Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 12. júlí 2008 21 ÞRIÐJA GREIN AF FJÓRUM Á morgun: Orkuframleiðsla og stóriðja FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is 3. hluti „Þessi virkjun mun stórskerða lífsgæði okkar sem búum á þessu svæði,“ segir Ólafur Sigurjóns- son byggingameistari. Hann býr á bænum Forsæti III, nokkru fyrir neðan fyrirhugað lónsstæði Urriðafossvirkjunar. „Það yrðu stórkostleg náttúru- spjöll verði virkjanirnar að veru- leika,“ segir Ólafur, sem er félagi í samtökunum Sól á Suðurlandi, sem barist hafa gegn virkjununum. „Þetta eru í mínum huga skelfi- leg áform, sama hvernig að þessu verður staðið,“ segir Ólafur. Útlit árinnar breytist og eyrar hverfi. Hann vísar í umhverfismat vegna Urriðafossvirkjunar, þar sem fram kemur að um 75 þúsund rúmmetrar af framburði muni berast í lónið á ári. Þar kemur einnig fram að framburðinum verði mokað upp úr lóninu, upp á bakka árinnar. „Þeir ætla að græða þetta upp, en ég veit ekki hvernig þeir ætla sér að gera það,“ segir Ólafur. Hann óttast að jarðvegurinn muni fjúka yfir sveitina í roki. Ólafur bendir á að miklar sprungur séu í jörðinni þar sem Urriðafossvirkjun á að rísa, sprung- ur sem hafi farið á hreyfingu í jarðskjálftunum árið 2000. Því sé full ástæða fyrir fólk sem búi neðan stíflu að óttast stíflurof. „Ég mun ekki geta leyft barnabörnun- um að leika sér við ána neðan við virkjunina vegna þeirrar hættu.“ Ólafur ber Landsvirkjun og sveit- arstjórnarmönnum í Flóahreppi ekki vel söguna. „Að tala við þetta fólk er eins og að tala við heyrúllu úti á túni, það bíta engin rök.“ „Ríflega helmingur kosninga- bærra íbúa Flóahrepps skrifaði undir mótmæli vegna Urriðafoss- virkjunar, en sveitarstjórnin tók ekkert mark á vilja íbúanna.“ BÖRNIN LEIKI EKKI NEÐAN STÍFLU Að tala við þetta fólk er eins og að tala við heyrúllu úti á túni, það bíta engin rök. ÓLAFUR SIGURJÓNSSON „Virkjanirnar fara inn í heilög vé,“ segir Finnbogi Jóhannsson. Hann býr í Minni-Mástungu og rekur þar hótel með tólf herbergjum og nokkrum kofum skammt frá fyrirhuguðu lóns- stæði við Hvammsvirkjun. Finnbogi segir landeigendur sem þurfi að ná samningum við Lands- virkjun marga feimna við að tjá and- stöðu við virkjanirnar af ótta við að fá ekki réttlátar bætur, verði af virkj- ununum. Sjálfur segist hann á móti virkjununum af ýmsum ástæðum. Sú helsta sé þó sú að ýmsar náttúruperl- ur muni fara undir lón, eða spillast af öðrum orsökum. „Ég get ekki hugsað mér að lands- laginu hér verði umturnað,“ segir Finnbogi. Hann segir að sveitin muni breytast mikið, verði af virkjununum og um það ríki þögnin. Hann segir fjölmarga hafa taugar til svæðisins og því sé mikil andstaða við virkjanirnar. Finnbogi á hluta laxveiðiréttinda í Kálfsá, sem er ein af þverám Þjórsár. Hann segir eigendur veiðiréttar óttast að laxinn hverfi með tilkomu virkjana. Vinnubrögð sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa ekki verið til fyrirmyndar, að mati Finnboga, og á köflum verið afar ólýðræðisleg. „Það átti að komast hjá umræðum um þessi mál, þetta átti að fara þegjandi og hljóðalaust í gegn,“ segir Finnbogi. Þannig hafi til að mynda ekki verið haldinn kynningarfundur um virkjanirnar fyrr en eftir að frestur til að gera athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi rann út. Þrátt fyrir það hafi um 300 athugasemdir borist, og svör sveitastjórnarinnar óviðunandi. Finnbogi tók sæti í umhverfisnefnd fyrir hönd minnihlutans í sveitar- stjórninni nýverið og segir nefndina hafa verið algerlega hundsaða í mál- inu. Þegar nefndin hafi gert athuga- semdir við það og vísað í þá skyldu sveitarstjórnar að bera mál sem þessi undir nefndina, hafi reglum sveitarfé- lagsins einfaldlega verið breytt. Nú sé það ekki skylda að bera virkjanaáform undir umhverfisnefnd, sem hljóti að sæta tíðindum. VINNUBRÖGÐ Á KÖFLUM ÓLÝÐRÆÐISLEG Það átti að komast hjá umræðum um þessi mál, þetta átti að fara þegjandi og hljóðalaust í gegn. FINNBOGI JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.