Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 8
8 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR 1. Hvað heitir sonur Pauls Ramses? 2. Hvernig fór leikur Vals og KR í Frostaskjóli í gærkvöld? 3. Hvað heitir fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar sem á í deilum við fyrirtækið? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 AUSTURRÍKI, AP Eiginkona og börn austurríska barnaníðingsins Josefs Fritzl hafa smám saman verið að hætta sér æ oftar út fyrir veggi sjúkrahússins, þar sem þau hafa dvalist og fengið meðferð síðustu þrjá mánuði. Elizabeth dóttir hans, sem hann hélt fanginni í kjallaraholu á heim- ili þeirra í nærri aldarfjórðung, var í gær í fyrsta sinn yfirheyrð af lögreglu. Yfirheyrslan var tekin upp á myndband sem verður sýnt við réttarhöldin svo hún þurfi ekki að mæta þar föður sínum og kval- ara. Yfirheyrslunum verður hald- ið áfram í næstu viku. Fimmtán ára dóttir Josefs, ein sjö barna sem hann eignaðist með dóttur sinni í kjallaraholunni, tók um síðustu helgi að eigin ósk þátt í sumarbúðum og hitti þar í fyrsta sinn skólafélaga sína. Aðrir í búð- unum fengu þó ekki að vita hver hún var. Aðrir úr fjölskyldunni hafa einnig farið út í dagsferðir, meðal annars í sund. Þessar ferðir hafa verið farnar með leynd. Læknar segja heilsufar fjöl- skyldunnar nokkuð gott miðað við þær raunir sem Elizabeth og börn hennar máttu líða í kjallarahol- unni. Nítján ára dóttir þeirra, sem lengi var í dái, hefur einnig smám saman verið að ná sér á strik. Réttarhöld yfir Fritzl hefjast væntanlega fyrir árslok. - gb Yfirheyrslur hafnar yfir Josef Fritzl og Elizabeth og börnin með leynd í dagsferðir: Fritzl-börnin í sund og sumarbúðir JOSEF FRITZL Hefur setið þrjá mánuði í fangelsi fyrir að halda dótt- ur sinni nærri aldarfjórðung í prísund á heimili sínu og eignast með henni sjö börn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Bandarískur flotaforingi sem sakaður er um morð á Íraka var yfirheyrður á þriðjudag. Flotaforinginnn Ryan Weemer skaut óvopnaðan íraskan fanga. Við yfirheyrslunar var spiluð upptaka af viðtali við Weemer þar sem hann sagðist hafa „gengið frá einum“. Ákveðið verður eftir yfir- heyrslunar hvort réttað skuli yfir Weemer fyrir herdómstóli. Verði Weemer fundinn sekur bíður hans lífstíðarfangelsi og brottvikning úr starfi. Síðar á árinu verður réttað yfir tveimur öðrum hermönnum sem sakaðir eru um morð á öðrum föngum úr sama hópi. - gh Réttað yfir Bandaríkjamanni: Hermaður sak- aður um morð HERMENN OG FANGI Bandarísku hermennirnir voru undir mikilli pressu þegar þeir skutu fangana og höfðu nýlega orðið fyrir skothríð. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að rekstrarvandi sumra heilbrigðisstofnana sé ekki nýtt vandamál. „Við erum að skoða hverja stofnun fyrir sig. Við bregðumst við þar sem þarf,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því að Heilbrigðisstofnun Austurlands hefði verið rekin með 200 milljóna króna halla fyrstu fimm mánuði ársins. Guðlaugur Þór er tregur til að ræða sérstaklega um hallann hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og segir að farið verði yfir hverja stofnun fyrir sig og gripið til aðgerða. - ghs Heilbrigðisráðherra: Sérhver stofnun verður skoðuð MUNUM BREGÐAST VIÐ „Við bregðumst við þar sem þarf,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Sæði feitra lélegra Karlmenn sem eru of þungir eru sextíu prósentum líklegri til að hafa lélegt sæði en karlar í kjörþyngd, samkvæmt niðurstöðum skoskrar rannsóknar. Mögulegar skýringar eru hormónaraskanir vegna offitu og hærra líkamshitastig of feitra. VÍSINDI VERSLUN Áfengissala dróst saman um næstum tíu prósent í júní, miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. Hér er miðað við fast verðlag. Þá var salan átta prósentum minni í júní en í maí. Greiningardeild Kaupþings segir að þetta komi á óvart, því almennt hafi áfengissala aukist á sumrin. Veður hafi verið með besta móti í júní, auk þess sem landinn fari í sumarfrí á þessum tíma. Alla jafna hafi þetta orðið til þess að auka sölu á áfengi. - ikh Minna selt af áfengi í sumar: Sala minnkar um tíu prósent PERSÓNUVERND Netveitan YouTube verður að láta af hendi gögn um þá sem heimsótt hafa vefsíðu þeirra. Þetta kemur fram á fréttavef breska útvarpsins, BBC. Dómur var kveðinn upp í máli fjölmiðlar- isans Viacom gegn YouTube vegna meintra höfundarréttarbrota. Í eigu Viacom eru til að mynda CBS- sjónvarpsstöðin, MTV, Paramount Pictures, DreamWorks og Nickel- odeon. Dómurinn þýðir að Viacom getur kannað netvenjur tuga millj- óna YouTube-notenda. Í hnotskurn: fjölmiðlarisinn getur fengið upp- lýsingar um alla sem hafa heim- sótt síðuna, hvað var skoðað, hve oft og hvenær. Einnig er hægt að sjá skráð nafn notanda og einka- númer hverrar tölvu, IP-töluna, sem um ræðir. Dómurinn tekur einnig til upplýsinga um þau myndbönd sem hafa verið fjar- lægð af síðunni. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, segir að kæmi slíkt mál upp á Íslandi þyrftu gríð- arlegir hagsmunir að vera í húfi til þess að einkaaðila yrðu veittar svo persónulegur upplýsingar. „Ég tel það ólíklegt að fólk sem heimsækir síður á borð við þessa yrði lögsótt, ábyrgðin myndi held- ur falla á dreifingaraðila.“ YouTube er í eigu Google og er langstærsta myndbandasafnið á vefnum. Viacom fær aðgang að magni upplýsinga sem nema stærð 154 heimilistölva með 80 gígabæta hörðum diski. Mál Viacom gegn YouTube snýst um að sanna að YouTube og Google viti af broti á höfundarrétti og geti gert meira til þess að koma í veg fyrir það. Ef Viacom vinnur málið myndi það eyða þeirri friðhelgi sem veitur á borð við YouTube njóta. Friðhelg- in hefur fengist vegna þess að efnið sem er sýnt á síðunni kemur frá notendum, ekki YouTube. Dómarinn hafnaði beiðni Via- com um að komast yfir leitarkóða YouTube með þeim rökum að hann væri viðskiptaleyndarmál og að engar sannanir væru fyrir því að YouTube stjórnaði leitarvél á myndskeiðum bundnum höfundar- rétti í óhag. Rök Google um að vernda þyrfti persónuupplýsingar voru höfð að engu en Google safnar upplýsing- um um notendur, til dæmis með því að afrita tölvupóst, í þeim til- gangi að stunda hnitmiðaða aug- lýsingamennsku. Google hefur beðið Viacom um að fá að eyða persónuupplýsingunum í gagna- banka YouTube. helgath@frettabladid.is Viacom fær upplýs- ingar frá YouTube Myndbandaveitan YouTube hefur verið dæmd til að láta fjölmiðlarisann Viacom fá persónuleg gögn um þá sem heimsótt hafa vefsíðu þeirra. Eigendur YouTube biðla til Viacom um að fá að eyða nöfnum út úr gagnagrunninum. VINSÆL NETSÍÐA YouTube, serm er í eigu Google, er langstrærta myndbandasafnið á vefnum. KENÍA, AP Lögreglan í Kenía varð völd að nærri helmingi þeirra dauðsfalla sem urðu í átökum eftir forsetakosningarnar í vetur. Þessu héldu þarlend mannrétt- indasamtök fram á fundi rann- sóknarnefndar, sem á að fara ofan í saumana á því sem gerð- ist. Samtökin, sem nefnast IMLU, segja 80 lík hafa verið krufin af handahófi í líkhúsum víðs vegar um landið. Af þeim höfðu 43 pró- sent látist af völdum skotsára, en hin af völdum bruna, sveðjusára eða barsmíða. Nánast allir lögregluþjónar í landinu báru skotvopn, en nánast enginn þeirra vígamanna sem fóru um landið höfðu önnur vopn en sveðjur og barefli. Átökin í Kenía í vetur eru talin hafa kostað meira en þúsund manns lífið, en 600 þúsund manns að auki voru hrakin að heiman og meira en 40 þúsund hús brennd. Mwai Kibaki forseti, sem lýsti yfir sigri í forsetakosningunum í lok desember, og helsti keppinaut- ur hans, Raila Odinga, sem sakaði Kibaki um kosningasvindl, náðu á endanum samkomulagi um að stjórna landinu saman, þannig að Odinga yrði forsætisráðherra en Kibaki áfram forseti. Í samkomulaginu fólst einnig að stofnuð yrði rannsóknarnefnd, sem kanna skyldi orsakir ofbeldis- ins og hlutdeild lögreglu og hers í því. - gb Rannsókn á ofbeldinu í Kenía í vetur sýnir að lögreglan varð mörgum að bana: Helmingur dó af skotsárum DRENGIR Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Í flóttamannabúðum á íþróttavelli í Nakuro voru upphaflega 1.300 manns en 350 manns eru þar enn og þora ekki heim. NORDICPHOTOS/AFP TÆKNI Nýr vírus herjar á notend- ur MSN-þjónustunnar. Hann lýsir sér á þann hátt að skyndilega berast fólki skilaboð frá vini sem jafnharðan skráir sig út úr kerfinu. Þau eru get-that-stuff. info, imagefrosty.info, hostapic. info. og cooooolio.info Oftar en ekki fylgir nafn á heimasíðu sem ber hluta úr tölvupóstfangi vinarins. Til þess að koma í veg fyrir að vera „rænt“ af vírusnum þarf að skipta um lykilorð á heimasíðu MSN-þjónustunnar. - hþj Vírus herjar á MSN-notendur: Breyta verður lykilorði strax BANDARÍKIN, AP George Bush Bandaríkjaforseti skrifaði á fimmtudag undir lög sem veita ríkisstjórninni auknar hlerunarheim- ildir auk þess að veita símafyrirtækj- um sem hafa aðstoðað ríkisstjórnina við hleranir friðhelgi frá lögsóknum vegna þess. Bush sagði að lögin myndu „gegna mikilvægu hlutverki í því að hindra aðra árás á [Bandarík- in]“. Demókratar og repúblikanar studdu lagafrumvarpið í þinginu, þar á meðal Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrata, þó hann hefði áður lýst sig andvígan því að veita símafyrir- tækjum slíka friðhelgi. - gh Bush undirritar hlerunarlög: Símafyrirtæki fá friðhelgi GEORGE BUSH INDLAND Þúsundir mótmælenda lentu í átökum við lögreglu í Srinagar í Kasmírhéraði á Indlandi í gær. Átökin brutust út í kjölfar ásakana íbúa borgarinnar á hendur ríkistjórninni um að lögregla hefði kveikt í múslímsku hofi. Þegar fregnirnar bárust út streymdi fólk út á götu og tók að mótmæla ósjálfstæði Kasmírhér- aðs og grýta lögreglustöð. Talsmaður yfirvalda segir ásakanirnar ekki á rökum reistar og bendir á að slökkvilið hefði verið á staðnum til þess að slökkva eldinn en ekki kveikja hann. Hofið er ekki alvarlega skemmt. - hþj Átök í Kasmír á Indlandi: Lögregla sökuð um íkveikju Veifa kústi að bangsa Dýraverndunarsamtök hvetja fólk til að skjóta ekki ísbirni sem nálgast það, heldur hræða þá burt með kústi. Þetta kemur fram í vefmiðlin- um Sermitsiaq í Nuuk. Með því að veifa kústi virkar viðkomandi stærri í augum bjarnarins og hann þorir ekki að koma nær. GRÆNLAND VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.