Fréttablaðið - 11.06.2008, Síða 19

Fréttablaðið - 11.06.2008, Síða 19
][ Hlass er yfirskrift samsýningar nokkurra lista- manna sem verður opnuð skömmu eftir þjóð- hátíðardaginn á veitingastaðnum Halastjörn- unni að Hálsi í Öxnadal. „Hugmyndin á bak við sýninguna er að setja óvenju- legan bæjarviðburð í hversdagslegt sveitaumhverfi. Hvetja fólk til þess að koma að Hálsi, njóta náttúru- dýrðarinnar, ganga upp að Hraunsvatni, minnast ljóða Jónasar Hallgrímssonar og fá sér góðan mat á Halastjörnunni,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, verk- efnastjóri listasýningarinnar Hlass, sem verður opnuð á veitingastaðnum Halastjörnunni í Öxnadal hinn 20. júní næstkomandi. „Hlaðan að Hálsi er að mestu ónýtt og með sýning- unni koma í ljós möguleikar sem felast í þessum ónýttu rýmum, hvort heldur til listsýninga eða ann- arra viðburða. Sömu sögu er að segja um fleiri hlöður um sveitir landsins sem hægt er að glæða lífi. Enda er það þekkt fyrirbæri að menningarviðburðir á fáförnum slóðum draga fólk að, og sá skapandi frjó- kornum í huga þeirra sem þangað koma,“ útskýrir Jóna, sem lofar í hástert veitingastaðinn Halastjörn- una á slóðum skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Veitingahúsið var sett á fót sumarið 2004 af Guð- veigu Eyglóardóttur en bústýra er systir hennar Sonja Lind Eyglóardóttir. Halastjarnan er við þjóð- veg 1 í um tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá Akur- eyri, höfuðstað Norðurlands. Leitast er við að bjóða gestum upp á fallegan og góðan mat í skemmtilegu umhverfi og matseðillinn miðast við það sem er mest spennandi og ferskast á fiskimarkaðnum, matjurta- garðinum, náttúrunni og hjá slátraranum. Yfirþjónn er Pavle Estrajher. Veitingahúsið tekur um 25 manns í sæti og er opið allt árið. Á sumrin er opið alla daga frá hádegi og er boðið upp á akstur endurgjaldslaust frá Akureyri og nágrenni fyrir viðskiptavini. Frá Halastjörnunni er skemmtileg og vinsæl gönguleið að Hraunsvatni sem tekur um tvær klukku- stundir og hentar flestum. Í næsta nágrenni, um fimm mínútna göngufæri, er gistiheimilið Engimýri. Sýningin Hlass verður opnuð hinn 20. júní og mun hljómsveitin Súkkat leika fyrir sýningu og súpu. Sýn- ingin er opin alla daga kl. 18-20 til 21. júlí. Borðapant- anir í síma 461 2200. Sjá nánar www.hlass.blogspot. com. rh@frettabladid.is Lausir halar í hlöðunni Bústýran á Halastjörnunni, Sonja Lind Eyglóardóttir, ásamt listamönnunum Hlyni Hallssyni og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, sem er jafnframt verkefnastjóri sýningarinnar Hlass í Öxnadal. MYND/HALASTJARNAN Sólarvörn er okkur nauðsynleg, sérstaklega ef við ætlum að vera lengi úti í sólinni. Gott er að temja sér það að setja sólarvörn á sig og börnin að morgni til þegar sólin skín og bæta svo á þegar líða tekur á daginn. Betra gengi - miklu betra verð! Verðlækkun á takmörkuðu magni af ferðavögnum. Tryggðu þér topp-græju núna. Höfum náð að lækka verð verulega á hjólhýsum og húsbílum frá Dethleffs og bjóðum einnig mjög góð tilboð á Camp-let tjaldvögnum og Starcraft fellihýsum. Settu þig í samband við sveigjanlega sölumenn okkar núna! - lífið er leikur Mótormax - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400www.motormax.is VERU LEG verðl ækku n! Opið á laugardag 12–16 Auglýsingasími – Mest lesið Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.