Fréttablaðið - 31.05.2008, Side 93

Fréttablaðið - 31.05.2008, Side 93
LAUGARDAGUR 31. maí 2008 53 Steven Tyler, söngvari Aerosmith, segist hafa skráð sig á meðferðar- heimili til að geta jafnað sig á aðgerð á fæti í „öruggu umhverfi“. Þurfti hann að gangast undir aðgerðina eftir að hafa meiðst á tónleik- um. Talið var að hinn sex- tugi Tyler, sem hefur verið laus við vímuefni í tuttugu ár, hafi farið í vímuefnameðferð en Tyler hefur nú leið- rétt þann misskilning. „Læknarnir sögðu mér að sársaukinn í fætinum myndi hverfa ef ég færi í nokkrar aðgerðir,“ sagði hann í yfirlýs- ingu sinni. Tyler átti við mikinn vímuefna- vanda að stríða á átt- unda og níunda ára- tugnum en hefur haldið sér allsgáðum síðan 1986. „Það er búið að vera draumur hjá mér lengi að geta spilað fyrir aðra og skemmt öðrum. Þetta er mikið tilhlökkunarefni,“ segir plötu- snúðurinn Dj Raven, eða Helgi Hrafn Pálsson, sem hefur fest kaup á glænýjum Pioneer-græj- um. Þær skarta Djm 800-mixer, fjölda „effekta“, tveimur hljóð- nemum og heyrnartólum. Þurfti hann að slá lán fyrir herlegheitun- um enda kostuðu þau hátt í hálfa milljón króna. Helgi Hrafn hefur getið sér gott orð sem plötusnúður í Hinu húsinu og í félagsmiðstöðinni Árseli, auk þess sem hann hefur undanfarin ár sungið víða með Blikandi stjörn- um, sem er sönghópur fyrir fatl- aða. Söng hann síðast á Egilsstöðum við góðar undirtektir. Helgi Hrafn, sem kallar sig líka Dj Hrafninn, hefur hingað til not- ast við hefðbundna geislaspilara á diskótekum en langaði til að stækka við sig og þróa stíl sinn enn frekar. „Ég byrjaði að fitla við þetta fyrr á þessu ári og hef feng- ið ágætis viðtökur. Þegar ég byrj- aði var ég mikið í Pottþétt-diskun- um en síðan færði ég mig yfir í Ibiza-tónlist, Ministry of Sound, teknó, U2, rokk og bara allan pakk- ann,“ segir Helgi, sem er jafn- framt liðtækur trommuleikari. Miðað við metnaðinn í Helga Hrafni á hann eftir að ná langt sem plötusnúður og vafalítið eiga nýju græjurnar eftir að eiga stóran þátt í því. - fb SÁTTUR VIÐ GRÆJURNAR Helgi Hrafn Pálsson, eða Dj Raven, einbeittur fyrir framan nýju græjurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fékk sér nýjar græjur STEVEN TYLER Söngvari Aerosmith fór í meðferð vegna aðgerðar á fæti en ekki út af vímuefnaneyslu. Ekki dottinn í það Smáralind
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.