Fréttablaðið - 31.05.2008, Qupperneq 58
12
AKUSIA
n Herbert Guðmundsson fyrrverndi Búddisti hefur snúið sér að kristilegri
tónlist og er að vinna að útgáfu á nýjum Gospeldisk. Herbert hefur alltaf
reynt að fylgja sinni sannfæringu og verið ófeiminn að segja fólki frá því sem
hann er að upplifa hverju sinni. Herbert komst í kynni við Guðdóminn á sam-
komu hjá Kærleikanum síðastliðinn vetur og var svo snertur af krafti tilbeiðsl-
unnar að hann fór að kynna sér fj ölbreytileika Gospeltónlistar og út úr því varð
að hann snéri sér að því að semja lög sem snúa að kristindóminum.
Það er óhætt að segja að Herbert sé að gera gjörólíka hluti en hann hefur gert
áður. Tónlistin er orðin alvarlegri og áhrifameiri og fólk hrífst með trúnni og
söngnum. Á styrktartónleikum sem voru haldnir fyrir nokkrum vikum sló hann
hreinlega í gegn. Það eina sem vantaði að hans sögn þegar hann kynnti nýju
lögin sín var Gospelkór við hlið hans til að auka áhrif söngsins. Herbert mun
troða upp á Stóru Gospelhátíðinni og sýna landanum nýja hlið á sér, hlið sem
mun ekki láta nokkurn mann ósnortinn. Aðgangur er ókeypis eins og á alla
styrktartónleika sem haldnir verða á Víðistaðatúni þessa daga.
HERBERT GUÐMUNDSSON
SÝNIR Á SÉR NÝJA HLIÐ
MARTIN I GRUND
n Martin i Grund er Færeyingur búsettur í Englandi.
Hann er á leið til íslands ásamt 5 manna hljómsveit
til að taka þátt í Stóru Gospelhátíðinni. Martin er
fyndinn náungi sem semur ótrúlega skondin lög um
ýmislegt yrkisefni úr orði Guðs. Martin mætti líkja
við Iggy Pop og Bob Dylan á yngri árum en hann fer
ótroðnar slóðir í söng sínum og fær hlustendur sína
til að skemmta sér og njóta tónlistarinnar. Martin
verður með tónleika sína seinni helgina á hátíðinni
eða þann 27. 28. og 29. júní.
G
n Tónlistin sem Glit spilar er
“létt-sveifl u-gospel” og kemur
bandið fram á Gospel hátíðinni
þann 24. júní. Tilgangur hljóms-
veitarinnar er að gleðjast, vera
öðrum til gleði og nafni Jesú til
sóma. Hljómsveitina skipa miklir
músikantar eða þau: Sigurbjörg
Níelsdóttir, Bjarnsteinn Þórsson,
Björgvin Óskarsson, Hálfdán
Gunnarsson, Magnús Nielsson og
Stefán Birkisson.
n Gospel Invasion Group eða „GIG“ er tónlistarhópur
sem starfað hefur síðan 2002. Hann spilar kröftuga
og dínamíska tónlist. Hópurinn hefur á að skipa nokkra
af bestu söngvurum innan Gospelgeirans og hafa
margir þekktir tónlistarmenn á íslandi kallað hópinn
„best geymda leyndarmál Íslands“. Hópurinn hefur
gefi ð út tvo geisladiska og er sá þriðji væntanlegur
í sumar ásamt DVD disk. GIG hefur spilað víða hér
heima og erlendis og sér um tónlistina í Krossinum.
Framundan hjá GIG er ferð seinnipart sumars til USA
þar sem þau mun halda tónleika víða um Bandaríkin.
Hópurinn mun einnig ferðast um landið og kynna nýja
diskinn í haust.
Hægt er að fræðast meira um
Gospel Ivasion Group á slóðinni:
www.myspace.com/gospelinvasiongroup
GIG
SOLOMON JABBY
n Emma og Martin Ahlbäck hafa sett saman skemmti-
lega Reggae grúppu. Emma starfaði um skeið í Ghana
og eftir þá reynslu setti hún saman bandið Akusia sem
þjónar í söng og oft fylgja skemmtilegar sögur á milli
laga. Akusia verður með tónleika sína á Víðistaðatúni
mánudagskvöldið 23. júní eftir Jónsmessuskemmtunina
í Hellisgerði.
ON
n Solomon Jabby er skemmtilegur Reggae listamaður sem
spilar á hátíðinni DUB Reggae tónlist. Margar tegundir eru til í
Reggae tónlistinni svo sem Gospel Reggae eins og Christafari
spilar, Reggae Roots, Reggae Dancehall music, Soca, Jungle,
Raggae muffi n, Reggae hip hop, Reggae Jamoo og svo Reg-
gae Dub tónlist. Solomon spilar Dub tónlist og er hann einn af
þeim sem verða með námskeið á hátíðinni um þessa tegund af
tónlist. Nánari uppl. á www.biggospelfestival.com
n John-Kyle Dickerson er 21 árs trúbator sem
fer víða um og spilar og syngur um trú sína. John
ferðast með hljómsveitinni Constella frá Florida
og ætlar hann að spila á nokkrum
kaffi húsum í bænum ásamt því að troða
upp á Thorsplani og í nokkrum
verslunarmiðstöðvum.
REGGAE FRÁ SVÍÞJÓÐ