Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 12. júlí 2008 29 Hin árlega Reykholtshátíð verður haldin í tólfta skipti dagana 23.-27. júlí í kirkjunni í Reykholti. Í ár hefst hátíðin á tónleikum karlakórs St. Basil-dómkirkjunnar í Moskvu sem heldur þrenna tónleika á hátíðinni. Ekki veitir af; færri komust að en vildu á tónleika kórsins á hátíðinni í fyrra. Arndís Björk Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Reyk- holtshátíðar, segir margt spennandi á dagskrá í ár. „Við erum afar ánægð með að geta boðið upp á tónleika með karlakór St.Basil-dómkirkjunnar að nýju þar sem aðsóknin var svo mikil í fyrra. Þessi kór flytur trúarlega tónlist, miðaldatónlist og svo rússnesk þjóðlög sem eiga sér stað í hjarta margra Íslendinga þar sem við þekkjum sum þeirra með íslenskum textum. Einnig er vert að minnast á tónleika bandaríska tenórsins Donald Kaasch, en hann kemur fram ásamt Steinunni Birnu Ragnars- dóttur. Hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur tekur bæði aríur og íslensk sönglög. Kammerhópurinn Virtuosi di Praga frá Tékklandi er með verk eftir meðal annarra Mozart og Samuel Barber á efnisskrá sinni, en hópurinn er afar virtur og hafa einleikarar og söngvarar á borð við Rostropovich og Domingo komið fram með honum.“ Reykholtshátíðinni lýkur með stórtónleikum þar sem koma fram þær Auður Hafsteinsdóttir og Pálína Árnadóttir fiðluleikarar, Þórunn Ósk Magnúsdóttir víóluleikari, Steinunn Birna Ragnars- dóttir píanóleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Á efnisskrá þeirra eru verk eftir Händ- el og hinn þekkti píanókvintett í A-dúr op 81 eftir Dvorák. Arndís segir að ávallt skapist sérstök stemning á Reykholtshátíðinni. „Umhverfið hér er afskap- lega fagurt og leggur sitt af mörkum til þess að gera hátíðina ánægjulega, enda fátt betra en að hlusta á góða tónlist í fallegu umhverfi. Svo er að auki margt skemmtilegt hægt að gera og skoða á þessum slóðum og því tilvalið fyrir fólk að koma á tónleika í Reykholti og skoða sig aðeins um í leiðinni.“ Miðasala á tónleika hátíðarinnar er þegar hafin á www.midi.is, en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má nálgast á www.reyk- holtshatid.is. vigdis@frettabladid.is Tónlist í fögru umhverfi Önnur sumartónleikahelgin við Mývatn fer nú í hönd og býður tónlistaráhugafólki upp á ljúfa tóna gítars og lágfiðlu. Þau Krist- inn H. Árnason gítarleikari og Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleik- ari koma fram á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju í kvöld kl. 21 og í Skútustaðakirkju annað kvöld kl. 21 og leika þar létta og skemmti- lega efnisskrá sem inniheldur meðal annars sónötu eftir Vivaldi, spænska tónlist og nokkrar ómiss- andi perlur úr íslenskri sönghefð. Kristinn er landsþekktur tón- listarmaður og leikur jafn listavel tónlist eftir Bach á klassískan gítar, rytmann í Rússíbönum og stuðið í poppinu með hljómsveit- inni Hringjum. Helga Þórarins- dóttir leiðir lágfiðlusveit Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og leikur jafnframt með kammerhóp. Rétt er að benda á að þau Krist- inn og Helga koma einnig fram á tónleikum í Byggðasafninu Hvoli á Dalvík í dag kl. 14. - vþ Víóla og gítar fyrir norðan HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR OG KRISTINN H. ÁRNASON Leika fallega tónlist á Norðurlandi í dag og á morgun. VIRTUOSI DI PRAGA Virtur tékkneskur kammerhópur sem kemur fram á Reykholtshátíðinni í ár. Hið óvenjulega Dúó Harpverk heldur tónleika í Sólheimakirkju kl. 14 í dag. Meðlimir dúósins eru Katie Elizabeth Buckley hörpuleikari og Frank Aarnink slagverksleikari. Á efnisskránni er að finna ýmis ný íslensk verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir dúóið, en á meðal tónskálda eru Daníel Bjarnason og Bára Grímsdóttir. Katie og Frank kynntust í Sinfóníuhljómsveit Íslands og hafa spilað saman sem dúett síðan 2007. Má því búast við glæsilegum tónleikum þar sem að nýrituð íslensk tónlist fær að njóta sín. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. - vþ Harpverk lætur í sér heyra KATIE ELIZABETH BUCKLEY OG FRANK AARNINK Skipa hið bráðskemmtilega Dúó Harpverk. Ragnhildur K. Sandholt opnar málverkasýninguna Tré og perlur í Gömlu Borg, samkomuhúsinu að Minni Borg í Grímsnesi, í dag. Á sýningunni getur að líta olíu- málverk sem Ragnhildur hefur unnið á undanförnum árum og yrkisefnið er gjarnan sótt í Gríms- nesið. Tré og trjástofnar eru oft í aðalhlutverki í bland við aðrar náttúrustemningar. Ragnhildur hefur stundað myndlistarnám frá árinu 1995 og hefur sótt ýmis námskeið og hlot- ið leiðsögn, meðal annars hjá myndlistarmönnunum Rúnu Gísladóttur og Bjarna Sigur- björnssyni. Sýningin Tré og perlur er fyrsta einkasýning listakonunnar en áður hefur hún tekið þátt í nokkr- um samsýningum, meðal annars hjá Myndlistarskólanum Mynd- máli og nú nýlega í Gerðarsafni með Myndlistarskóla Kópavogs. - vþ Tré og perlur RAGNHILDUR K. SANDHOLT Opnar sína fyrstu einkasýningu í Gömlu Borg í dag. LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU, 26. STARFSÁR ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR, 16. STARFSÁR KLAISORGELIÐ 15 ÁRA Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRKJU S. 510 1000 Norræn orgelhátíð HINN HEIMSÞEKKTI BÁSÚNULEIKARI Christian Lindberg OG Gunnar Idenstam ORGELLEIKARI Í HALLGRÍMSKIRK JU SUNNUDAGINN 13. JÚLÍ KL. 20. Á efnisskránni eru þeirra eigin verk og umritanir á þekktum tónverkum m.a. BOLERO eftir Ravel. l ist vinafelag. is A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.