Fréttablaðið - 11.06.2008, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 11.06.2008, Qupperneq 26
 11. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● í sumarskapi Í sumarfríinu er tilvalið að kanna nýja sundstaði. Víða um land má finna litlar sundlaugar úti í guðs- grænni náttúrunni. Þar er hægt að liggja og horfa upp í brattar fjallshlíðar og láta sig dreyma. Þó að laugarnar séu ekki endilega ætlaðar til skriðsundsæfinga geta þær verið dásamlegur án- ingarstaður á langleið. Þar er hægt að skola af sér ferðarykið ásamt því að anda að sér fersku lofti og fá innblástur frá stórbrotnu umhverfinu. - ve Synt úti í náttúrunni Selárdalslaug er tólf kílómetra frá Vopnafjarðarkauptúni. Laugin, sem er opin frá klukkan 10 til 22, er rómuð fyrir unhverfi sitt en hún stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Heitir pottar eru við laugina og sólbaðsaðstaða góð í skjólsælu gljúfrinu. MYND/SIGURVIN B. SIGURJÓNSSON Sundlaugin á Þelamörk er hluti af Íþróttamiðstöðinni á Þela- mörk í Hörgárdal. Hún er afar vinsæll áningarstaður ferða- manna auk þess sem heimamenn og nágrannar eru duglegir að nota hana. Við laugina eru tveir heitir pottar og rennibraut. Staðsetningin er óviðjafnanleg enda er laugin umlukin tignar- legum fjöllum. Hún verður opin eitthvað fram í júlí en þá stendur til að hefjast handa við endurbætur á henni. MYND/SIGURVIN B. SIGURJÓNSSON Staðsetning laugarinnar á Krossnesi norðan við Norðurfjörð í Árneshreppi á Ströndum er óvenjuleg. Þar ólmast Atlantshafið á aðra hönd en á hina gnæfir fjallið yfir. Við laugina er einn heitur pottur. Þar er engin gæsla en gestir geta skilið eftir smápening. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sundaðstaðan í Húsafelli, sem er opin frá klukkan 10 til 22, samanstendur af tveimur laugum, tveimur heitum pottum og renni- braut. Veðursældin, skógurinn og grónar hlíðar í kring gera heimsókn þangað að dásamlegri upplifun. MYND/SIGURÐUR H. MARKÚSSON Hlíðarlaug í Úthlíð í Biskupstungum hefur í áranna rás verið einn af hornsteinum ferðaþjónustunnar á staðnum. Laugin er grunn og hentar vel fyrir börn. Á staðnum er einnig heitur pottur og barnavaðlaug. Náttúrufegurðin blasir við úr lauginni og í nágrenn- inu er ógrynni afþreyingar í boði. MYND/SIGURÐUR H. MARKÚSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.