Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 6
6 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR FORYSTUMENN LANDSBANKANS Björgólfur Guðmundsson naut ekki fjár- styrkja frá sovéska kommúnistaflokkn- um, segir héraðsdómur. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HÚSNÆÐI Afnám stimpilgjalda dugir ekki til að leiðrétta það offramboð eigna sem er á húsnæðismarkaði, segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Hann var spurður um hugsanleg áhrif þess að stimpilgjöld af fyrstu íbúð voru afnumin. Benti Árni á að fjölmargt annað hefði áhrif á húsnæðisverð: „Jafnvel breytingarnar sem við gerðum [á Íbúðalánasjóði] leiðrétta ekki offramboðið alveg. Það skiptir máli að halda mark- aðnum gangandi. Þar verður verðmyndunin og okkar tilgangur er að hann frjósi ekki.“ - kóþ Afnám stimpilgjalda: Minnkar ekki offramboðið MINNING Bautasteinn til heiðurs Einari Oddi Kristjánssyni þingmanni verður afhjúpaður á Flateyri í dag. Rétt ár er um liðið síðan Einar Oddur lést. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa látið reisa bautasteininn. „Þetta var mjög viðeigandi sameiginlegt verkefni,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna. „Okkur þykir rík ástæða til þess að halda minningu Einars Odds á lofti, ekki síst í ljósi þess mikla framlags sem hann lagði til þjóðarsáttarinnar á sínum tíma.“ - ht Bautasteinn afhjúpaður í dag: Til minningar um Einar Odd EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Bauta- steinn til minningar um hann verður afhjúpaður í dag. AFGANISTAN, AP Um síðustu helgi urðu bandarískir hermenn 47 óbreyttum borgurum að bana í Afganistan. Fólkið var á leiðinni til brúðkaupsveislu í Nangarhar- héraði í austanverðu landinu þegar bandaríski herinn gerði loftárás. Þessu halda stjórnvöld í Afganistan fram, en Bandaríkja- her hefur neitað því að óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni. Burhanullah Shinwari, varafor- seti öldungadeildar Afganistans, var formaður níu manna nefndar sem rannsakaði málið. Hann segir að 39 þeirra sem fórust hafi verið börn og konur, þar á meðal brúðurin. Enginn í hópnum hafi tengst Al Kaída. - gb Bandaríkjaher í Afganistan: Tugir borgara féllu í loftárás GERT AÐ SÁRUM DRENGS Allt að tíu manns voru fluttir á sjúkrahús í Jalala- bad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEIMILISLÆKNIR Domus Medica Torbjörn Andersen, sérfræðingur í heimilis- lækningum hefur opnað stofu í Domus Medica 3.hæð. Viðtalstímar 08:00-15:30. Tímapantanir í síma 563-1032. HEILSUVERND Talið er að um helm- ingur íbúa Evrópu búi við hávaða yfir eðlilegum mörkum samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) og Evrópu- sambandsins. „Áreitið í umhverfinu hefur mikil áhrif á heyrn okkar allra; bílaumferð, hávær tónlist og stór- ar verksmiðjur eru þar miklir áhrifavaldar,“ segir Ólafur Hjálm- arsson hljóðverkfræðingur. Hann segist þó hafa mestar áhyggjur af börnunum í leik- og grunnskólum landsins. „Frá því að skólatími leikskóla var lengdur úr fjórum í átta tíma á dag getur heyrnarskaði barna auk- ist gífurlega enda mikill hávaði allan daginn. Á mörgum deildum leikskóla eru allt of mörg börn og við það eykst hávaðinn.“ Hávaðaviðmiðunarkröfur Vinnu- eftirlits ríkisins eru að vinnustaðir hafi ekki meira en sem nemur 85 desíbelum að jafnaði á vinnutíma. Í mælingu Vinnueftirlitsins frá 8. desember 2006 kom fram að marg- ir leikskólar væru með nálægt 100 desíbel að jafnaði. „Í reglum Vinnueftirlits ríkisins þurfa starfsmenn fyrirtækis með yfir 85 desíbel að jafnaði á vinnu- tíma að vera með heyrnahlífar,“ segir Ólafur. Svokallaður ómtími er mæli- kvarði á hversu hljómmikil rými eru og er þar miðað við sekúndu- fjölda. Eftir því sem ómtíminn er lengri því verri vinnuaðstæður eru. Samkvæmt reglugerðum er miðað við að ómtími í vinnurými fari ekki fyrir ofan 0,6 sekúndur. Eins og sést í línuritinu við grein- ina er stór hluti rýma á leikskólum með óviðunandi ómtíma. Ólafur segir 0,6 sekúndna við- miðunartímann vera tiltölulega háan miðað við í nágrannalöndun- um. Hann segir að nú standi til í Danmörku að lækka viðmiðunar- tímann í 0,4 sekúndur. „Í könnun Vinnueftirlitsins mátti sjá að ástandið er enn verra í sund- höllum og leikfimisölum þar sem þau rými eru flest með ómtíma frá 2,5-3,3 sekúndur og nánast öll rýmin hafa yfir 85 desíbel að jafn- aði. Ljóst er að ástandið er svart og verður enn svartara ef stjórnvöld bregðast ekki við stigmagnandi hávaða í umhverfi okkar sem getur valdið miklum skaða á heyrn. Starfsmenn á yngstu stigum skóla- kerfisins geta orðið fyrir stórfelld- um heyrnarskaða sem uppgötvast oft ekki fyrr en á efri árum,“ sagði Ólafur að lokum. vidirp@frettabladid.is Hávaði á leikskólum kallar á eyrnahlífar Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hávaða á leikskólum svo mikinn að starfsmenn þyrftu samkvæmt reglum að vera með eyrnahlífar. Ómtími leikskólarýma er oft langt yfir það sem eðlilegt þykir. Samkvæmt reglum Vinnueftir- lits ríkisins þyrftu starfsmenn að vera með eyrnaskjól á sumum leikskólum. Ólafur Hjálmarsson hljóðverk- fræðingur segir ástandið svart. Í STUTTU MÁLI Auglýsingasími – Mest lesið 30 25 20 15 10 5 0 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 1,8 ■ Leyfilegur ómtími ■ Á mörkunum ■ Bannað SKV. REGLUGERÐ VINNUEFTIRLITS RÍKISINS 2 16 27 21 29 15 8 3 4 5 1 1 1 1 sekúndur HEIMILD: VINNUEFTIRLIT RÍKISINS ÓMTÍMI Í LEIKSKÓLUM Ljóst er að ástandið er svart og verður enn svart- ara ef stjórnvöld bregðast ekki við stigmagnandi hávaða í umhverfi okkar sem getur valdið miklum skaða á heyrn. ÓLAFUR HJÁLMARSSON HLJÓÐVERKFRÆÐINGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÞJÓÐLENDUR Landssamtök landeigenda lýsa yfir vonbrigðum sínum með að ríkisvaldið skuli ekki draga lærdóm af úrskurði óbyggðanefndar varðandi austanvert Norðurland (svæði sex) og afturkalla fráleitar landakröfur sínar á vestanverðu Norðurlandi (svæði sjö). Óbyggðanefnd úrskurðaði þann 6. júní síðastliðinn að af þeim 119 landsvæðum sem deilt var um á svæði sex væru þrettán þjóðlend- ur að öllu leyti, þrjú að hluta og 103 eignarlönd að öllu leyti. Landssambandið segir þann úrskurð í raun hafa staðfest það sjónarmið að ríkið fari fram með rakalausri hörku í þjóðlendu- málinu. - kg Þjóðlendumálið: Landeigendur vonsviknir INDÓNESÍA, AP Indónesinn Amed Súradjí var tekinn af lífi í Indónesíu í fyrradag eftir að hafa verið dæmdur fyrir morð á 42 konum og stelpum. Súradjí var töfralæknir og trúði því að morðin, sem framin voru frá 1986 til 1997, færðu honum töframátt. Fórnarlömbin höfðu heimsótt Súradjí þar sem þau trúðu að hann gæti fram- kvæmt galdra fyrir þau. - gh Fjöldamorðingi í Indónesíu: Galdramaður tekinn af lífi LÖGREGLUMÁL Tveir ungir menn réðust á leigubílstjóra í Garðabæ í fyrrinótt og rændu hann. Bíl stjórinn þurfti að leita sér að hlynningar á slysadeild eftir árásina. Mennirnir tveir, sem taldir eru vera undir tvítugu, voru ófundnir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Mennirnir tóku leigubílinn frá Hlemmi og að verslun 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ. Þegar þangað var komið réðust þeir á bílstjórann, sem er á sextugsaldri. Þeir ógnuðu honum meðal annars með hníf, höfðu í hótunum við hann og slógu hann auk þess í andlitið. Bílstjórinn hlaut af því nokkra áverka. Hnífnum beittu þeir ekki á bílstjórann. Árásarmennirnir kröfðu bíl stjórann um peninga. Þeir höfðu þó að lokum heldur lítið upp úr krafsinu, því þeir yfirgáfu bílinn eftir bar smíðarnar með þúsund krónur í reiðufé og farsíma bílstjórans. Að sögn varðstjóra lögreglu er talið að mennirnir hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Bílstjórinn þurfti sem áður segir að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna áverkanna sem ræningjarnir veittu honum, en mun þó ekki vera alvar- lega meiddur. - sh Lögregla leitar tveggja ungra ofbeldismanna eftir fólskulega árás: Börðu og rændu leigubílstjóra LEIGUBÍLL Mennirnir voru vopnaðir hníf sem þeir hótuðu að beita gegn bílstjóranum. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN Hefur Samfylkingin staðið við loforð sín í umhverfismálum? Já 32,7% Nei 67,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér rétt að láta flugfélög borga fyrir losun gróðurhúsa- lofttegunda? Segðu þína skoðun á vísir.is DÓMSMÁL Ummæli sem Kristján S. Gumundsson skipstjóri setti fram í Morgunblaðsgrein í okt- óber í fyrra um Björgólf Guð- mundsson og Landsbankann voru í fyrradag dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hvað Björgólf varðaði snerust ummæli Kristjáns meðal annars um að hann hefði „með tilkomu Rússagulls“ náð yfirhöndinni í Eimskip. Fyrir dómi sagði Kristj- án að Björgólfur legði of þrönga túlkun í orðið Rússagull með því að telja það jafngilda því að segja að hann hefði notað fjár- gjafir frá sovéska kommúnista- flokknum. „Hvernig sem því hefur verið háttað sýnist ljóst að í íslenskri þjóðmálaumræðu hefur almennt verið um málið fjallað á þeim nótum að móttaka slíkra fjár- muna væri smánarleg og jaðraði við föðurlandssvik. Með því að halda því fram að stefnanda hafi áskotnast Rússagull verður að telja að gefið sé í skyn að stefn- andi hafi auðgast með vafasöm- um hætti,“ segir héraðsdómur. Varðandi Landsbankann dæmdi héraðsdómur ummæli Kristjáns um „ósvífni, einræðis- öfl í Rússlandi, valdagráðuga menn og hefndarsjónarmið“ til- hæfulaus og meiðandi fyrir bankann. Hvorki Landsbankinn né Björg- ólfur kröfðust bóta. Kristján var hins vegar dæmdur til að greiða hvorum aðila um sig 300 þúsund krónur í málskostnað en ekki gerð refsing. - gar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir ummæli í Morgunblaðsgrein dauð og ómerk: Rússagullið tengt föðurlandssvikum KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.