Fréttablaðið - 11.06.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.06.2008, Qupperneq 10
10 11. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL Norskir feðgar sem leitað var í alla fyrrinótt fundust sofandi í bíl sínum við Jökulsárlón í gærmorgun. Feðgarnir höfðu ekkert látið vita af sér síðan á fimmtudag og því var afráðið að hefja eftir- grennslan í fyrrakvöld. Lögreglan á Húsavík hafði yfir umsjón með leitinni þar sem feðgarnir höfðu síð- ast sést á þeim slóðum. Talið var að þeir hefðu ætlað á hálendið, þar sem flestir vegir eru enn ófærir. Ekki var hægt að leita úr lofti sökum lélegs skyggnis og því voru björgun- arsveitarmenn sendir á flesta hálendisvegi. Í gærmorgun tókst lögreglu að rekja greiðslukorta- notkun föðurins til Víkur í Mýrdal og eftirgrennslan leiddi í ljós að þaðan höfðu þeir ætlað til Seyðis- fjarðar. Þeir fundust síðan við Jökulsárlón. Feðgarnir komu til landsins með glænýjan silfur- gráan Honda CRV-jeppling, sem faðirinn hugðist mynda við framandlegar aðstæður í atvinnuskyni. Í þeim bíl fundust feðgarnir sofandi. Ekkert amaði að þeim og þeir höfðu ekki hugmynd um að víðtæk leit hefði staðið yfir að þeim. Að sögn lögreglu er ekki vitað hvers vegna þeir höfðu ekki samband við fjöl- skyldu sína í heimalandinu í fjóra daga. - sh SLÓVENÍA, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti og evrópskir bandamenn Bandaríkjanna hótuðu í gær sameiginlega harðari þving- unaraðgerðum gegn Íran í því skyni að minnka möguleika Írans- stjórnar á að geta komið sér upp kjarnorkuvopnum. Bush sagði að horfur á kjarnorkuvígvæddu Íran myndu ógna heimsfriðnum. „Þeir geta annað hvort kallað yfir sig einangrun eða þeir geta valið betri tengsl við okkur öll,“ sagði Bush um ráðamenn Írans á blaðamannafundi eftir síðasta samráðsfund sinn með leiðtogum Evrópusambandsins, sem að þessu sinni fór fram í kastala við bæinn Kranj í Slóveníu. Slóvenar ljúka formennskumisseri sínu í ESB eftir leiðtogafund sambandsins í næstu viku. Langur listi umræðuefna var á dagskrá fundar Bush og ráðherra hans með evrópskum kollegum sínum, en Íransmálið virðist hafa sett önnur mál í skuggann. Íransstjórn heldur því staðfast- lega fram að hún áformi aðeins friðsamlega nýtingu kjarnorkunn- ar til raforkuframleiðslu. En það standa á henni mörg spjót þar sem hún hefur virt að vettugi þrjár ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og heldur áfram að auðga úran. Bush varaði við því að ef svo skyldi fara að Írönum tækist að koma sér upp kjarnorkuvopnum „myndi hinn frjálsi heimur spyrja: hvers vegna gerðum við ekki eitt- hvað í þessu tímanlega? ... Nú er tíminn fyrir skilvirka diplómasíu.“ Meðal annarra mála sem leið- togarnir ræddu voru aðgerðir gegn hlýnun loftslags, efnahags- þrengingar vestan- sem austan- hafs, friðarhorfur í Mið-Austur- löndum, Afganistan og fleira. Að fundinum í Slóveníu loknum heldur Bush til Berlínar, þar sem hann tekur þátt í minningarathöfn um loftbrúna sem fyrir sextíu árum sá Vestur-Berlínarbúum fyrir öllum nauðsynjum er Stalín lét loka öllum landsamgöngum þangað. Því næst flýgur forsetinn til Rómar og hittir Berlusconi for- sætisráðherra og Benedikt XVI páfa. Næsti áfangastaður er París en eftir viðkomu í Lundúnum lýkur hann þessari síðustu Evr- ópuför sinni sem forseti í Belfast á Norður-Írlandi. audunn@frettabladid.is Mest rætt um málefni Írans Á leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB skyggðu umræður um frekari refsiaðgerðir gegn Íransstjórn á aðra dagskrárliði. Með fundinum hóf George W. Bush síðustu Evrópuförina í forsetatíð sinni. ÞRÝSTA Á ÍRAN Bush ásamt slóvenska forsætisráðherranum Janez Jansa og Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, við Brdo-kastala í Slóveníu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA „Þetta er mikil breyt- ing á skipan ákæruvaldsins,“ segir Ragna Árnadóttir, ráðu- neytisstjóri dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. Á síðasta degi þingsins voru samþykkt ný lög um meðferð sakamála en með því var nýtt embætti héraðssaksóknara stofn- að. Lögin munu taka gildi 1. jan- úar árið 2009 en þau eru afrakstur margra ára vinnu réttarfars- nefndar. „Þetta tryggir vandaðri máls- meðferð hjá ákæruvaldinu þar sem það yrði þrískipt. Nú er það hins vegar tvískipt í höndum lög- reglustjóra og ríkissaksóknara.“ Embætti héraðssaksóknara tekur ákvarðanir á fyrsta stjórn- sýslustigi í nán- ast öllum meiri háttar sakamál- um, þar á meðal manndráps- og kynferðis- brotamálum. „Lögreglu- stjóra er gefið meira svigrúm til að ljúka máli með sekt án ákæru. Það þýðir að málum sem til dæmis færu fyrir dómstóla í dag myndi ljúka hjá honum,“ segir Ragna. Hlutverk ríkissaksóknara sam- kvæmt lögunum verður aðallega að setja reglur og hafa eftirlit með öðrum ákærendum. - vsp Embætti héraðssaksóknara sett á laggirnar: Ákæruvaldið verður þrískipt um áramótin RAGNA ÁRNADÓTTIR LÖGREGLUMÁL Tekið hefur gildi reglugerð sem kveður á um útgáfu evrópsks skotvopnaleyfis á Íslandi. Handhöfum leyfisins er heimilt að fara með skotvopn sín til veiða eða stunda íþróttaskotfimi á Schengen-svæðinu. Þetta er þó aðeins heimilt sé notkun vopnsins leyfð í viðkomandi landi og dvölin skemmri en þrír mánuðir. Leyfin verða gefin hjá lögreglustjórum um allt land. - kg Evrópskt skotvopnaleyfi: Þarf ekki leyfi til útflutnings AKUREYRI Í ljósi reynslu frá dög- unum í kringum 17. júní síðustu ár, sem einkennst hafa af ofbeldi og áfengis- og vímuefnaneyslu á tjaldsvæðum Akureyrarbæjar að Hömrum og Þórunnarstræti, verð- ur aðgengi stýrt að tjaldsvæðun- um í ár. Kemur þetta fram í tilkynningu rekstaraðila tjaldsvæðanna og tekur til daganna 12. til 18. júní í sumar. Þar segir að einnig verði aukin öryggis- og löggæsla til að tryggja að reglum tjaldsvæðanna sé fram- fylgt, að aðgengi sé fyrir fjöl- skyldufólk en miðist við tuttugu ár fyrir aðra. - ovd Aukið eftirlit á Akureyri: Stýra aðgengi að tjaldsvæðum LÖGREGLA Tilkynnt var um reyk í Dvergabakka í Breiðholti klukkan þrjú aðfaranótt þriðjudags. Þar hafði kviknað í potti í eldhúsi þegar verið var að elda súpukjöt. Töluverður reykur var í húsinu og íbúi var fluttur á spítala með vott af reykeitrun. Í fyrrakvöld kom upp mikill eldur í þríbýlishúsi við Álfaskeið í Hafnarfirði og er húsið nú nánast gjörónýtt. Enginn slasaðist í eldsvoðanum. Mikill vatnsleki var snemma í gærmorgun í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur. Telur lög reglan að þó nokkrar skemmd- ir hafi orðið á húsinu. - vsp Erill var hjá slökkviliðinu: Kviknaði í súpukjötspotti ALLT Á FLOTI Í INDIANA Svona var umhorfs við bakka Hvítár nærri Elnora í Indiana-ríki í gær. Búist var við að draga færi úr vatnavöxtunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Straumur tók kafara Fimm evrópskir kafarar, þar af einn sænskur, hurfu þar sem þeir voru við köfun í Indónesíu nýlega. Kafararnir fundust á eyðieyju eftir tvo sólar- hringa en sterkur hafstraumur hafði hrifið þá með sér, að sögn Svenska Dagbladet. ASÍA Víðtæk leit gerð á hálendinu að norskum ljósmyndara og syni hans: Fundust sofandi í myndefninu SEBASTIAN HOLT TORE HOLT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.