Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 16
 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR P aul Ramses Odour frá Kenía er ungur að árum, 31 árs gamall. Hann fæddist í Mathare-fátækrahverfinu í Naíróbí, höfuðborg Kenía. Í Mathare eru reyndar nokkur slömm saman og telja yfirvöld að þar hírist alls um hálf milljón sálna. Paul missti snemma foreldra sína og var alinn upp af stóra bróður sínum. Hann fékk þó ekki að vita um þessi örlög fyrr en hann var kominn nokkuð á legg. Bróðir hans hlífði honum við því, og lét sem Paul væri sonur sinn. Skólagangan gekk fyrir öðru hjá hinum unga Kenía- Páli. Hann var staðráðinn í að afla sér sem bestrar menntunar og komst í menntaskóla. Snemma sýndi Paul hæfileika sem fótboltastrák- ur. Segja má að hann hafi sparkað sér upp úr fátækra- hverfinu, því hann komst ungur í Utalii- liðið, sem er rekið af stórri hótelkeðju. Um árabil lék hann fyrir keníska landsliðið og spratt af þeim ferðalögum ævilangur áhugi hans á öðrum þjóðum. Það var í fótboltanum sem hann fékk viðurnefnið Pata, sem er kenísk stytting á president, forseti. Nafnið kom til af því að hann talaði svo mikið. Á þessum árum og ferðalögum varð hann með- vitaður um að hann væri fyrirmynd ungs fólks og leit á sig sem óopinberan sendiherra þjóðar sinnar. Í þjónustu Utalii- keðjunnar fékk Paul starfs- þjálfun í hótelrekstri og viðskipta- mennt. Og skotsilfur. Hann lagði allt fyrir sem hann gat og safnaði sér fyrir háskólanámi. „Hann hugsaði aldrei um sig sjálfan sem mann í fátækrahverfi, hann hugsaði um sig í framtíðinni,“ segir vinur hans. Stjórnmál hafa ætíð verið hugleikin Pata og hann talar helst um fátt annað. Hann lætur stjórnast af réttlætiskennd og liggur ekki á skoðunum sínum. Hann er umbótasinni og þolir ekki landlæga spillingu heimalandsins. Ramses langar að hjálpa börnunum í Mathare til þroska, mörg þeirra eru munaðarlaus eins og hann. Paul taldi að ef hann berðist ekki fyrir breyttum aðstæðum og hans kynslóð, yrði ástandið bara verra. Hann svíður að sjá þróunaraðstoðarfé og annað frá ríku löndunum lenda í vasa stjórnmála- manna. Þetta fékk hann til að flækja sér í pólitík. Hann hefði vel getað stigið til metorða, til dæmis hjá Utalii-keðjunni. En hann sneri aftur til Kenía til að berjast. Sonur Pauls, Fídel Smári, er nefndur eftir tveimur stórmennum, hvor á sínu sviði. Fídel kemur frá hinum aldna leiðtoga Kúbu. Foreldrarnir vona að styrkur og ákveðni Kastrós smitist í soninn með nafninu. Seinna nafnið er eftir Eiði Smára Guðjohn- sen fótboltakappa. Því Paul er mikill aðdáandi Chelsea-liðsins, sem Eiður lék eitt sinn með. Leikur með Chelsea er honum mikilvægari en kvöldmáltíð. Hann borðar ekki á meðan leik stendur. Paul þótti of kalt til að spila góðan fótbolta hér á landi, en æfði þó með Val, þegar tími gafst til. Paul er trúaður maður og miðar líf sitt við líf spámannsins frá Galíleu, að því leyti að hann gerir ekki þá hluti sem Jesús hefði talið illa. Hann drekkur hvorki né reykir og hann biður fyrir óvinum sínum. Uppáhalds- drykkurinn er mangósafi. Af öðrum hetjum Kenía- Páls má nefna hinn banda- ríska leiðtoga blökkumanna, Martin Luther King. Ræður hinnar myrtu hetju á Paul á bandi og hlustar oft á þær. „Paul er hrifinn af því að King hafi talað fyrir réttindum fólksins, án þess að hvetja til ofbeldis,“ segir vinur hans. Annars les Paul mikið í frítímanum, mest um stjórnmál, heimspeki og sögu, en engar skáldsögur. Paul er af Luo-ættbálki, eins og forsetafram- bjóðandinn bandaríski Barack Obama. Hann var svo vinsæll í sínu kjördæmi að honum tókst, sem kosninga- stjóri OMD- flokksins, að koma Kibuki- konu til embættis, þar sem meiri- hluti kjósenda er af Lou- bálkinum. Seinna kom í ljós að hún höfðaði ekki beinlínis til borgaranna. Bað hún þá Paul að koma og tala við kjósendurna í sinn stað. Honum er lýst sem upplýstum rósemdarmanni og framfarasinnuðum fyrir hönd lands síns og Afríku. Hann vill leggja sitt að mörkum. Páli er lýst fullum meðlíðan og hugulsemi. Þegar hann starfaði hér fyrir Samhjálp fann hann til samkenndar með þeirri hugsjón, hún gæti komið fíklunum í Naíróbí vel. Hann hefur breytt lífi margra til hins betra, meðal annars þegar hann hjálpaði til við að koma munaðarleysingjahæli ABC-barnahjálp- ar á laggirnar. PAUL RAMSES ODUOR ÆVIÁGRIP Paul Ramses Oduor, stundum kallaður Pata, fæddist í Mathare, fátækrahverfi Naíróbíborgar, Kenía, 10. nóvember 1976. Hann sleit þar barnsskónum. Foreldrar hans létust þegar hann var ungur og hann var alinn upp af stóra bróður sínum. Hann lék knattspyrnu á yngri árum og vann í hótelbransanum meðan hann safnaði fyrir háskólanámi í Bretlandi. Hann lék með landsliði Kenía, frá 1993 til 1998. Hann fór árið 2005 til Lundúna, til að sækja um vist við háskóla, en var meinað um dvalarleyfi. Árið 2006 hóf hann nám við háskólann í Naíróbí og lærði heimspeki og sögu. Hann hvarf frá námi vegna blankheita og stjórnmálaáhuga, en býr að starfsnámi úr hótel- og veitingabransanum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2004, á vegum AUS-ungmennaskipta, og hefur komið hingað árlega síðan. Hann kynntist konu sinni, Rosemary Atieno Athiembo, árið 2001 í guðsþjón- ustu og þau giftust árið 2006. Hann eignaðist soninn Fídel Smára á Íslandi árið 2008. Sama ár sótti hann um pólitískt hæli á Íslandi, en var sendur til Ítalíu og bíður þar eftir að yfirvöld taki mál hans til skoðunar. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Við kynntumst honum sem grandvörum og vel gefnum manni.“ -Atli Harðarson, heimspekingur og kennari. www.atlih.blogg.is HVAÐ SEGIR HANN? „Það, að hjálpa ekkjum og munaðarlausum og landinu mínu, er eitthvað sem ég hef fengið frá guði. Til þess þarf ekki peninga eða háskólagráður. Það þarf bara kærleika. Ef ég deili ekki því litla sem ég á með þeim, þá deila þau bara fátækt sinni og eymd með mér.“ -Í viðtali við Fréttablaðið, 10. júlí 2008. MAÐUR VIKUNNAR Landflótta landsliðsmaður ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS S. 512 5426 - vip@365.is S. 512 5441 - hrannar@365.is HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sí i 56 Ráðningarþjónusta Leitar þú að starfsmanni? Hulda Helgadóttir SigurborgÞórarinsdóttir KristínHallgrimsdóttir JónRagnarsson HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga. Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Bregðumst fljótt viðOkkar aðalsmerki eru skjót viðbrögð og lögð er áhersla á að flýta ráðningarferlinu eins og unnt er. Fjöldi hæfra umsækjendaFjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn fyrir starfið. Reynsla og þekkingHjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna- mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og hagnýtri menntun. Sanngjarnt verðBjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð! HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks. Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.: Menning Enn fl ýgur Hrafninn Ingvi Hrafn Jónsson er að ljúka sínu síðasta sumri sem vert við Langá í Borgarfi rði. Í viðtali við Fréttablaðið ræðir hann um þriggja áratuga uppbyggingarstarf, bruðlið í laxveiðinni og sér- sveitarvædda veiðimenn. Uppáhaldssöfnin Íslenski safnadagurinn er á morgun. Fréttablaðið fór á stúfana og komst að því hvaða söfn menn kunna best að meta. Menning fylgir Fréttablaðinu á sunnudag: Skilaboð til heimsins: Kolfi nna Baldvinsdóttir um stöðu fl óttamanna Til minningar um Brynju: Ljóð eftir Birnu Þórðar- dóttur Erlendir gestir á Act Alone: Elísabet Brekkan Þorláksmessa á sumri – Skálholtshátíðin Ljóðheimur Ara Trausta: Sigurður Hróarsson Vinsælasti söngleikur allra tíma – Mamma mia Velgengni Óla G. Jóhannssonar veröld myndlist- arinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.