Fréttablaðið - 12.07.2008, Side 31

Fréttablaðið - 12.07.2008, Side 31
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 Upp á síðkastið hefur borið á því að eftirlíkingar af einum frægasta stól heims, Barcelona stólnum, séu seldar hérlendis eins og greint hefur verið frá í fréttum. Vegna þeirrar umræðu er ekki úr vegi að rifja aðeins upp sögu sjálfs stólsins, skoða helstu einkenni hans og þætti sem aðgreina hann frá eftir- líkingum. Barcelona stóllinn er einna glæsilegastur þeirra stóla sem hannaðir voru í nútímalegum stíl á 20. öld- inni og án efa sá þekktasti. Þýski arkitektinn Ludwig Mies van der Rohe (1886-1969), sem margir kannast við, hannaði stólinn en hann hannaði nútímaleg húsgögn og er talinn vera brautryðjandi í nútíma arkitektúr. Barcelona-stólinn hannaði Mies fyrir Heimssýn- inguna árið 1929, sem þá var haldin í Barcelona, og er heiti stólsins fengið þaðan. Ýmsar eftirlíkingar hafa verið gerðar af stólnum eins og áður sagði, en hæglega er hægt að greina þetta í sundur. Bakið á stólnum er þar á meðal hærra en á eftirlíkingunum og ólíkt þeim vantar allar merkingar á hann. - stp Einn þekktasti stóll í heimi Barcelona- stóllinn er stóll sem flestir þekkja. Bókin Litagleði fyrir heimilið hefur að geyma tugi hugmynda um það hvernig hægt er að flikka upp á heimilið með ýmis konar litum. Höfundur bókar- innar, Frida Pontén, kveðst vera mikið fyrir að mála gömul og notuð húsgögn í hinum ýmsu litum og skreyta með mynstrum. Fleira en húsgögn kemur þó við sögu í bókinni. Frida lýsir því hvernig hægt er að búa til litríka púða, lyklakippur og potta- leppa og skreyta bækur, þvottaklemm- ur, töskur, poka og margt fleira. Nákvæmar lýsingar á aðferð og efniviði fylgja hverri hug- mynd, sem og skapalón fyrir munstrin. Bókin er upplögð fyrir fólk sem vantar hugmyndir til að lífga upp á heimilið og einnig er hægt að leyfa börnunum að spreyta sig. Bókin er gefin út af Vöku-Helgafelli en þýðing var í höndum Önnu Sæmundsdóttur. - mþþ Lífgað upp á heimilið með góðum ráðum Í bókinni er að finna hugmyndir til þess að lita og skreyta húsgögn, púða, skó, körfur, lykla- kippur og margt fleira. ● ÚR GÖMLU GLERI Lampinn Red Light eftir Nicholas Furrow er saman settur úr göml- um lampaglerjum frá 8. áratugnum. Þau lágu gleymd og rykfallin í kjallara í verksmiðju þegar Furrow tók sig til og hannaði úr þeim lampa en glerkúplunum er einfaldlega raðað upp og þeir límdir fastir saman. Furrow vann sem sjálfstætt starfandi hönnuður í Mílanó en rekur nú eigin ljósa-hönnunarstöfu í New York. Sjá www.nicholasfurrow.net. 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.