Fréttablaðið - 01.06.2008, Page 66

Fréttablaðið - 01.06.2008, Page 66
42 FERÐALÖG Þ egar Litháen öðlaðist sjálfstæði frá Sovét- ríkjunum voru teknar niður styttur af Lenín og Marx og öðrum táknmynd- um kommúnismans. En hvað átti að koma í staðinn? Listamaður- inn Saulius Paukstys var með svarið: Frank Zappa að sjálf- sögðu. Hann stofnaði aðdáenda- klúbb fyrir Zappa og lét reisa styttu af hinu furðulega banda- ríska rokkgoði í miðri borginni. „Okkur langaði að reisa tákn fyrir endalok kommún ismans og eitt- hvað sem myndi hressa okkur við,“ útskýrði Paukstys, sem við- urkennir að Zappa hafi samt ekk- ert með Litháen að gera nema ef til vill sú staðreynd að hann hafi litið dálítið út eins og gyðingur. En í kringum styttuna af Zappa myndaðist heilt hverfi af bylt- ingarsinnuðum hippum í Uzupis sem í kjölfarið mynduðu Lýðveldi englanna. Undanfarin átta ár hefur þetta litla lýðveldi átt eigin sendiráð í Moskvu, eigin stjórnar- skrá, tvær kirkjur og fjögur flögg sem skiptast eftir árstíðum. LÝÐVELDI ENGLANNA Í gömlu hverfi í Vilníus, höfuðborg Litháens, er hópur íbúa sem reistu styttu til heiðurs Frank Zappa og eru með eigin stjórnarskrá. Vilhelm Gunnarsson ljós- myndari heimsótti Uzupis, paradís bóhemanna. Listahátíð við hverfið. Líf og fjör á tónlistarhátíð í Uzupis. Uzupis er eitt elsta hverfi borgarinnar. Gallerí og vinnustofa í Uzupis.Þegar fólk giftir sig festir það lás á brúna til merkis um ást sína. Hinn sögufrægi Lada sést oft í hverfinu. www.tækni.is Umsóknarfrestur er til 11. júní Hátækninám Raftækniskólinn Raftækniskólinn er hluti af Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Tækniskólinn er nýr framsækinn framhaldsskóli, sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. Nám sem býður nemendum frábæra aðstöðu, góða kennslu og spennandi verkefni. • Grunnnám rafiðna • Rafeindavirkjun • Rafvirkjun • Rafvélavirkjun • Stúdentspróf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.