Fréttablaðið - 02.07.2008, Side 34

Fréttablaðið - 02.07.2008, Side 34
26 2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Garðar Örn Hinriksson dómari hefur staðið í ströngu í sumar. Síðast í leik KR og ÍA þar sem hann þurfti þrisvar að grípa til rauða spjaldsins. „Ég hef þolinmæði fyrir smá kvarti en þegar menn eru orðnir dónalegir þá fá þeir spjald,“ sagði Garðar Örn í útvarpsþættinum Skjálfanda á X-inu 977 í gær. Mörgum finnst sem Garðar sé á köflum fullfljótur í að spjalda menn í sumar og leiði ekki hjá sér svekkelsi leikmanna. Garðar segir vera skýringu á því. „Ég veit að það verður allt vit- laust í þjóðfélaginu þegar ég segi þetta en ég tel mig vera mun betri í ár en í fyrra. Ástæðan fyrir því að ég spjalda meira og fyrr er sú að menn eru orðnir dónalegri. Ég hef fengið að heyra margt ljótt í sumar,“ sagði Garðar Örn, sem gaf aðeins eitt rautt spjald síðasta sumar. Garðar Örn segir landslagið í boltanum vera að breytast mikið hér á landi. Hann verði var við það sem og kollegar hans. „Það er alveg klárt að menn eru að rífa meiri kjaft núna en áður og eru með ljótari talsmáta. Það er búið að vera mjög erfitt að dæma í sumar. Mikið áreiti innan sem utan vallar. Það er ekkert grín að dæma þessa leiki í dag og þá er ég ekki bara að tala um það sem ger- ist innan vallar heldur líka utan vallar. Maður veit ekki hverju maður á von á. Eftir leikinn á KR-vellinum leit ég stöðugt aftur fyrir mig ef ein- hver hefði hlaupið inn á völlinn. Það eru tveir menn að verja mig. Hvað ætla þeir að gera ef fimmtán manns hlaupa inn á völlinn? Þá hjálpar flautan mér ekkert. Dómarar eru farnir að óttast um öryggi sitt. Áhorfendur eru oft fyrir ofan þar sem við löbbum til búningsherbergja og við bíðum alltaf eftir því að einhverju verði kastað í okkur. Það er nánast orðið hættulegt að vera dómari hérna. Það hefur enn ekkert gerst en það kemur að því. Ég get lofað því,“ sagði Garðar þungur á brún og bætir við: „Áhorfendur hér á landi eru orðnir miklu verri en áður,“ sagði Garðar en hann hefur tapað gleð- inni í þeim látum sem hafa verið síðustu vikur. „Eins og ástandið er í dag þá hef ég rosalega lítinn áhuga á því að dæma. Þetta er leiðinlegt og maður getur ekki einu sinni farið niður í miðbæ um helgar að skemmta sér. Ég verð bara að fá mér hárkollu og yfirvaraskegg ef ég ætla að labba óáreittur niður Laugaveginn um helgar. Ég hef ekki farið í miðbæinn í marga mánuði. Ég treysti mér ekki til þess,“ sagði Garðar en hvað á að gera til að breyta þessu? „Ég veit það ekki en menn geta kannski byrjað á því að róa sig niður og vanda orðavalið í viðtöl- um. Þetta er ekkert venjulegt orðaval heldur er valtað yfir menn. Menn eru teknir af lífi,“ sagði Garðar, sem útilokar ekki að leggja flautuna á hilluna í lok sum- ars. „Ef þetta heldur svona áfram þá hætti ég. Þetta er ekki þess virði,“ sagði Garðar Örn Hinriks- son. henry@frettabladid.is Dómarar óttast um öryggi sitt Garðar Örn Hinriksson segir knattspyrnuna á Íslandi vera á rangri leið. Hann segir hegðun leikmanna og áhorfenda hafa versnað mikið og að dómarar óttist um öryggi sitt á leikjum. Garðar segir ekki spurningu hvort heldur hvenær dómari slasist. Hann ætlar að leggja flautuna á hilluna lagist ástandið ekki. FARÐU UPP Í STÚKU Garðar Örn Hinriksson hefur lent í ýmsu í sumar. Hann sést hér vísa Guðjóni Þórðarsyni upp í stúku í hálfleik á leik KR og ÍA. Stefán Þórðarson hristir hausinn yfir öllu saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Garðar Örn Hinriksson setti nýtt met í efstu deild þegar hann lyfti sínu áttunda og níunda rauða spjaldi í leik KR og ÍA á KR- vellinum á mánudagskvöldið. Enginn annar dómari í sögu efstu deildar á Íslandi hefur rekið jafnmarga leikmenn út af með rautt spjald á einu tímabili. Þessu náði Garðar Örn í sínum níunda leik. Það eru enn þrettán umferðir eftir af deildinni. Í þessari tölfræði er aðeins átt við leikmenn á vellinum en það er ekki innifalið þegar dómari rekur þjálfara, aðstoðarþjálfara eða for- ráðamenn af bekknum. Garðar hefur gefið þrjú slík rauð spjöld í sumar og því tólf rauð spjöld í heildina. Þrír dómarar áttu gamla metið, Gylfi Þór Orrason (1994), Ólafur Ragnarsson (1995) og Kristinn Jakobsson (1999), en þeir gáfu alls sjö rauð spjöld þessi sumur. Garðar Örn hafði mest gefið sex rauð spjöld sumarið 2006. Garðar Örn Hinriksson hefur rekið fjóra leikmenn af velli í þeim þremur leikjum sem hann hefur dæmt hjá Skagamönnum í sumar en hann rak Jón Vilhelm Ákason út af í 1-1 jafntefli ÍA og Breiðabliks, rak Andra Júlíusson út af í 0-0 jafntefli ÍA og Vals og svo rak hann bæði Vjekoslav Svadumovic og Bjarna Guðjóns- son út af í 0-2 tapi ÍA á móti KR. Í þessum þremur leikjum hefur Garðar alls lyft 20 spjöldum, Skagamenn hafa fengið 18 en mótherjar þeirra aðeins tvö. - óój Garðar Örn Hinriksson skráði sig á spjöld sögunnar í leik KR og ÍA: Nýtt Íslandsmet í rauðum spjöldum Í KUNNUGLEGRI STELLINGU Garðar Örn, sem oft er kallaður Rauði baróninn, hefur lyft ófáum spjöldunum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR FLEST RAUÐ SPJÖLD Á TÍMABILI Í EFSTU DEILD: Garðar Örn Hinriksson 2008 9 Gylfi Þór Orrason 1994 7 Ólafur Ragnarsson 1995 7 Kristinn Jakobsson 1999 7 Egill Már Markússon 1993 6 Bragi Bergmann 1998 6 Kristinn Jakobsson 2004 6 Kristinn Jakobsson 2005 6 Garðar Örn Hinriksson 2006 6 Erlendur Eiríksson 2006 6 KR og ÍA mættust í viðburðaríkum leik í Landsbankadeild karla í fyrrakvöld þar sem dómarinn Garðar Örn Hinriksson gaf tveimur leikmönnum ÍA, sem og þjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni, rautt spjald. Garðar hótaði enn fremur að flauta leikinn af, eftir að Guðjón var tregur til að færa sig í þá fjarlægð frá varamannaskýli Skagamanna sem dómarinn fór fram á, og hefði haft rétt til þess samkvæmt lögum KSÍ. Guðjón var veru- lega ósáttur við dómgæsluna og lét fremur þung orð falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn þar sem hann sakaði meðal annars Garðar Örn um að beita ÍA ofbeldi og kvað dómarann bakkaðan upp í því af ákveðnu valdi og átti þar við KSÍ. Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, ætlar ekki að taka sérstaklega á ummælum Guðjóns að svo stöddu máli. „Guðjón fékk brottvísun í leiknum fyrir eitthvað sem dómarinn mat sem svo að væri brottvísunar virði og skýrsla dómarans fer bara fyrir aga- og úrskurðarnefndina eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Ég ætla ekkert að tjá mig um hvort rauða spjaldið sé næg refsing fyrir hátterni Guðjóns en mér finnst ummæli hans aftur á móti ekki af þeim toga að það þurfi að skjóta þeim sérstaklega fyrir aga- og úrskurðarnefndina og því sleppti ég því fyrir fundinn í gær. Ég á því ekki von á því að frekar verði aðhafst í málinu,“ sagði Þórir, sem telur ummæli Guðjóns ekki jafn alvarleg og neikvæð ummæli sem hann lét falla um dómarann Ólaf Ragnarsson og KSÍ eftir leik Keflavíkur og ÍA fyrr í sumar. Guðjón fékk þá eins leiks bann og ÍA var enn fremur dæmt til þess að borga tuttugu þúsund króna sekt. „Það er mitt mat að ásakanir þær sem Guð- jón lét falla eftir leik Keflavíkur og ÍA, um að KSÍ og menn innan sambandsins hefðu rangt við, hafi verið mun alvarlegri,“ sagði Þórir að lokum. Guðjón Þórðarson var því dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefndinni í gær, sem og Skagamennirnir Bjarni Guðjóns- son og Vjekoslav Svadumovic. ÞÓRIR HÁKONARSON, FRAMKVÆMDARSTJÓRI KSÍ: Á EKKI VON Á ÞVÍ AÐ FREKARI EFTIRMÁL VERÐI AF LEIK KR OG ÍA Ummæli Guðjóns ekki tekin frekar fyrir > Fimm bikarleikir í kvöld Fimm leikir fara fram í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19.15. Einn allra athyglisverðasti leikur kvöldsins er á milli Fjölnis og ÍBV á Fjölnisvelli en það munaði bara einu stigi á liðunum í 1. deildinni í fyrra þegar þau börðust um sæti í Landsbankadeild- inni. Fjölnir fór upp en ÍBV sat eftir í 1. deildinni. Fjölnir hefur síðan slegið í gegn Landsbankadeildinnni en ÍBV er komið með gott forskot í 1. deildinni. Aðrir leikir kvöldsins eru Víðir-Fylkir á Garðsvelli, Víkingur R.-Hamar á Víkingsvelli, Haukar-HK á Ásvöllum og Reynir S.-Grindavík í Sandgerði. FÓTBOLTI Í gærdag var dregið í fyrstu umferð forkeppni Meist- aradeildar Evrópu og þar mæta Íslandsmeistarar Vals liði Bate frá Hvíta-Rússlandi. Fyrri viðureign liðanna verður í Hvíta- Rússlandi þann 16. júlí næstkom- andi en seinni leikurinn verður á Vodafone-vellinum viku síðar en sigurvegarinn úr einvíginu mætir Anderlecht frá Belgíu í annarri umnferðinni. Bate sló FH út úr annarri umferð keppninnar í fyrra með því að vinna 1-3 í Kaplakrika og gera svo 1-1 jafntefli í seinni leiknum í Hvíta-Rússlandi. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum með dráttinn en hlakkar til verkefnisins. „Þetta var ekki draumadráttur, svo mikið er víst. Ég ætla ekki að fara í grafgötur með að Bate var það lið í pottinum sem við vildum alls ekki fá. Bæði er þetta getulega gríðarlega öflugt lið og auk þess bíður okkar langt og strangt ferðalag til Hvíta- Rússlands. En það þýðir ekkert að kvarta undan þessu og markmið okkar um að komast í aðra umferð stendur enn,“ sagði Willum Þór. - óþ Willum Þór, þjálfari Vals: Þetta var ekki draumadráttur EFTITT VERKEFNI Valur mætir FH-bönun- um í Bate í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.