Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2008, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 02.06.2008, Qupperneq 50
18 2. júní 2008 MÁNUDAGUR Þegar unglingsárin skella á í allri sinni dýrð stendur ungviðið gjarnan í þeirri trú að fátt sé skemmtilegra að gera í lífinu en að fara á rokktónleika í stórri tón- leikahöll. Dýrðarsögur eldri kynslóðanna af því þegar þær sáu Led Zeppelin, Pulp eða Rammstein troða upp á stórtón- leikum magna upp löngun til þess að fá að upplifa slíka skemmtun á eigin skinni. Þegar kemur að frum- rauninni sem tónleikagestur vill þó gamanið gjarnan kárna heldur fljótt þar sem unga fólkið uppgötv- ar, sér til nokkurrar hrellingar, að það er lítið gaman fyrir lágvaxna að velkjast um í sveittu mannhafinu þar sem ekkert annað er í sjónlínu fyrir dvergana en bök og hnakkar þeirra sem framar standa. Reyndar er ekki öll von úti; fæstir hafa náð endanlegri stærð sinni við ferming- araldur og því þarf fyrsta stórtón- leikareynslan ekki að vera for- skriftin að síðari reynslu. Sumir unglingarnir verða síðar að slánum sem gnæfa yfir hvaða mannhaf sem er og þurfa aldrei að hafa áhyggjur af því hvort þeir muni sjá á sviðið eða ekki. Flestir ungling- arnir stækka eitthvað, en enda þó innan skekkjumarka og eiga þannig ágætis möguleika á að sjá stundum eitthvað aðeins á rokktónleikum, í það minnsta ef að þeim tekst að staðsetja sig vel í salnum. En svo er alltaf einhver hluti unglinganna sem aldrei stækkar heldur stendur í stað og nær aldrei að skríða upp fyrir 160 sentimetra hæð. Hlut- skipti þessara einstaklinga er sann- arlega grátlegt; fyrir þeim liggur að sjá aldrei nokkurn tímann, svo lengi sem þeir lifa, glitta í tangur né tetur af rokkhetjum sínum. Í staðinn fá þessir vesalingar að virða fyrir sér um alla eilífð hafsjó af bökum íklæddum hljómsveitar- bolum (lítið fólk er því oft meðvit- aðra en aðrir um hvar hljómsveitir leika á tónleikaferðalögum) eða nöktum, sveittum og mis-loðnum bökum. Eins áhugaverð og þessi bakfræði getur nú verið vildi eflaust flest smáfólkið skipta út þekkingu sinni á greininni fyrir sjónlínu á sviðið. STUÐ MILLI STRÍÐA Hnakkar og bök VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR ER LÍTIL ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jeminn, Binni, ég veit að þegar við hittumst sagð- irðu að þú værir hrifinn af löngum göngutúrum á ströndinni... en ekki með /%&#&# málmleitartæki! Jæja! Við getum spilað nokkur með- algóð blúslög, en ég sé engan söngvara meðal okkar! Nei! Þar erum við í bobba! Við getum haldið prufur?! Þyrftum við ekki að hafa nafn líka? Snilld! Við hengjum upp plaköt í skólan- um! Góður punktur! Það ætti að vera nafn með góðum hljómi! Sem virkar bæði utanlands og innan! Yes! Nafn sem fær fólk með hæfi- leika til að vilja syngja með okkur! Alright! Fótsúpa leitar söngv- ara, prufur í bílskúrnum hans Magga, föstudag 19.00 G E E E E E E I I I I I I I I I I I S P ! Glúgg glúgg Sker sker sker Þú ofdekrar hann. Á ég að senda drenginn í skólann án morgunmats? Aftur í skólann! Mjási? Ég var að hugsa að ég get kannski lært að nota dósaopnara. Vá! Sjáðu hvað ég fann! Hvað? Þegar ég var á þínum aldri var ég vön að fara í þetta og kalla mig „Prinsessu Á-háum-hesti- sem-stjórna-öllum-heiminum“ Er það? Svo gekk ég um og skipaði fyrir og lét þig kalla mig „Yðar hátign“ Hahahah- ahhaah- haha! Ég væri til í að sjá það á myndbandi! Þú meinar, „Ég væri til í að sjá það á myndbandi, Yðar hátign!“ Eiðanemar Nú er komið að því sem allir hafa talað um. Ball á Borginni föstudaginn 13.júní! Nemendur allra árganga og makar þeirra velkomnir. Það verður bara gaman. Nánari upplýsingar er að fi nna á eidaball2008.blog.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.