaða fyrir
stúlkurnar þar sem þær geta
dvalið með börnum sínum,
dagheimili fyrir börnin þar
sem séð er um þau á meðan
stúlkurnar stunda námið
og matsalur sem verður
einnig nýttur sem aðstaða
til að kenna þeim að sjá um
börnin sín.
Fyrrverandi náttstaður sumra barna
hjá ABC, fáæktin er gífurleg.
n Kenýa
ABC barnahjálp var stofnuð
í Kenýa haustið 2006. Starfi ð
hefur verið tvíþætt:
Hjálp fyrir götubörn í
Nairóbí. Opnað var heimili
fyrir götubörn í desember
2006 og dvelja þar nú um
200 börn í fj órum húsum og
stunda nám.
Hjálp fyrir börn úr fátækustu
fj ölskyldum fátækra-
hverfa Nairóbí, en Mathare
fátækrahverfi ð hefur verið
aðal vettvangur þess hjálp-
arstarfs. Um 300 börn þiggja
nú hjálp við að komast í
skóla, skólagjöld eru greidd
og börnunum útvegaðir
skólabúningar, bækur og
læknishjálp auk þess sem
reynt er að aðstoða fj öl-
skyldur barnanna við að
koma undir sig fótunum þar
sem þess er kostur.
Nýjasta verkefni ABC í
Kenýa er að koma á fót
skólamiðstöðvum inni í
fátækrahverfum Naíróbí.
Auk þess að bláfátækum
börnum sé hjálpað til að
komast í skóla geta þau
komið í skólamiðstöðina eftir
skóla, fengið síðdegis hress-
ingu og aðstoð kennara við
heimanámið auk almennrar
aðhlynningar og aðstoðar.
Þetta verkefni er svar við
gífurlegri neyð heimilislauss
fólks í fátækrahverfunum
eftir að átök brutust út í
kjölfar forsetakosninganna
í desember. Fólk er enn
heimilislaust eftir að heilu
hverfi n voru brennd og
stoðum kippt undan lífi
fátæklinganna.
ABC barnahjálp er nú að
ganga frá kaupum á stóru
landi fyrir utan höfuðborgina
þar sem byggð verða heimili
og skólar fyrir umkomulaus
börn.
Líbería
ABC barnahjálp var stofnuð
í Líberíu um áramótin 2006-
2007 til að mæta gríðarlegri
neyð eftir langvarandi borg-
arastyrjöld. Keypt var stórt
land undir starfsemina
með hjálp frá utanríkis-
ráðuneyti Íslands og er nú
uppbygging í fullum gangi.
Byggingu heimavistar fyrir
stúlkur er nánast lokið,
skólabygging er vel á veg
komin og sömuleiðis
heilsugæsla.
Bygging heimavistar fyrir
drengi er ráðgerð á þessu
ári, sömuleiðis matsalur,
eldhús, starfsmannahús og
gestahús. Gert er ráð fyrir
að hægt sé að byggja aðra
hæð ofan á byggingarnar
og þegar það er búið verður
aðstaða til að hýsa og menn-
ta yfi r 1000 börn á landinu.
Gert er ráð fyrir að byggingar
verði tilbúnar og starfsemi
hefj ist þegar nýtt skólaár
hefst í byrjun september.
Heimavist fyrir stúlkur er langt komin
í Líberíu – lengst til hægri er heilsu-
gæslan með bláu þaki. Myndin er
tekin af þaki skólabyggingarinnar.
n Burkina Faso
Verið er að ganga frá
skráningu á ABC barnahjálp í
Burkina Faso.
Gríðarleg þörf er á að byggja
skóla og hjálpa börnum til
mennta en yfi r helmingur
barna í Burkina Faso er án
skólagöngu. Búið er að fá
land undir skólabyggingar
og gert er ráð fyrir að starfi ð
verði komið í fullan gang
áður en nýtt skólaár hefst í
haust.
n Senegal
Verið er að ganga frá
skráningu á ABC barnahjálp
í Senegal. Aðal áherslan
er á að aðstoða götubörn
fá Guinea Bissau sem eru í
þrælavinnu á götum Dakar
í Senegal og hjálpa þeim til
að komast heim til sín aftur.
Einnig er fátækum senegöls-
kum börnum hjálpað til að
komast í skóla, en lítill ABC
forskóli tekur til starfa í
haust.
n Guinea Bissau
Til stendur að hefj a starf í
Guinea Bissau sem fyrst og
er undirbúningur hafi nn
vegna skráningar ABC í
landinu. Til stendur að
byggja skóla til að hjálpa
þeim börnum sem hafa verið
tekin sem þrælar yfi r til
Senegal og tekist hefur að
senda til baka.
ABC hefur þegar verið gefi ð
land undir skóla í Guinea
Bissau og munu fram-
kvæmdir hefj ast um leið og
fj ármagn leyfi r, en hópur
barna bíður eftir skólanum.
n Rúanda
ABC hefur verið gefi ð land í
Kigali höfuðborg Rúanda þar
sem stendur til að hefj a starf
í haust.
Yfi r 200 milljónir króna
voru sendar frá Íslandi á
síðasta ári í gegnum ABC
barnahjálp til menntunar
og framfærslu þurfandi
barna og uppbyggingar
aðstöðu fyrir þau.
Kærar þakkir
Við hjá ABC barnahjálp
viljum koma á framfæri
innilegu þakklæti til allra
þeirra sem stutt hafa ABC
á einhvern hátt á þeim 20
árum sem liðin eru frá stofn-
un starfsins. Þetta stóra og
ört vaxandi starf er sam-
eiginlegt átak okkar Íslend-
inga sem við bjóðum nú
öðrum þjóðum að taka þátt
í með okkur. Við sem höfum
farið fyrir þessu starfi fi nnum
glöggt að þetta starf er fætt
í hjarta Guðs og hann á allan
heiður af því. Guð er faðir
föðurlausra og hann
hefur blásið sinni hugsjón
inn í starfi ð. Við höfum
haldið áfram í trú, tekið skref
inn í ný lönd án þess að hafa
nokkurt fj ármagn, tekið inn
fl eiri börn en við höfum séð
fram á að geta fætt, lofað
skólabyggingum með tóma
sjóði en alltaf hefur Guð
mætt þeirri þörf sem við
höfum staðið frammi fyrir.
Þakka ykkur kæru lands-
menn sem hafi ð staðið með
okkur og verið bænasvar
inn í aðstæður umkomu-
lausra barna. Án Guðs og
ykkar hefði þetta aldrei verið
hægt. Guð blessi ykkur fyrir
hjálpina.
Síðumúla 29 - 108 Reykjavík - S: 4140990 - www.abc.is - abc@abc.is
ENN BÍÐA
MÖRG BÖRN
EFTIR HJÁLP
414 0990
Hringdu til okkar eða farðu inn á
vefsíðu okkar og taktu að þér barn.
Mikinn fj ölda barna vantar
stuðningsaðila.
Einnig er hægt að leggja inn framlög á
reikning ABC.
nr. 1155-15-41411
kt. 690688-1589
abc.is