Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Margir húsbílar héldu úr borginni í gær norður í land. Í þeim flota var Fagri-Blakkur með Gunnar Þórðarson og Lilju Þórarinsdóttur innanborðs. Gunnar var gómaður við farkostinn áður en lagt var af stað og hann spurður aðeins um sögu hans. „Við höfum átt þennan bíl síðan 2006 og notað hann dálítið,“ segir Gunnar í upphafi spjalls. „Þetta var prufubíll hjá póstinum í Þýskalandi sem var fluttur hér inn. Ég bauð í hann af rælni en bjóst alls ekki við að fá hann. Sat svo uppi með hann og síðan er búið að einangra hann og innrétta og nostra mikið við hann.“ Fagri-Blakkur er af gerðinni Mercedes Bens Vario og af árgerð 2003, ekinn um 40 þúsund kílómetra. Gunnar segir annan sömu gerðar hér á landi í eigu Handverkshússins en allt öðruvísi innréttaðan. Þessi er klæddur vatnsheldum krossviði að innan og þar er svefnaðstaða fyrir fjóra, salerni, sturta og eldhús með öllum þægindum. Tvær sólarsellur knýja flest tæki og að sögn Gunnars duga þær, svo fremi sem ekki rigni í mánuð. Aftan á bílnum stendur Ell og Bell og Gunnar hlær þegar hann er inntur skýringa. „Inn- réttingafyrirtæki setja yfirleitt merki sín á húsbíla en sonur okkar og vinur hans smíðuðu allt inn í þenn- an. Þeir heita Elvar og Baldur og þess vegna heitir okkar innrétting Ell og Bell! Gunnar á ættir að rekja vestur í Ísafjarðardjúp og mynd þaðan prýðir afturhlið bílsins. Eyjan Vigur er í forgrunni og fjallið Hestur í baksýn. Fagra-Blakks- nafnið er öðrum þræði þangað sótt að sögn eigand- ans. „Svo sagði einhver að bíllinn væri ljótur,“ segir hann og bætir við kankvís: „Við vildum bara hnykkja á að svo væri ekki.“ gun@frettabladid.is Ferðast á Fagra-Blakki Gunnar tók sér smáhlé frá því að ferma Fagra-Blakk áður en lagt var af stað norður í land með Félagi húsbílaeigenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SNEKKJAN Í SMÍÐUM Sigurjón Jónsson, tækni- fræðingur og annar eigenda skipasmíðastöðvarinnar Skipavík í Stykkishólmi, hefur hannað víkinga- snekkju sem nú er verið að smíða. FERÐIR 3 ÖRUGG OG FLOTT Í versluninni Motors er seldur tískufatnaður fyrir vélhjólafólk. Þar er bæði að finna ódýran en vandaðan búnað, sem og sérsaumaðan tískufatnað. TÍSKA 4 Nýtt! Gras.is beint á skjáborðið þitt! Gras.is hefur sett upp vefþjónustu (Gagdet) sem t engir þig beint við fréttirnar, án þess að þurfa opna vafrann þinn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.