Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 28
● heimili&hönnun T aukarfan er ólíkindatól. Þar lifir óhreina tauið í aðskildum heimi frá raunveruleikanum og á sitt eigið líf. Sokkapör koma nánast aldrei saman út úr þvottavélinni þótt farið sé úr þeim jafn óhreinum á sama tíma og þeim skellt í óhreinataukörfuna á sama augnabliki. Í taukörfunni hlýtur eitthvert óþekkt ferli að taka við því þegar brjóta á saman hreinan þvottinn vantar í það minnsta helminginn af sokkunum. Svo dóla þeir stakir í skúffu nokkrar þvotta- umferðir í von um að félagar þeirra komi fram. Eins geta óþekktir sokkar dúkkað upp í hreina staflanum sem jafnvel enginn af heimilis- fólkinu kannast við að eiga. Þetta vandamál er vel þekkt á mínu heimili. Stakir sokkar eiga sér fastan sess í efstu skúffunni vinstra megin, en þar er þeim safnað í knippi og hár hnésokkur bundinn um. Við höfum gripið til þess ráðs að kaupa einungis eina tegund af sokkum. Öllum í sama lit og þá getum við allt- af notað þá sokka sem koma út úr þvottavélinni saman, hvort sem þeir hafi verið samferða í óhreina tauið eða ekki. Við erum heppin að nota nánast sama skónúmer hjónin. Við höfum náð nokkrum tökum á vandamálinu með þessum hætti og í raun einfaldar það lífið tals- vert að losna við að velja sokka á morgnana. Auð- vitað getur það þó orðið leiðigjarnt að nota alltaf sama litinn af sokkum, sérstaklega yfir sumartímann. Þá fara að laumast í safnið fleiri litir. En í fyrsta þvotti verða þeir viðskila við félaga sinn sem sést síðan aldrei meir. Örlög þeirra eru því nær undantekningalaust að enda í knippinu með hnésokknum. Þetta sjálfstæða líf í taukörfunni á sér fleiri hliðar en það eru ekki einungis sokkarnir sem fara sínar eigin leiðir í óhreina tauinu. Stundum líður langur tími milli þess sem einhver flík fer í körfuna og þangað til hún lætur loksins sjá sig aftur í hreina staflanum. Hvar flíkin var allan þennan tíma í millitíðinni er erfitt að segja til um. Jafnvel var búið að snúa öllu við til að leita að henni. Heilu handklæðin af óþekktum uppruna eiga það líka til að birtast í hreina staflanum, jafnvel merkt einhverri sundlaug. Sundlaug sem við höfum kannski aldrei heimsótt! Þessi handklæði eru þó yfirleitt ágætis handklæði og hafa smám saman gert sig heimakomin í baðskápnum og samsama sig heimilishandklæðunum. Það getur þó verið pínlegt að reyna að útskýra tilvist merktu hand- klæðanna fyrir næturgestum. Þeir taka lítið mark á kenningunum um sjálfstætt líf taukörfunnar. Sjálfstætt líf í taukörfunni „Auðvitað getur það þó orðið leiðigjarnt að nota alltaf sama litinn af sokkum, sérstaklega yfir sumartímann.“ HEIMILISHALD RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR ● HENTUGT HÚSGAGN Húsgagnabúðin Eggið býður upp á hentugan sófa með stillanlegum örmum. Þreyttir einstaklingar geta lagt armana niður og fengið sér blund. Hentar líka ef þörf er á meira setuplássi, því hægt er að sitja á örmunum. Sófinn fæst í þremur gráum tónum og með tveimur og þremur sætum. „Stóllinn er hluti af sófasetti sem ég fékk frá pabba í gjöf innan gæsalappa af því hann sagði að ég fengi það að láni en ég á það samt,“ segir Sara Elísabet Svansdóttir og hlær. „Pabbi fékk sófasett- ið úr dánarbúi vinar síns, gamals manns, sem hann heimsótti alla laugardaga. Það var geymt í kjall- ara þar sem foreldrar mínir höfðu ekki pláss og því var kjörið að láta mig fá það.“ Sófasettið er handskorið og hafði nýlega verið bólstrað þegar faðir Söru erfði það. „Foreldr- ar mínir segja að það sé voða fínt svo ég á að vera þakklát, sem ég er. Stóllinn er þægilegur, í raun mun þægilegri en hann virðist. Áklæð- ið er mjúkt og það er gott að sitja í honum. Síðan er hann á besta stað, í tónlistarhorninu þar sem finna má græjur og góða tónlist. Hann er í raun plötusnúðastóllinn okkar og vinsælasti stóllinn í partíum. Þar er gaman að sitja og stjórna tón- listinni,“ segir Sara, sem fékk sófa- settið fyrir rúmu ári þegar hún flutti í íbúð á Bergstaðastræti. Á heimilinu er mikið af gömlum húsgögnum og segir Sara að í raun megi lýsa stílnum sem samblöndu af Ikea og antík. „Ég vil hafa nýtt og gamalt í bland og er mjög hrif- in af blómum. Ég er alltaf að kaupa ný blóm og í raun alveg að drekkja meðleigjandanum í gróðri,“ segir Sara stríðin. „Uppáhaldsbúðin mín er Gróðrarstöð Ingibjarg- ar í Hveragerði en ég fór þangað um daginn og missti mig og fyllti bílinn af blómum. Þrátt fyrir að sambúðin hjá Söru og Sigríði vinkonu hennar gangi vel viðurkennir Sara að þær rífist oft um stólinn góða. „Hann er bara svo stór, þægilegur og á besta stað, þar eru tengi fyrir tölvuna, tónlist- in við hliðina og birtan flæðir inn um gluggann.“ - hs Bitbein samleigjenda ● Sara Elísabet Svansdóttir, verkfræðingur og plötusnúður, býr ásamt vinkonu sinni í nota- legri íbúð á Bergstaðastrætinu. Þær halda báðar mikið upp á forláta stól sem þar er. Sara lætur fara vel um sig í gamla stólnum sem er hluti af sófasetti sem pabbi hennar erfði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ● Forsíðumynd: Anton Brink tók mynd á heimili Hörpu Pétursdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@ frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Aug- lýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuð- ur: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Vinnufatabúðin Fagmennska og þjónusta í fyrirrúmi 12. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.