Fréttablaðið - 02.06.2008, Síða 50

Fréttablaðið - 02.06.2008, Síða 50
18 2. júní 2008 MÁNUDAGUR Þegar unglingsárin skella á í allri sinni dýrð stendur ungviðið gjarnan í þeirri trú að fátt sé skemmtilegra að gera í lífinu en að fara á rokktónleika í stórri tón- leikahöll. Dýrðarsögur eldri kynslóðanna af því þegar þær sáu Led Zeppelin, Pulp eða Rammstein troða upp á stórtón- leikum magna upp löngun til þess að fá að upplifa slíka skemmtun á eigin skinni. Þegar kemur að frum- rauninni sem tónleikagestur vill þó gamanið gjarnan kárna heldur fljótt þar sem unga fólkið uppgötv- ar, sér til nokkurrar hrellingar, að það er lítið gaman fyrir lágvaxna að velkjast um í sveittu mannhafinu þar sem ekkert annað er í sjónlínu fyrir dvergana en bök og hnakkar þeirra sem framar standa. Reyndar er ekki öll von úti; fæstir hafa náð endanlegri stærð sinni við ferming- araldur og því þarf fyrsta stórtón- leikareynslan ekki að vera for- skriftin að síðari reynslu. Sumir unglingarnir verða síðar að slánum sem gnæfa yfir hvaða mannhaf sem er og þurfa aldrei að hafa áhyggjur af því hvort þeir muni sjá á sviðið eða ekki. Flestir ungling- arnir stækka eitthvað, en enda þó innan skekkjumarka og eiga þannig ágætis möguleika á að sjá stundum eitthvað aðeins á rokktónleikum, í það minnsta ef að þeim tekst að staðsetja sig vel í salnum. En svo er alltaf einhver hluti unglinganna sem aldrei stækkar heldur stendur í stað og nær aldrei að skríða upp fyrir 160 sentimetra hæð. Hlut- skipti þessara einstaklinga er sann- arlega grátlegt; fyrir þeim liggur að sjá aldrei nokkurn tímann, svo lengi sem þeir lifa, glitta í tangur né tetur af rokkhetjum sínum. Í staðinn fá þessir vesalingar að virða fyrir sér um alla eilífð hafsjó af bökum íklæddum hljómsveitar- bolum (lítið fólk er því oft meðvit- aðra en aðrir um hvar hljómsveitir leika á tónleikaferðalögum) eða nöktum, sveittum og mis-loðnum bökum. Eins áhugaverð og þessi bakfræði getur nú verið vildi eflaust flest smáfólkið skipta út þekkingu sinni á greininni fyrir sjónlínu á sviðið. STUÐ MILLI STRÍÐA Hnakkar og bök VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR ER LÍTIL ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jeminn, Binni, ég veit að þegar við hittumst sagð- irðu að þú værir hrifinn af löngum göngutúrum á ströndinni... en ekki með /%&#&# málmleitartæki! Jæja! Við getum spilað nokkur með- algóð blúslög, en ég sé engan söngvara meðal okkar! Nei! Þar erum við í bobba! Við getum haldið prufur?! Þyrftum við ekki að hafa nafn líka? Snilld! Við hengjum upp plaköt í skólan- um! Góður punktur! Það ætti að vera nafn með góðum hljómi! Sem virkar bæði utanlands og innan! Yes! Nafn sem fær fólk með hæfi- leika til að vilja syngja með okkur! Alright! Fótsúpa leitar söngv- ara, prufur í bílskúrnum hans Magga, föstudag 19.00 G E E E E E E I I I I I I I I I I I S P ! Glúgg glúgg Sker sker sker Þú ofdekrar hann. Á ég að senda drenginn í skólann án morgunmats? Aftur í skólann! Mjási? Ég var að hugsa að ég get kannski lært að nota dósaopnara. Vá! Sjáðu hvað ég fann! Hvað? Þegar ég var á þínum aldri var ég vön að fara í þetta og kalla mig „Prinsessu Á-háum-hesti- sem-stjórna-öllum-heiminum“ Er það? Svo gekk ég um og skipaði fyrir og lét þig kalla mig „Yðar hátign“ Hahahah- ahhaah- haha! Ég væri til í að sjá það á myndbandi! Þú meinar, „Ég væri til í að sjá það á myndbandi, Yðar hátign!“ Eiðanemar Nú er komið að því sem allir hafa talað um. Ball á Borginni föstudaginn 13.júní! Nemendur allra árganga og makar þeirra velkomnir. Það verður bara gaman. Nánari upplýsingar er að fi nna á eidaball2008.blog.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.