Fréttablaðið - 11.06.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 11.06.2008, Síða 30
 11. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 ● fréttablaðið ● í sumarskapi Sumarstarf ÍTR er farið af stað og voru smíða- vellir opnaðir víða um borg á mánudaginn var. Í Grafarvogi eru starfræktir tveir smíðavellir, við Foldaskóla og Engjaskóla. Smíðavellirnir verða opnir í sex vikur í sumar. „Þetta er hugsað sem skapandi starf fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára eða börn sem voru að klára þriðja til sjöunda bekk,“ segir Þóra Melsteð, deildar stjóri barnastarfs ÍTR í Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ. „Þarna er verið að leyfa börnum að umgangast hamar og nagla og búa eitthvað til. Þetta er mjög vin- sælt. Mikil þátttaka var í fyrra.“ Krakkarnir skrá sig á staðnum og greiða 600 krónur fyrir sex vikur. Opið er frá níu til tólf og aftur eftir há- degi frá klukkan eitt til fjögur og er frjáls mæting. „Þetta fyrirkomulag hentar mörgum vel því þau eru ekki bundin einhverjum stað undir leiðsögn alla daga, heldur er frjáls mæting og þau geta sleppt því að mæta ef veðrið er til dæmis leiðinlegt. Þetta er ekki beinlínis gæsla og það hentar mörgum krökkum á þessum aldri,“ útskýrir Þóra. Kofar og kassabílar hafa verið vinsælir til smíða og hægt er að fá kofann fluttan heim gegn 2.100 króna gjaldi. Allir leiðbeinendurnir á smíðavöllunum við Folda- og Engjaskóla hafa farið á skyndihjálpar- námskeið og smíðanámskeið. Þeir eru til taks en krakk- arnir hafa frjálsar hendur með smíðavinnuna. - rat Óskar og Halldór voru byrjaðir á kofa þegar ljósmyndara bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIBragi Snær Hallsson sýnir engin vettlingatök við smíðavinnuna. Kalli neglir einbeittur á svip. Sigurvin mundar sögina. Kofar og kassabílar Borgarbúar og bæjargestir! og allir í fjölskyldunni fá ókeypis dagpassa í hverri heimsókn í heilt ár. Góða skemmtun! Nú kostar fjölskylduárskortið bara12.500 krónur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hafrafelli v/Engjaveg 104 Reykjavík Sími: 5757 800 Opið alla daga 10.00 – 18.00 www.mu.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.