Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 Upp á síðkastið hefur borið á því að eftirlíkingar af einum frægasta stól heims, Barcelona stólnum, séu seldar hérlendis eins og greint hefur verið frá í fréttum. Vegna þeirrar umræðu er ekki úr vegi að rifja aðeins upp sögu sjálfs stólsins, skoða helstu einkenni hans og þætti sem aðgreina hann frá eftir- líkingum. Barcelona stóllinn er einna glæsilegastur þeirra stóla sem hannaðir voru í nútímalegum stíl á 20. öld- inni og án efa sá þekktasti. Þýski arkitektinn Ludwig Mies van der Rohe (1886-1969), sem margir kannast við, hannaði stólinn en hann hannaði nútímaleg húsgögn og er talinn vera brautryðjandi í nútíma arkitektúr. Barcelona-stólinn hannaði Mies fyrir Heimssýn- inguna árið 1929, sem þá var haldin í Barcelona, og er heiti stólsins fengið þaðan. Ýmsar eftirlíkingar hafa verið gerðar af stólnum eins og áður sagði, en hæglega er hægt að greina þetta í sundur. Bakið á stólnum er þar á meðal hærra en á eftirlíkingunum og ólíkt þeim vantar allar merkingar á hann. - stp Einn þekktasti stóll í heimi Barcelona- stóllinn er stóll sem flestir þekkja. Bókin Litagleði fyrir heimilið hefur að geyma tugi hugmynda um það hvernig hægt er að flikka upp á heimilið með ýmis konar litum. Höfundur bókar- innar, Frida Pontén, kveðst vera mikið fyrir að mála gömul og notuð húsgögn í hinum ýmsu litum og skreyta með mynstrum. Fleira en húsgögn kemur þó við sögu í bókinni. Frida lýsir því hvernig hægt er að búa til litríka púða, lyklakippur og potta- leppa og skreyta bækur, þvottaklemm- ur, töskur, poka og margt fleira. Nákvæmar lýsingar á aðferð og efniviði fylgja hverri hug- mynd, sem og skapalón fyrir munstrin. Bókin er upplögð fyrir fólk sem vantar hugmyndir til að lífga upp á heimilið og einnig er hægt að leyfa börnunum að spreyta sig. Bókin er gefin út af Vöku-Helgafelli en þýðing var í höndum Önnu Sæmundsdóttur. - mþþ Lífgað upp á heimilið með góðum ráðum Í bókinni er að finna hugmyndir til þess að lita og skreyta húsgögn, púða, skó, körfur, lykla- kippur og margt fleira. ● ÚR GÖMLU GLERI Lampinn Red Light eftir Nicholas Furrow er saman settur úr göml- um lampaglerjum frá 8. áratugnum. Þau lágu gleymd og rykfallin í kjallara í verksmiðju þegar Furrow tók sig til og hannaði úr þeim lampa en glerkúplunum er einfaldlega raðað upp og þeir límdir fastir saman. Furrow vann sem sjálfstætt starfandi hönnuður í Mílanó en rekur nú eigin ljósa-hönnunarstöfu í New York. Sjá www.nicholasfurrow.net. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.