Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 12. júlí 2008 33 Það virðist vera mikil gróska í íslenskri tónlist í sumar og hafa ungar og upprennandi hljómsveitir jafnt sem eldri og reyndari verið duglegar við að koma tónlist sinni á framfæri. Í dag verða haldnir útitónleikar í Hljómskálagarðinum og eru tónleikarnir á vegum Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar og Reykjavíkurborgar. Tanya Pollock er ein þeirra sem sér um rekstur Tónlistarþróunar- miðstöðvarinnar og segir hún markmið tónleikanna vera það að kynna íslenska tónlist og þær ólíku tónlistarstefnur sem hér er að finna. „Þau hjá Reykjavíkurborg höfðu samband við okkur því þau vildu bjóða upp á einhvers konar skemmtun fyrir fólk núna í júlí. Við verðum með tónleika á hverjum laugardegi í þessum mánuði og bjóðum upp á mismun- andi þemu í hverri viku,“ segir Tanya um fyrirhugaða tónleika. Í dag verður hipphopp ríkjandi og munu Arkir, Rain, Gmaris, Bíttur og Marlon Pollock stíga á stokk í dag. Einnig munu Siggi Bahamas og Bangsi skemmta en þeir eru meðal þekktustu bítboxara landsins. „Það sem þessir tónlistarmenn eiga sameig- inlegt er hvað þeir eru rosalega duglegir við að koma sér sjálfir á framfæri. Þeir eru mjög duglegir við að gefa tónlistina sína sjálfir út og koma sér þannig á framfæri. Margir þeirra hafa komið á laggir sínu eigin útgáfufyrirtæki til þess að geta gefið út tónlist sína, þetta er allt fyrirmyndarfólk,“ segir Tanya. Tónlistarþróunarmiðstöðin er staðsett úti á Granda og er þar að finna 45 æfingarrými og tónleikasal þar sem reglulegar eru haldnir tónleikar. „Miðstöðin er vettvangur fyrir alla þá sem vilja æfa sig og þróa tónlist sína áfram. Við erum mikið fyrir að styrkja grasrótina í íslenskri tónlist.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 15.00 í dag. - sm Taktfastir tónar munu óma HIPHOP Í HLJÓMSKÁLAGARÐI Tanya Pollock skipulegg- ur sumartónleika í Hljómskálagarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Organmarkaðurinn er haldinn í sjötta sinn nú um helgina og í dag verður haldinn sérstakur klink- markaður þar sem gestir geta gert kostakaup því ekkert mun kosta yfir þúsund krónur. „Það verður spákona á svæðinu og opið grill eins og venjulega og skemmtileg tónlist. Hér verður einnig kökusala þar sem hægt er að kaupa kökur og nýbakaðar vöfflur,“ segir Gígja Ísis Guðjóns- dóttir, önnur markaðsstýra Organmarkaðsins. Þeir sem leggja leið sína á markaðinn geta einnig nýtt tækifærið og fengið sér nýja sumarklippingu hjá hárgreiðslu- dömunni Siggu Röggu. Markaður- inn verður haldinn vikulega á föstudögum og laugardögum út sumarið. Gígja segir að markað- urinn hafi gengið framar vonum og þær verið heppnar með veður hingað til. Þeir sem hafa áhuga á að leigja bás er bent á síðuna www.myspace.com/organmarket. Markaðurinn hefst stundvíslega klukkan 14.00 og stendur fram á kvöld. - sm Klinkverð á Organ í dag ALLT UNDIR ÞÚSUNDKALLI Gígja Ísis og Hanna Kristín sjá um að reka Organ- markaðinn í sumar. Jessica Alba segist aldrei hafa fundist hún hafa eins lítinn kynþokka og þegar hún var ólétt, en leikkonan eignaðist dótturina Marie með eiginmanni sínum Cash Warren í júní síðastliðnum. „Mig langaði til að losna við alla þyngdina sem fylgdi með- göngunni og fannst ég langt frá því að vera kynþokkafull. Mér leið samt vel og fékk bara löngun í sítrusávexti eins og sítrónur, appelsínur og greip,“ segir leikkonan í viðtali við breska glanstímaritið Cosmopolitan. Jessica, sem er 27 ára gömul, segist þó aldrei hefði viljað sleppa því að verða ólétt og segist vera ástfangnari af eiginmanni sínum en nokkru sinni fyrr eftir barnsburðinn, en parið gifti sig við leynilega afthöfn í maí á þessu ári. Glataði kyn- þokkanum VILDI LOSNA VIÐ ÞYNGDINA Jessicu fannst hún vera lítið kynþokkafull á meðan hún var ólétt. Brad Pitt er duglegur að heim- sækja Angelinu Jolie á sjúkra- húsið. Angelina á von á sér hvað úr hverju og hefur gist á sjúkra- húsinu til vonar og vara ef tvíburarnir skyldu skyndilega ákveða að koma í heiminn. Brad og börnin heimsækja hana daglega og halda henni félags- skap. Þegar tvíburarnir koma í heiminn mun parið eiga hvorki meira né minna en sex börn. Heimsækir Angelinu 1999 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.